Þessi frétt var á visi.is
Verulegur munur var á hagvexti eftir landshlutum 1998-2004. Hagvöxtur var mestur á Mið-Austurlandi, eða fimmtíu prósent, og næstmestur á höfuðborgarsvæðinu, eða fjörutíu prósent. Þetta kemur fram hjá Sigurði Jóhannessyni hagfræðingi í nýlegu tölublaði Vísbendingar.
Hagvöxturinn smitaði út frá sér og var 25-30 prósent upp í Borgarfjörð og austur í Árnessýslu en á Reykjanesinu var hann um 15 prósent og í Eyjafirði um 20 prósent. Á Snæfellsnesi var hagvöxturinn kringum fimm prósent.
Í grein Sigurðar kemur fram að þensluna á Austurlandi megi rekja til framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði auk þess sem áhrif framkvæmdanna á væntingar fólk um framtíðina skipta máli. Á höfuðborgarsvæðinu eiga fjárfestingar vegna Norðuráls og virkjunar á Nesjavöllum og Hellisheiði nokkurn þátt í hagvextinum og svo höfðu breytingar á íbúðalánamarkaði áhrif.
Á Reykjanesi var samdráttur í starfsemi varnarliðsins til skýringar en á móti kom aukning í farþegaflugi. Á Suðurlandi var vöxtur en í Vestmannaeyjum dróst fiskvinnsla saman. Í Borgarfirði höfðu áhrif Hvalfjarðargöng og stóriðja á Grundartanga en fyrir norðan vöxtur í starfsemi Háskólans á Akureyri auk þess sem vöxtur var í byggingastarfsemi og þjónustu einkafyrirtækja svo eitthvað sé nefnt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 945806
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.