Skrýtin frétt í textavarpi RUV

Drög að samningi Nupo í ráðuneytinu, er fyrirsögnin 

"Drög að fjárfestingarsamningi við Huang
Nubo vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar 
ferðaþjónustu á Grímstöðum, liggja    
óhreyfð í iðnaðarráðuneytinu. Vinskapur
Huangs við fólk innan kínverska       
stjórnkerfisins hefur hjálpað honum við
að auðgast."
  (Feitletrun mín)

Fyrri hlutinn er athyglisverður og er í sjáfu sér merkileg frétt sem afhjúpar fordóma í iðnaðarráðuneytinu. En hvaða hvatir liggja að baki feitletraða hluta fréttarinnar? Er svona framsetning boðleg hjá ríkisfréttastofu?

Ps. Ég er í sjálfu sér ekki að draga í efa að Nupo hafi auðgast á pólitískum tengslum sínum. Ég bæti hér við athugasemd minni við athugasemd við pistilinn:

 

Ég sé bara ekki samhengið á milli fyrri og seinni hluta fréttarinnar. Sá seinni á greinilega að draga athyglina frá því sem er fréttnæmt, sem eru forkastanleg vinnubrögð iðnaðarráðuneytisins.

En það á engin að þurfa svosem að velkjast í vafa að fréttasttofa RUV er ramm pólitísk. Þetta er enn ein sönnunin.

Fortíð Nupo eða annarra alþjóðlegra fjárfesta frá Kína, er í sjálfu sér ekki fréttefni. Það á hins vegar að taka afstöðu til samningsdraganna í þessu máli og einskis annars.

Ef ÞÚ ætlar að fjárfesta erlendis, viltu þá vera dæmd af afrekum útrásarvíkinganna fyrir hrun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Allir þeir sem þekkja söguna í Kína vita að nánast allir efnilegir ungir menn hér á fyrri áratugum voru í tengslum við Kommúnistaflokkinn. Það var nú bara eins og var hér á Íslandi að ef menn ætluðu að komast áfram í stjórnkerfinu þá urðu menn að vera í ráðandi stjórnmálaflokkum,“

Gerirðu einhverjar athugasemdir við orð Ólafs Ragnars? 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 11:34

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sé bara ekki samhengið á milli fyrri og seinni hluta fréttarinnar. Sá seinni á greinilega að draga athyglina frá því sem er fréttnæmt, sem eru forkastanleg vinnubrögð iðnaðarráðuneytisins.

En það á engin að þurfa svosem að velkjast í vafa að fréttasttofa RUV er ramm pólitísk. Þetta er enn ein sönnunin.

-

Fortíð Nupo eða annarra alþjóðlegra fjárfesta frá Kína, er í sjálfu sér ekki fréttefni. Það á hins vegar að taka afstöðu til samningsdraganna í þessu máli og einskis annars.

Ef ÞÚ ætlar að fjárfesta erlendis, viltu þá vera dæmd af afrekum útrásarvíkinganna fyrir hrun?

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.7.2012 kl. 15:08

3 identicon

Mig varðar svo sem ekkert um það hvernig fólk dæmir mig - hvorki heima né erlendis.  En ég vil leggja niður RÚV.  Það er brandari í besta falli.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband