Prófasturinn Sigríður segir að Pegida vinni gegn trúfrelsi múslima. Ég sé það nú hvergi á síðunni þeirra en þeir segjast vera samtök fólks sem berst gegn islamvæðingu Evrópu. Það er allt annar hlutur.
Ég tek það fram að mér finnst lítið til þessara samtaka koma og gera bara ógagn í umræðunni um islamvæðinguna sem margir Evrópubúar hafa áhyggjur af. En það er líka ógagn í umræðunni að þagga niður áhyggjur fólks.
Og hvernig gerist maður meðlimur í Pegida hreyfingunni? Með því að líka við síðuna þeirra?
Ég "lækaði" síðuna því ég hafði áhuga á að fylgjast með umræðunni þar og gera athugasemdir ef mér sýndist svo. Ég missti áhugann á þessu þegar ég sá hversu einsleitt þetta var og "aflækaði".
Sjálfsagt hefur einhver tekið skjáskot af "meðlimum" samtakanna, þennan sólarhring sem ég vaktaði síðuna og þá er ég væntanlega stimplaður meðlimur og á móti trúfrelsi múslima, að mati prófastsins.
Nornaveiðar eru gamaldags.
Prestur segir Gústaf vera í Pegida | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
Athugasemdir
Islam er ekki "trúarbrögð" sem slík, heldur öllu fremur má flokka þetta undir heimsvalda- og alræðisstefnu, þar sem allir undir þeim hatti (eða búrku), eru skikkaðir til þess að sitja og standa samkvæmt reglum kóransins. Þeir sem ekki hlýða skipunum kóransins og stjórnendanna (imamanna), mega eiga á hinu verta von.
Ég þarf ekki að segja neinum þetta, - skoðið sjálf fréttirnar frá Arabalöndunum, (múslimalöndunum) - fólk er murkað niður og múslimar standa í stríði og bardögum við annað fólk á yfir 80 stöðum í heiminum.
Mér sýnist nú, - samkvæmt því sem ég hefi lesið, - að ég standi nú fremur með Gústafi Níelssyni í hans málum, og gegn innflutningi múslima inn til Íslands.
Menn skildu hafa það í huga að "enginn" múslimi kemur inn í Evrópu af sjálfsdáðum, þeir eru allir sendir, - þeim er öllum skipað að fara af sínum yfirboðurum, ... og þeir vita hvað það þýðir, ef þeir ekki hlýða.
Tryggvi Helgason, 21.1.2015 kl. 16:13
Þetta er alhæfing, Tryggvi og tek ekki undir hana.
En ég skil áhyggjur fólks vegna "islamvæðingar".
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.1.2015 kl. 16:38
Sæll félagi,
Mér sýnist þetta nú bara vera útibú frá nýnasistum og þetta venjulega hægri öfgadót sem alltaf skítur upp kollinum af og til.
http://en.wikipedia.org/wiki/Pegida
http://www.huffingtonpost.com/2015/01/21/lutz-bachmann-pegida-hitler-photo_n_6515542.html
Ég vil nú bara segja við Tryggva að hann veit ekki hvað hann er að tala um. Að allir sem aðhyllast islam séu "sendir" til Evrópu. Þvílíkt og annað eins rakalaust bull.
Kveðja frá vesturströndinni:)
Arnór Baldvinsson, 21.1.2015 kl. 17:24
Já, svona fullyrðingar eru ekki að gera neitt gott fyrir umræðuna.
Kveðja til Vesturheims
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.1.2015 kl. 18:42
Gasprari í Guðs nafni.
FORNLEIFUR, 21.1.2015 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.