Mótmæli við Emirates

Ég var í London um páskana með fjölskyldunni. Upphaflega var meiningin að fara á leik Arsenal og Liverpool 4. apríl en við vorum of sein að ná okkur í miða, um miðjan janúar.

Við fórum samt til London og skemmtum okkur vel og fórum að Emirates rétt fyrir leik... svona aðeins til að þefa af stemningunni.

IMG_7324

Völlurinn og umhverfið hans er glæsilegt. Allar götur í nágrenninu lokaðar og fólk streymdi að rétt fyrir leik.

IMG_7327

Engar fótboltabullur voru sjáanlegar og allir með friði og spekt.

IMG_7328IMG_7330

 

 

 

 

 

 

 

Eins og fram kemur í fréttinni er miðaverðið það hæsta í Englandi á Emirates og áhangendur félagsins mótmæla því kröftuglega. Mér skilst að svona mótmæli hafi verið þarna árum saman.

Við reyndum að komast inn á nærliggjandi pöbba sem sýndu leikinn en vonlaust var að komast þar inn. Maður þurfti annað hvort að sýna miða á leikinn eða ársmiðapassa Arsenalklúbbsins.

Í um kílómeters fjarlægð frá vellinum sáum við pöbb sem var að sýna leikinn og ætluðum þar inn en þar var sama svarið. Þegar dyravörðurinn sá vonbrigðasvipinn á okkur, spurði hann hvort við værum útlendingar og við játtum því auðvitað. Þá leit hann laumulega í kringum sig og hleypti okkur inn. Fín stemning á pöbbnum laughing og ekki spillti fyrir að Arsenal vann leikinn 4-1.

 

 


mbl.is Dýrt að skella sér á Emirates
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband