Žorrablót į Reyšarfirši

žorri2

Žorrablót Reyšfiršinga var haldiš ķ 91. sinn į bóndadaginn, 20. janśar. Viš hjónin nutum žess heišurs aš vera formenn nefndarinnar žetta įriš, en nż nefnd er kosin įrlega af frįfarandi nefnd.

Fjölgaš var ķ nefndinni ķ fyrra, śr 14 manns ķ 20 og veitir ekki af, žvķ vinna viš undirbśning blótsins jókst mikiš viš hina miklu ķbśafjölgun ķ žorpinu, eftir aš įlver Alcoa Fjaršaįls hóf starfsemi sķna. Blótiš var flutt śr Félagslundi, félagsheimili stašarins sem hafši hżst blótiš ķ um 60 įr, ķ ķžróttahśsiš. Sś breyting kostar aš setja žarf upp sviš, ljósabśnaš, hljóškerfi, dansgólf og teppi, borš og stóla įsamt żmsu fleiru, į hverju įri og setja svo allt ķ fyrra horf strax daginn eftir.

Žetta er grķšarleg vinna og einhver śr nefndinni reiknaši aš gamni sķnu śt aš mišaveršiš hefši žurft aš vera um 30 žśsund krónur, ef borga hefši įtt laun fyrir vinnuframlag nefndarinnar sem var um 2.500 vinnustundir sķšustu tvęr vikur fyrir blót, en žį hafši žegar fariš fram töluverš forvinna, m.a. viš gerš grķn-annįlsins um žorpsbśana. (Stękka mį myndirnar meš žvķ aš smella žrisvar į žęr)

žorri5

Baksvišs, bįšu megin, hafši nefdin ašstöšu fyrir sig og leikmunina ķ annįlnum.

žorri6

Jói Deddi veltir vöngum yfir hvernig koma megi gestum sem haganlegast fyrir ķ salnum, en uppselt var į blótiš og ašsóknarmetiš var slegiš hressilega. Rśmlega 380 manns sįtu blótiš ķ įr en gamla metiš var rķflega 330 manns, sett įriš 2008. Mest varš ašsóknin ķ Félagslundi um 270 manns, en žaš var ķ raun alls ekki bošlegt vegna žrengsla. Hęfilegur fjöldi ķ žvķ įgęta hśsi var ekki nema um 230.

žorri4

Žarna er salurinn aš verša nokkurnveginn klįr, nokkrum klukkustundum įšur en blótiš hófst. Sķldarnót er hengd ķ loftiš til skrauts.

žorri3

Trogin komin į boršin og Vallż tékkar hvort allt sé ekki örugglega ķ orden.

žorri

Rétt fyrir opnun hśssins, kl. 19.30. Hįkarl og brennivķn fyrir gesti um leiš og žeir ganga inn.

žorri7

Fyrsti bakkinn tilbśinn. Sunna og Óskar glašbeitt og full af tilhlökkun.

žorri8

Bjarni bķšur eftir fyrsta gestinum.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glęsilegt!

Ķslendingar kunna aš skemmta sér. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skrįš) 25.1.2012 kl. 14:12

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband