Bjartsýnn og lífsglaður maður hafði ákaflega gaman af skotveiði. Hann ákvað að eignast hund í skotveiðina og sá í dagblaði auglýsingu; "Fullþjálfaður veiðihundur til sölu".
Hann setur sig í samband við eigandann og fær í framhaldinu að skoða hundinn. Eigandi hundsins segir honum að að þetta sé frábær hundur og að hann geti gengið á vatni. Bjartsýni og lífsglaði veiðimaðurinn þurfti ekki að heyra meira og keypti hundinn.
Í framhaldinu býður hann kunningja sínum í stokkandaveiði með sér, en sá var bölsýnismaður af Guðs náð og fann aldrei neitt jákvætt við nokkurn skapaðan hlut. Hann ákveður að segja ekkert um hæfileika hundsins, heldur vildi hann sjá viðbrögð hans.
Næsta morgun bíða þeir við seftjörn austur í Flóa. Andahópur kemur fljúgandi og þeir ná tveimur og bjartsýnismaðurinn sendir hundinn af stað. Hundurinn stekkur út í vatnið, skokkar yfir það og kemur til baka með endurnar. Svona gekk þetta fram eftir morgni. Í hvert sinn sem önd lenti í vatninu skokkaði hundurinn á yfirborðinu og náði í hana.
Bölsýnismaðurinn fylgdist vandlega með þessu en sagði ekki aukatekið orð. Á leiðinni heim spurði bjartsýnismaðurinn:
"Tókstu eftir einhverju óvenjulegu í sambandi við nýja hundinn minn?"
"Já, auðvitað", svaraði bölsýnismaðurinn. "Hann kann ekki að synda".
Flokkur: Spaugilegt | 4.5.2012 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946008
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Ha, ha, ha,..........................................ha, ha!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.5.2012 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.