Reykjadalur ofan Hveragerðis er skemmtileg gönguleið. Árið 1987 gekk ég til rjúpna á þessu svæði en enga sá ég rjúpuna. Töluvert frost en stilla og heiðríkja var þennan dag og snjór yfir öllu. Á svæðinu eru margir ylvolgar lækjarsprænur sem getur verið hentugt fyrir veiðimenn með krókloppna gikksfingur.
Ég gekk niður Reykjadalinn til Hveragerðis, í þungum þönkum og nokkuð hröðum skrefum eftir að hafa leitað af mér allan grun um að rjúpa væri á svæðinu. Skyndilega birtist mér alsnakinn karlmaður á miðjum aldri, flatmagandi í lítilli laug í einum læknum. Mér varð svo hverft við að ég hægði ekki einu sinni á mér, heldur strunsaði fram hjá manninum, en hafði þó rænu á að sýna lágmarks kurteisi og kastaði því á hann kveðju og sagði "góðan daginn", um leið og ég gekk hjá. Ég heyrði hann svara í sömu mynt, á bjagaðri ensku en ekki fyrr en ég var kominn vel fram hjá, svo mikið var felmtrið sem sló mig.
Það var ekki fyrr en dágóðri stund síðar og nokkur hundruðum metrum neðar að ég áttaði mig á hversu brosleg viðbrögð mín voru. Það hefði nú varla verið hættulegt að taka manninn tali og forvitnast aðeins um hann. Ég var jú vopnaður en hann nakinn og varnarlaus.
Björgunarsveitir hafa þrisvar sinnum á örfáum mánuðum þurft að sækja slasað göngufólk á þetta svæði og í eitt skiptið var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til. Ég held að eitthvað þurfi að skoða hvað sé til ráða. Þetta er fullmikið af því góða.
Aðstoða fótbrotinn mann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
Athugasemdir
Áfram með frumskógarlögmálið (bara fyrir erlenda ferðamenn).
Jonsi.
Jonsi (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 19:31
Í þetta skiptið var nú kauði bara að hendast niður hlíðar á snjóbretti, þrátt fyrir að fólk í hópnum reyndi að vara hann við þeirri hættu enda mikið um stórgrýti, lækum og þess lags (auk þess liggur snjórinn á sumum stöðum yfir hluta af lækjum of fela þannig þá hættu).
Vanmat aðstæður og náttúru.
En björgunarsveitarfólkð talaði þó einmitt um að hafa þurft að fara oft á þessar slóðir. Þetta eru fagmenn með meiru allt fram í fingurgómana.
Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.