Norskar konur eru drykkfelldari en aðrar konur á Vesturlöndum. Þar er meðal annars kennt um að jafnrétti hefur aukist milli karla og kvenna í Noregi, og norskar konur taka nú meiri þátt í atvinnulífinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu norsku lýðheilsustöðvarinnar.
Þessa frétt sá ég á vísi.is. Hvað veldur? Er það samviskubit vegna heimilis og barna? Eða vegna þess að konur á framabraut fresta því fram eftir aldri að stofna heimili og eignast börn?
En talandi um jafnrétti þá finnst mér jafnréttisumræðan oft á tíðum vera á villigötum, sérstaklega hjá feministum. Þær má stundum skilja þannig að einhver ill öfl vilji koma í veg fyrir jafnan rétt kynjana. Að einhverji vondir kallar rói að því öllum árum að koma í veg fyrir jafnrétti.
Konum væri meiri akkur í að hlusta á aðrar konur sem náð hafa árangri á sínu sviði og læra af þeim en að hlusta á svona neikvætt væl. Guðfinna Bjarnadóttir og Rannveig Rist eru gott dæmi um konur sem blása á að kynferði þeirra hafi verið þeim fjötur um fót.
Frétt um daginn að af 25 ríkasta fólki landsins væru aðeins 5 konur, vakti mig til umhugsunar. Ekki hefur þetta fólk auðgast á daglaunavinnu heldur á útsjónarsemi í fjárfestingum. Þar getur kynferði varla skipt máli. Eitthvert forskot virðast karlar hafa þarna á konur sem hlýtur að vera hægt að brúa. Sú brú er ekki kynjakvóti heldur hugarfarsbreyting kvennanna sjálfra.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvað eru landsmenn og þeirra fyrirtæki að kalla á mikla RAFMAGNS-ORKU í dag og hver mun verða þörfin inn í framtíðina?
- Heimsbyggð á leið í þrot.
- Pólitískt mjög dýr fórnarkostnaður Framsóknar við borgarstjórastól Einars
- Kristrún, Dagur og staða Þórðar Snæs
- Er verið að eyðileggja borgina?
- Ritskoðanaskipti
- Bæn dagsins...
- Efast líka um frægasta morðmál Íslands.
- Í Loku launum, ljóð frá 23. nóvember 2018.
- Ísland og Grænlandsmálið
Athugasemdir
Þetta hljómar eins og eitthvað sem langafi minn hefði kannski sagt í kring um 1920! Þegar konur vildu fara út á vinnumarkaðinn! Inntakið í þessari færslu er einfaldlega "Jafnrétti kemur engum við nema þeim konum sem vilja það" Það kemur náttúrulega karlvængnum af þjóðfélaginu ekki við það er allt í lagi svo lengi sem það pirri ekki karlpeningin! Mikið vona ég að þú hugsir á nútímalegri hátt áður en þú skrifar næst
Zóphonías, 31.5.2007 kl. 12:25
Þú ert eitthvað að misskilja þetta Zóphanías
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2007 kl. 12:45
Sæll, þar sem þú óskaðir sérstaklega eftir þvi að fá að heyra útkomuna: http://komment.blog.is/blog/komment/entry/223260/
Kallaðu mig Komment, 31.5.2007 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.