Sinclaire Spectrum

800px-ZXSpectrum48kÞegar Harpan var vígð í haust sögðust margir hafa orðið fyrir vonbrigðum með lýsinguna í glerhjúpnum, en mikið var gert úr meintum glæsileika hennar áður en herlegheitin birtist almenningi.

Nú er glerlistarhönnuðurinn búinn að bæta um betur og búinn að setja upp einhverskonar diskóljósasýningu, sem truflar bílaumferð við húsið og gæti valdið slysahættu.

Miðað við myndbrotið sem fylgir þessari frétt, þá er hin nýja hönnun skelfilega hugmyndasnauð og minnir á útkomuna úr fikti unglings í Spectrum Sinclair heimilistölvunni frá árinu 1982. Hvað kostar þetta aukabull?


mbl.is Harpa breytir um ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Alltaf jákvæður..

hilmar jónsson, 13.12.2011 kl. 16:15

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Á ég að trúa því að þú sért sáttur við þetta rugl?

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2011 kl. 16:54

3 identicon

Ég er ekki aðeins sáttur við það. Heldur finnst þetta ein flottasta bygging sem ég hef séð. Til að mynda er hún mun flottari en óperuhúsið í Sydney.

Fyrir utan þá staðreynd að ljósin eru mismunandi eftir árstíma en það þykir mér ótrúlega sniðugt. Þannig já, ég er mjög sáttur við þetta rugl eins og þú orðar það.

Jakob (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 17:53

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ok, þetta er auðvitað valid skoðun, Jakob.

Ég er langt í frá sammála en um smekk verður ekki deilt. Hins vegar eru þeir sem bera ábyrgð á þessu venjulega duglegir að fá "réttu" álitsgjafana erlendis frá þegar þeir þurfa að réttlæta óheyrilega peningasóun. Gott dæmi um það er Ráðhús Reykjavíkur, en það er ekki eins einróma fallegt meðal arkitekta og af er látið, þó það hafi fengið töluverða athygli á sínum tíma og meira að segja verðlaun einhvers fagtímarits.

-

En þó ég sé ekki hrifinn af arkitektúr Hörpu, þá er ég fyrst og fremst að gagnrýna kostnaðinn og hann liggur ekki síst í misheppnuðu glerlistaverkinu (að ótöldu gallaklúðrinu) og svo bætist þetta skelfilega hugmyndasnauða ljósashow við.

Og hvað kostaði þetta aukalega?

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2011 kl. 18:24

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

... og að líkja þessum kassa við Óperuhúsið í Sidney, jaðrar við guðlast að mínu mati

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2011 kl. 18:25

6 identicon

Rétt fólk hefur vist mismunandi smekk. Hins vegar er þetta búið og gert og því er mun meiri ávinningur fyrir alla að tala með hörpunni en gegn henni. Þannig og bara þannig getur hún skapað okkur tekjur frá ferðamönnum og atburðum sem haldnir verða þar.

Gallaklúðrir er svo víst einhver steypa. Orð á móti orði. Einvher arkitekt var ekki sáttur, kvartaði yfir einhverju sem hinn sagði að hafi bara ekki verið rétt. Þannig ekkert staðfest í þeim málum.

Jakob Ómarsson (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 19:37

7 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Jú, það er sjálfsagt að gera bara gott úr því sem komið er, en Harpan er samt bruðl og tímaskekkja.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 13.12.2011 kl. 21:50

8 identicon

Óperuhúsið er ofmetin bygging. Ég spyr hefuru komið þangað? Ég hef og það er ekki hvítt og hreint heldur rjómalitað og skítugt. Harpan er mun fallegri!

jakob (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 22:04

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hef ekki komið til Sidney en óperuhúsið er af mörgum talið ein fegursta bygging heims.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2011 kl. 22:25

10 identicon

Það er erfitt að taka þátt í umræðu um útlit Hörpu.  Yfirleitt byrja allar setningar á orðunum "mér finnst" eða "mér finnst ekki".  Það eina sem ég get sagt með vissu er að mér finnst Harpa falleg bygging og ég og dóttir mín höfum oft skoðað lýsinguna að kvöldlagi og höfðum gaman af.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 10:56

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Mér finnst" er ágætt. Þetta snýst um hvað hverjum og einum finnst og allir hafa rétt fyrir sér.

Gaman til tilbreytingar

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2011 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband