Það er mjög alvarlegt mál þegar umhverfisverndarsamtök eru uppvís að lygabulli eins og oft hefur komið í ljós. Það skaðar hagsmuni umhverfisverndar sem er sorglegt og hinn almenni borgari á betra skilið.
Á haustfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í gær voru afar fróðleg erindi flutt af forsvarsmönnum fyrirtækisins. Á fimmta hundrað manns sátu fundinn og voru spurningar leyfðar úr sal að erindum loknum. Vefútsendingu fundarins má sjá HÉR. Ég skora á alla að horfa á þetta, bæði fróðlegt og skemmtilegt.
Ómar Ragnarsson, þekktasti umhverfisverndarsinni landsins, kom með undarlega spurningu. Hún var á þá leið, hvort einhver fótur væri fyrir því, sem heyrst hefur "innan úr kerfinu" að nú þegar þurfi að endurnýja hverfla Fljótsdalsvirkjunar (Kárahnjúkar), 30-40 árum fyrr en ráð var fyrir gert.
Svarið sem Ómar fékk var stutt og laggot: "Nei, það er enginn fótur fyrir því".
Hvaðan fær Ómar upplýsingar af þessu tagi? Hefur Ómar mann "innan úr kerfinu"..... einhverskonar "Deep Throat", sem ber í hann og/eða umhverfisverndarsamtök, lygaþvaður sem ætlað er að blekkja almenning og vera málstað umhverfisverndar til framdráttar?
Maður spyr sig.
Norðurál gerir athugasemd við Umhverfisvaktina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 945812
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
- -geisp-
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
Athugasemdir
Ég er þeirrar skoðunar að margir umhverfisverndarsinnar séu á grensunni í sínum málflutningi og fari stundum yfir strikið. En það er óþarflega stuttur í þér kveikurinn í þessum málaflokki Gunnar.
Það er óþarfi að dramasera þetta eins og Ómar hafi gerst sekur um njósnir og hafi í þjónustu sinni "landráðamann" innan Landsvirkjunnar. Ef fótur er fyrir spurningu Ómars mun það koma í ljós, því útilokað verður að leyna hverflaskiptum, þó Landsvirkjun vildi láta það fara hljótt.
Það er til lítils gagns að gagnrýna umhverfisverndarsinna fyrir að fara útaf veginum í þeirra málflutningi, fari menn sjálfir, í gagnrýni sinni á þá, útaf hinumegin vegar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.11.2012 kl. 07:55
Svarið sem Ómar fékk var stutt og laggot: "Nei, það er enginn fótur fyrir því".
Ég viðurkenni það alveg að þolinmæði mín gagnvart "umhverfisverndarvélinni" er lítil, en það er eifaldlega af marg gefnu tilefni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2012 kl. 12:18
En þú misskilur kannski aðeins. Ég er ekki að saka Ómar um njósnir, heldur benda á að fólk úr umhverfisverndargeiranum ber út allskyns vitleysur til að fá almenning til liðs við sig.
-
Þú verður að athuga það að hinn harði kjarni umhverfisverndarsinna er fámennur en einbeittur og ástríðufullur. Þessi kjarni telur umhverfisvernd í sinni stækustu mynd svo réttláta og heilaga að það réttlæti að segja megi nánast hvað sem er. Ég er ekki sáttur við þessi vinnubrögð.
-
Það munaði ekki miklu að slík vinnubrögð kæmu í veg fyrir mikið framfaraspor fyrir Mið-Austurland var stigið. Á tímabili trúði rúmlega helmingur þjóðarinnar bullinu í þessu liði. Það breyttist sem betur fer.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2012 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.