Þá er ég kominn til baka úr mínum árlega laxveiðitúr. Hólsá var það heillin í þetta sinn. Neðsta svæðið í Hólsá er reyndar silungs og sjóbirtingssvæði en þarna er mjög góð laxavon enda var niðurstaða nákvæmrar aflatalningar í lok túrs: 4 laxar 3, 4, 6 og 9 pund. Aflinn skiptist bróðurlega á milli okkar....... Jónka Tvær stangir eru í ánni á þessu svæði og lítill sumarbústaður fylgir veiðileifinu, í um tveggja km. fjarlægð frá Hellu. Þarna vorum við í hálfan, heilan og og hálfan dag í hreint prýðilegu veðri.
Við erum 3 veiðifélagarnir sem höfum farið saman á vit ævintýranna undanfarin ár, afskaplega góður og vandaður félagsskapur . Okkur vantar bara nafn á klúbbinn, einhverjar tillögur? Þessi félagsskapur samanstendur af Arnari, gjarnan nefndur Addi Útbúnaður, því hann er alltaf með það nýjasta og flottasta, hann væri sennilega í Armani vöðlum ef þær væru til, Jónki sem á Pajero jeppa, sem er gott, mikill öðlingur og svo undirritaður.
Addi Útbúnaður og Jónki að gera sig klára fyrir átökin.
Addi í ham í ánni og Jónki fylgist spenntur með. Það glittir í Vestmannaeyjar vinstramegin í sjóndeildarhringnum.
Ægifagurt útsýni er þarna í Þykkvabænum. Hekla skartar sínu fegursta og Búrfell horfir í lotningu á drottninguna.
Addi í ánni, Hekla í baksýn
Annað sjónarhorn, nú er það Eyjafjallajökull með hvítan trefil um hálsinn sem skreytir bakgrunninn
Ósinn í Hólsá er vinsæll veiðistaður en hann heillaði okkur ekki. Töluvert erfiði er að keyra þangað niðureftir í lausum sandinum og ekki hægt að vera nema í öðrum gír. Betra að vera á einhverjum stórum blöðrudekkjum við þessar aðstæður. Vinstra megin; Jónki með Vestmannaeyjar í baksýn. Hægra megin; endalausar sandfjörur fyrir neðan Þykkvabæ. Ef hér væri hitabeltisloftslag, væru þarna raðir af hótelum við ströndina. Þá héti líka Ísland eitthvað allt annað.
Gott að teiga á heilbrigðinu. Jónki spáir í næstu flugu. Veiðistaðurinn Borg sem fylgt hefur Hólsánni þar til í ár, sést hægra megin á myndunum. Þar voru að veiðast um 20-40 laxar á dag í fyrra á tímabili og það þoldu þeir ekki sem borga 90 þús. kall fyrir daginn, eilítið ofar í ánni. Eftir stendur frekar einhæft veiðisvæði og í raun lítið, sérstaklega ef menn hafa ekki áhuga á að veiða í ósnum. Þess vegna höfum við veiðiklúbsfélagar ákveðið að leita á önnur mið að ári, enda er það BARA gaman að prófa nýja staði þó vissulega sé skemmtilegt að "eiga" sína á sem maður þekkir vel en lærir þó eitthvað nýtt um við hverja heimsókn. Vestfirðir koma sterkt inn fyrir næsta ár. Mig er strax farið að hlakka til.
Kallinn að þræða
Hamingjusamur veiðimaður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
- Viðgerðir munu taka nokkra daga
- Boða verkföll í fjórum skólum til viðbótar
- Alútboð er nýtt skref inn á spennandi braut
- Litlar líkur á að hraunið nái til mannvirkja
- Drónamyndskeið frá hápunkti gossins í nótt
- Þetta er vitlaus hugmynd
Viðskipti
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
Athugasemdir
Ég fór töluvert mikið að veiða í Eystri-Rangá áður en Þröstur Elliðason tók Rangárnar á leigu. Eftir að hann kom til sögunnar hækkuðu veiðileyfin svo mikið að ég leitaði á önnur mið. Það sem ég saknaði mest var hin mikla náttúrufegurð og rifjast hún heldur betur upp þegar ég skoða þessar stórkostlegu myndir sem þú hefur sett inn. Þegar ég var þarna náði maður einum og stundum tveimur fiskum og var helst að fara undir haust þegar sjóbirtingurinn byrjaði að ganga.
Jóhann Elíasson, 31.7.2007 kl. 09:25
Já, það er ekkert fyrir venjulegt fólk að fara í veiði fyrir 90 þús. kall, dagsveiði. Dagurinn kostar ekki nema 12.500 í neðsta hluta Rangánna (Hólsá, veiðihús fylgir) en áin þar niðurfrá er hálfgert haf, eins og sést á myndunum og er ekki mitt uppáhald að veiða í. Ár á stærð við Ellðaár í meðalrennsli eru skemmtilegustu árna fyrir mig. En náttúran og umhverfið er magnað í Þykkvabænum.
Pálmi Gunnarsson setti inn athugasemd HÉR um Rangárnar. Fullyrðing hans um að Rangárnar hafi verið eitt besta sjóbirtingssvæði í heimi og það hafi verið eyðilagt með laxasleppingum í ánna er athyglisverð. Eftir smá athugun hjá nokkrum aðilum þá virðist mér að sú skoðun Pálma sé bundin við sérstaka tegund náttúruverndarsinna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.7.2007 kl. 09:56
Þegar ég var að veiða þarna, eins og áður hefur komið fram, varð ég aldrei var við mokveiði, menn máttu bara þakka fyrir ef þeir fengu eitthvað. Ég veiddi á neðsta svæðinu í Eystri-Rangá þarna áður og ég á ekki nógu og sterk lýsingarorð til að lýsa náttúrufegurðinni þarna en þér hefur tekist ótrúlega vel upp í myndatökunni, eins og við var að búast, þú virðist hafa þetta í þér. Ég held svei mér þá að við séum meirináttúruverndarsinnar en þetta öfgalið sem stendur í því að mótmæla einhverju sem það veit ekkert um.
Jóhann Elíasson, 31.7.2007 kl. 10:57
Til hamingju með vel heppnaða veiðiferð Gunnar. Það er klaufaskapur að eyðileggja dýrar minningar um samskipti við auðævi lands og lífríkis með gagnslausu pexi um pólitísk ágreiningsmál.
Ég óx upp í sárri fátækt þar sem beint samband var milli viðgangs fólksins og nýtingar lands og sjávar. Ég þurfti að þræla frá fyrstu sporum meira en í dag yrði leyft án harðrar refsingar. Mér finnst ég hafa komist óskemmdur frá þessu. Ég lærði jafnframt að meta það stórbrotna umhverfi sem við mér blasti, jafnt í fögru veðri sumars og sólar sem stormbyljum vetrar með hafróti.
Ég hef jafnframt síðar á ævinni kynnst hóglífi með drjúgum tekjum og góðum fjárhag. Það hefur gefið mér þann samanburð sem styður síðan afdráttarlausa afstöðu mína í umhverfisvernd og jafnframt efasemda um skilyrðislausan forgang hins svonafnda hagvaxtar þegar meta skal áform um stórfelld náttúruspjöll.
Og vegna þeirrar reynslu minnar sem ég hef stuttlega lýst tel ég mig betur færan um að meta marga þá hluti sem nú er tekist á um með þessari þjóð. Oft með fremur grunnfærnislegum rökum.
Og ég hygg að gildismat mitt í mörgum efnum hafi sterkari bakgrunn en margir aðrir búa að. Flestir eru þó auðvitað blindir í sjálfs sín sök.Árni Gunnarsson, 31.7.2007 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.