Erfitt að ræða ástandið í hriplekri ríkisstjórn

Aðilum innan Samfylkingarinnar var ekki treystandi fyrir upplýsingum um ástandið. Meira að segja Ingibjörg Sólrún vissi það og henni var fullkunnugt um stöðuna. Sennilega Össuri líka. Opinská umræða á ríkisstjórnarfundi, með Björgvin G. Sigurðsson við borðið, hefði verið ábyrgðarlaust tal og ávísun á trúnaðarbrot.

Fyrirsagnir fjölmiðla á fyrri hluta árs 2008, í þá veru að bankakerfið væri í mikilli krísu, hefði þýtt áhlaup á bankana. Engin "reiknaði" með að þeir væru að falla og menn héldu í vonina, en við slíkar fyrirsagnir hefði þeir farið lóðbeint á hausinn.

Spurningin er e.t.v. .... svona eftir á; "hefði það verið verra?"


mbl.is Bar að taka málið upp í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband