Landsleikur Dana og Svía verður lengi í minnum hafður. Frábær leikur hjá báðum liðum og dramatíkin ótrúleg. Ég og Jökull 11 ára sonur minn horfðum á leikinn í gær og svo aftur í endursýningu í dag. Og við vorum næstum jafn spenntir í endursýningunni! Lýsing Þorsteins Gunnarsson hjá Rúv á leiknum var í sama gæðaflokki og leikurinn.
Extrar Bladet í Danmörku er með þessa mynd og fyrirsögn á netmiðli sínum í dag. Gaurinn sem hljóp inn á völlinn mun ekki eiga sjö dagana sæla á næstunni, en hann mun vera Dani búsettur í Svíþjóð. Spurning hvort upphlaup hans bjargi Christian Poulsen, en hann sló sænskan sóknarmann í magann inn í vítateig, fékk rautt fyrir vikið og vítaspyrna dæmd, þó boltinn væri víðsfjarri.
Miðað við fyrirsögn Extra Bladet þá er Poulsen einnig í djúpum skít. Atvik þetta átti sér stað á 89. min., en Dönum hafði tekist að jafna á ævintýralegan hátt eftir að Svíar komust í 3-0 eftir 26 mínútna leik. FIFA hefur enn ekki lagt sinn dóm á ákvörðun þýska dómarans í leiknum að flauta leikinn af í kjölfar árásar fótboltabullunnar og dæma Svíum 3-0 sigur og því hafa staðfest úrslit á leiknum ekki fengist. Auðvitað veit enginn hvort Sörensen hinn danski hefði varið vítaspyrnuna eða ekki, en úr því fæst aldrei skorið. Ég hefði mikið viljað gefa fyrir að vera á Parken þessa kvöldstund. Ógleymanlegt!
Svíum dæmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 945813
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Reykjavíkurmódelið
- Gerum lífið betra xL
- I Want to Break Free - Óvæntir tónleikar í N-Kóreu.
- Vika í kosningaveðrið
- AÐ SJÁLFSÖGÐU MÁ LEIGJANDINN BORGA LEIGUNA MEÐ REIÐUFÉ...........
- COP29
- Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Rödd friðar þarf að hljóma skærar
- Svo bregðast krosstré
Athugasemdir
Góð spurning, því árás Poulsen var svakaleg
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.6.2007 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.