Hérna á Reyðarfirði er aldeilis ótrúlegt veður þessa stundina. 20 stiga hiti og glampandi sól. Kl. 9 í morgunn voru þegar komin 16 stig, hvílík dýrð. Þegar ég skoðaði veðrið í Evrópu áðan þá sýndist mér að Reyðarfjörður væri "heitasti" staðurinn.
Mér datt í hug þegar ég horfði á hádegisfréttatímann á st2 og sá að ekki var minnst orði á þessa veðurblíðu hér, (sem þó held ég að hljóti að teljast frétt svona í byrjun apríl), ekki einu sinni í veðurfréttatímanum, að sennilega hefðu þessi ósköp verið fyrsta frétt dagsins ef þetta hefði verið á suðvesturhorninu. Kannski er þetta bara eðlilegt. Ég landsbyggðatúttan að svekkja mig eitthvað á þessu. Það er ekki oft sem Íslendingar geta grobbað sig af veðrinu... svo ég varð
Ég hef svo sem heyrt fleira landsbyggðarfólk minnast á þetta og þetta getur skipt máli t.d. á sumrin þegar ferðafólk tekur kúrsinn eftir veðrinu. Veðurstöðvar eru gjarnan staðsettar á annnesjum sem gefa e.t.v. kolranga mynd af veðrinu þegar inn á firðina er komið. Hversu oft sjáum við ekki á veðurkortum 7-8 stiga hita á Vestfjörðum en svo er 15-20 stiga hiti í fjarðarbotnum.
Svona í vísindalegu tilliti er eflaust rétt að mæla veðrið þar sem það er gert, en í mannlegu tilliti ættu veðurfræðingarnir frekar að sýna okkur tölurnar þar sem þær skipta okkur mestu máli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 946116
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Tími Woke þvælunnar á enda
- Rant!!
- Trump og ESB-aðildarbröltið
- Húsið brennur
- Selenskí biður um Nató-hermenn
- Höfði kemur ekki til greina í fyrirhuguðum friðarviðræðum stórveldanna um Úkraínu
- Er þessi þvæla komin í skólana á Íslandi?
- Bæn dagsins...
- Vonarpeningurinn.
- Einfalt val fella 1400 tré fyrir flugöryggi
Athugasemdir
Fyrsta frétt sem ég sá að morgni 1. apríl var að á Seyðisfirði hefði verið 12 stiga hiti í morgunsárið - og ég hélt að það væri aprílgabb. Ætli fréttastofunum þyki tíðindin ekki orðin gömul, hömm humm.
Berglind Steinsdóttir, 3.4.2007 kl. 17:10
Sjáðu, Gunnar, mbl.is hefur lesið bloggið þitt!
Berglind Steinsdóttir, 3.4.2007 kl. 17:46
haha já... en st2 þráast við
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2007 kl. 19:01
20 stiga hiti?? Ertekkiaðgrínast?
Brynja Hjaltadóttir, 3.4.2007 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.