Veiða, sleppa átti að bjarga öllu

FishingSportVeiða/sleppa æði greip um sig í laxveiðinni fyrir fáeinum árum. Ekki eru allir á eitt sáttir við þetta "cult". Fylgjendur þessa veiðiskapar, ef veiði skal kalla, segja að þetta muni fjölga laxinum en aðrir telja að náttúran sjái um þetta að mestu.

... og svo hrundi laxveiðin Errm


mbl.is Niðursveiflan í laxveiðinni var 39%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mitt álit á þessu "veiða - sleppa" kjaftæð, er það að þetta sé bara BULL.  Mér finnst það vera hluti af veiðinni að matreiða fiskinn og borða....

Jóhann Elíasson, 13.10.2012 kl. 15:44

2 Smámynd: Friðrik Már

Sitt sýnist hverjum um það veiða og sleppa og svo er nú sportið farið úr þegar Laxinn er hreinlega dreginn í land alveg útþolslaus enda jafnvel veiddur aftur og aftur í sömu vikunni. En samt er það góð tilfinning að gefa sterkri hrygnu líf eftir góða viðureign svo maður er á báðum áttum hvað er rétt í þessum málum. Hvað varðar lélegar heimtur í fyrra og svo sérstaklega í sumar þá má mjög trúlega rekja það til "ryksugunar í hafinu" makrílsins og það á eftir að koma betur í ljós.

Friðrik Már , 13.10.2012 kl. 16:13

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Margir gamlir, sannir veiðimenn höfðu það fyrir ófrávíkjanlega reglu að veiða aldrei meira en þeir nýttu sjálfir til matar eða gáfu í sama skyni. Þarna eru ekki í umræðunni veiðimenn sem afla sér tekna með veiði.

Stangveiðimenn tala um "konung árinnar!" Kaupa sér síðan rándýr tæki til að ná laxi á öngulinn, þreyta hann með dramatískum tilburðum þar til þeim tekst að landa honum og sleppa honum svo háfdauðum eftir niðurlæginguna. 

Árni Gunnarsson, 13.10.2012 kl. 17:06

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Eftir að menn fóru að sleppa í svona miklu magni þá fóru veiðitölur að aukast.

Menn peppuðu upp árnar til að auka áhugann, það selur betur, þegar vel er skráð í veiðibækurnar og þú sýndir bara 2-3 fiska en skráðir 23, góður strákur að sleppa svona mörgum.  það eru fullt um svona dæmi.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 13.10.2012 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband