Ég sé þessa seðla aldrei í umferð og hlutfall verðmæta þeirra af prentuðum seðlum segir lítið. Ef fólk þarf að burðast með mikið reiðufé á milli staða, eru þeir ágætir en sem gjaldmiðill í almennri smávöruverslun og þjónustu, eru þeir gjörsamlega óþarfir.
Mér segir svo hugur að þessi "auglýsing" frá Seðlabankanum, sé réttlæting á ótímabærri ákvörðun um prentun þessara seðla.
![]() |
Vinsælir tíuþúsundkallar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 946583
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Nei, Gunnar. Burðast frekar með kreditkortið svo glæpafyrirtæki eins og Valitor græði. Þú lætur spila með þig!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 13:02
Ég tala hvergi um ágæti kreditkorta. Raunar hef ég skömm á þessum fyrirtækjum.
Ég þarf að leigja gsm-posavél og hef gert sl. 9 ár. Ekki er gefinn kostur á því að kaupa slíka vél, kortafyrirtækin sjá til þess.
-
Á þessum 9 árum hef ég borgað posaleigu að upphæð 7-800 þúsund og þá er ótalinn kostnaður vegna færslna. Á móti kemur hagræðing vegna öryggis, en ávísanir voru ótryggur gjaldmiðill og kaupmenn fengu þær iðulega endursendar frá banka vegna innistæðuleysis.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.1.2015 kl. 13:23
Hægt er að kaupa kortavélar erlendis en kortafyrirtækin hér neita að þjónusta þær
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.1.2015 kl. 13:26
Ef kortafyrirtækin sjálf neita að þjónusta kortavélar sem hafa verið keyptar til eignar, þá er einfaldasta lausnin á því að fá einhvern annan til að þjónusta þær. Þeir sem hafa hagsmuni af því að taka á móti greiðslukortum gætu bundist samtökum um að stofna fyrirtæki eða ráða starfsmann til að þjónusta slík tæki og jafnvel flytja þau inn til sölu hér á landi. Ef það er eftirspurn eftir því hlýtur að vera hægt að semja viðskiptaáætlun í kringum það.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2015 kl. 14:32
Ef og hefði... veit ekki hversu raunsætt það er.
Spurning frekar að kæra kortafyrirtækin fyrir einokunartilburði. En það eru sjálfsagt með belti og axlabönd í þessu... eins og öðru
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.1.2015 kl. 16:25
Ég veit ekki hversu ransætt það er, en þetta er þó allavega hugmynd sem mætti kannski skoða betur.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2015 kl. 17:05
Man ekki alveg hvaða ljón voru í veginum þegar ég skoðaði þetta á sínum tíma en þetta er ekki alveg einfalt. En sammála því, það á alltaf ap skoða möguleika
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.1.2015 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.