Alltaf fæ ég fiðring þegar ég sé þessa fyrirsögn á vorin. Ég verð nú reyndar seint flokkaður sem einhver stórveiðimaður, hvorki í aflatölum né veiðiferðum en ég reyni þó að komast í laxveiði einu sinni á ári og svo í kannski 1-2 vötn og silungsár.
Uppáhalds sjóbleikjuáin mín er Sléttuá í botni Reyðarfjarðar. Varla hægt að hafa hana nær, ca. 3 km. í hana heiman frá mér. Þessi á er mjög skemmtileg fluguveiðiá með fjölbreyttum veiðistöðum. Fyrir árið 2000 hafði áin verið í lægð í um 10-15 ár. Sáralítið veiddist í henni en svo snar jókst veiðin og síðan þá hafa menn stundum sett vel í´ann, allt upp í nokkra tugi á hálfum degi. Ekkert var gert til að auka veiðina heldur er hér um náttúrulega sveiflu að ræða.
Hér til hægri er afli okkar Birgis veiðifélaga míns eftir rúmlega þriggja tíma morgunnveiði í ágúst 2005. Megnið af aflanum eru pundarar en svo slæðast stærri með. Stærsta bleikjan var um 3 pund.
Einnig fæst einn og einn lax í ánni og hér er mynd af Birgi með 7 punda lax sem hann fékk í sömu veiðiferð, á flugu að sjálfsögðu. Hylurinn fyrir aftan er vinsælasti veiðistaðurinn í ánni. Heildar aflinn þennan dag hjá okkur var rúmlega 50 stykki. Rúmlega helmingur var tekin á flugu en hitt á spún og maðk.
Það er í raun merkilegt hvað veiðst hefur í ánni undanfarin 2-3 ár því raskið í henni er engu lagi líkt. Stórvirkar vinnuvélar taka efni úr árfarveginum víða og stundum hefur verið óveiðanlegt í henni sökum þess hve mórauð hún hefur verið. Maður fær sting fyrir hjartað að horfa upp á þetta. En áfram veiðist í ánni. Þetta getur samt ekki verið gott fyrir seiðabúskapinn til lengdar. En það fer að sjá fyrir endan á þessu raski þegar jafvægi fer að lomast á framkvæmdir í firðinum kenndan við hval.
Þetta vekur upp spurningar hvort sveiflur í fiskgengd í ám sé ekki náttúrulegum skilyrðum í sjónum um að kenna fyrst og fremst. Eða bara fiskgengd yfir höfuð.
Stangveiðisumarið hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 946116
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Inflúensubólusetningar og innlagnir á sjúkrahús
- Vestur.?
- Sparnarðartillögur ríkisstjórnar eru eins og megrunarkúrar
- Er fólk að leita að einhverskonar DJÚPRI VISKU eða sóar fólk tíma sínum í ringulreið og neikvæðni í fjölmiðlum?
- 9. nóvember
- Maduro & Mette
- Fyrstu tíu dagar janúarmánaðar 2025
- Rant!!!
- Freyr orðinn þjálfari Brann
- Bæn dagsins...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.