Íbúafjöldi í Fjarðabyggð er kominn yfir 6000

Íbúar í Fjarðabyggð eru orðnir 6.032, þarf af búa 1.534 í starfsmannaþorpinu á Haga. Í dag 1. júní fór íbúafjöldi Norfjarðar í 1.500 manns og hefur íbúum fjölgað þar um 40 frá 1. desember sl. Fjölgun íbúa í Fjarðabyggð án tillits til íbúa á Haga frá 1. desember 2006 er 2.5% eða 110 manns.

Meðaltekjur hafa gjarnan verið lágar á landsbyggðinni borið saman við höfuðborgarsvæðið. Það verður ekki síður spennandi að skoða samanburðinn í þeim efnum þegar álverið á Reyðarfirði hefur tekið að fullu til starfa. Ekki einungis að laun þar eru með ágætum, heldur ýtir samkeppni um vinnuafl launum upp annarsstaðar.

austurland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef lengi verið skotinn í ályktun Ágústs Einarssonar varðandi fjölgun þjóðarinnar. Hann skrifar fyrir ekki alllöngu í lærðri grein að það sé engan veginn fráleitt að taka hingað svona sirkabát 3-5 milljónir útlendinga til að gefa Hagvextinum hressilegt spark inn í framtíðina.

En auðvitað mega helvítis kommarnir ekki heyra þetta nefnt.

Mér er sagt að glöggir læknar geti núna greint í ómsjá á fjögra vikna fóstri hvort um kommúnista sé að ræða,

Þetta hlýtur að kveikja manni von um skárri daga í vændum.

Árni Gunnarsson, 1.6.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hahahah...góður Árni

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.6.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband