Sjálfsagt er það skynsamlegast fyrir Pál Magnússon að koma sér úr þeirri ormagryfju sem hann var kominn í.
En stjórnarliðar, aðallega þeir öftustu í goggunarröðinni innan flokka sinna, fóru mikinn í gífuryrðum um ráðningu Páls... og svo fylgdu einhverjir taglhnýtingar þeirra á blogginu, m.a. Illugi Jökulsson, á eftir og góluðu í vandlætingartón.
Ömurlegt
Páll tekur ekki starfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 8
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 946013
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Svartir blettir í sögu Samfylkingarinnar
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- -smáræði-
- Að horfa á snillinga látast í beinni er þyngra en tárum taki
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Lyklaskipti: Íhaldskonan er með alvöru lykil
- Ekki auðvelt að fylla í spor Þórdísar
- Bjarni afhenti lyklana að þriðja ráðuneytinu í dag
- Ókræsilegt veður yfir hátíðirnar
- Hjartans þakkir aftur Bjarni, ég vil fá knús
- Aðstæður í stjórnmálum geta breyst á einni nóttu
- Nær vonandi einhverjum jólamáltíðum
- Bjarni afhenti Kristrúnu lyklana
Athugasemdir
Hefðir þú ráðið Pál ?
Níels A. Ársælsson., 25.10.2011 kl. 16:36
Vantar ekki einhvers staðar djákna ?
hilmar jónsson, 25.10.2011 kl. 16:42
Jú á Myrká, sá síðasti drukknaði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2011 kl. 16:46
Ég sé einfaldlega ekkert ömurlegt við þetta, þú bara fyrirgefur Gunnar. Maður með þessa fortíð byggir ekki upp traust innan veggja Bankasýslunnar, það er eitt sem víst er. Hann væri hins vegar eflaust fínn á Biskupstofu.
Þórður (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 16:50
Þjóðin sagði Páli upp.
Guðfræðingurinn sem tók þátt í einkavinavæðingunni síðustu með eftirminnilegum afleiðingum getur nú snúið sér að einhverju allt öðru en við skattgreiðendur kostum.
En fyrst hann er svona rosalega hæfur skv. öllum siðblindum Framsóknarmönnum hlýtur hann að fá starf við hæfi med de samme á hinum frálsa markaði. Því ætti hann ekki að örvænta.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 16:57
Það þarf nú að rannsaka þá sem létu sér detta í hug að ráða þennan Pál í starfið, þegar horft er til fyrri starfa og stöðu hans. Það hefur ekkert með þennan Pál að gera, eða hvernig persónahann er, eða með hvaða menntun hann er, heldur siðblindu þeirra sem tóku ákvörðun um að ráða hann, hverjir sem það nú eru bak við tjöldin í bankaleikhúsinu.
Almenningur verður hreinlega að taka í sínar hendur leikhúsgagnrýni á þessu brjálaða bankaræningja-leikriti á Íslandi.
Svona vitleysa gengur einfaldlega ekki lengur, og eðlilegt að svona vinnubrögð standi illilega í almenningi, sem hefur verið rændur og svikinn af bönkunum.
Hann hafði þó sjálfur vit á að segja sig frá þessari vitleysu, hann Páll Magnússon og fyrir það fær hann hrós.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.10.2011 kl. 17:04
Frá fyrstu stundu mátti þessu fólki, stjórn bankasýslunnar, vera ljóst að Páll þessi hafði ekki hæfi til að gegna stöðunni, hvað sem um hæfni til þess mátti segja. Margt bendir til að það sé málum blandið matið á hans umframverðleikum . Því miður eru það ekki alttaf í raun bestu starfskraftarnir sem koma best út í viðtölum. En á þeim vettvangi skilst manni að úrslitin hafi ráðist.
Hættiði svo að kóa með bankasýslustjórninni og Páli. Þetta var einfaldlega röng ákvörðun , og blessunarlega hefur tekist að gera menn afturreka með þetta rugl.
Kristján H Theódórsson, 25.10.2011 kl. 17:33
Fyrrverandi forstjóri bankasýslunnar var ekki betri, samþykkti launahækkanir og bónusa fjármálafyrirtækjanna hægri og vinstri.
Mikið er ég glaður að þessi maður, sú fyrri og þessi stjórn séu að víkja. Hver veit ef eitthvað betra og meir í takt við tímana komi ekki í staðinn - all vega erfitt að ímynda sér verri staðgengla.
Jonsi (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 17:42
Nennir einhver að útskýra fyrir mér hversvegna störf hjá því opinbera eru svona eftirsótt í dag. Mér hefur verið sagt að yfirleitt væru störf hjá ríki og sveitarfélögum ílla borguð, vinnan oft leiðinleg og lítt krefjandi. Nú virðist sama hvað í boði sé, allt verður vitlaust, allir vilja komast á spenann. Eða er einkageirinn í síðustu andarteygunum, eða þá svo ílla rekinn af vanhæfu fólki, að menn forðist hann eins og kölski vígt vatn?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 18:12
Níels, ég hef engar forsendur til að svara fyrir mig, persónulega. Ég tel hins vegar útskýringar stjórnarinnar trúverðugar og þeir höfðu valdið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2011 kl. 18:59
Þórður, fortíð?? Veist þú eitthvað um hans fortíð, annað en að hann var í vinnu hjá ráðuneyti?
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2011 kl. 19:00
á síðasta ári var Runólfur Ágústsson ráðinn umboðsmaður skuldara. Hann varð síðan að segja af sér vegna vafasamar fortíðar í fjármálum. Hann hafði:
1. Rétta mentun.
2. Mikla og góða starfsreynslu.
3. En skorti trúverðuleika til að gegna starfinu.
Páll hefur:
1. Enga mentun í fjármálun eða á sviði bankamála.
2. Litla starfsreynslu, nema í störfum á vegum Framsóknarflokksins.
3. Nákvæmlega engan trúverðuleika til að gegna þessu starfi.
Jonas kr (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 11:26
Það eina sem hann hefur "unnið sér til saka" er að hann hefur KOSIÐ Framsóknarflokkinn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2011 kl. 14:33
Stjórnarmenn og forstjóri skulu hafa haldgóða menntun auk sérþekkingar á banka- og fjármálum.
sjá: http://www.althingi.is/altext/stjt/2009.088.html
Páll Magnússon
Vþm. Reykn. nóv. 1999, okt. 2000, maí 2001, okt.-nóv 2002, febr. 2003, Suðvest. des. 2003, mars-apríl 2004 og apríl-maí 2004 (Framfsl.). sjá: http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=1073
Hef ekki lítið álit á Páli, en vill ekki sjá hann í þessu starfi.
Jonas kr (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 15:19
ok, vissi ekki að hann hafði verið varaþingmaður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2011 kl. 16:23
Mig rekur nú líka minni til að þeir bræður ætluðu að taka yfir kvenfélag Framsóknarkvenna í Kópavogi, eða eitthvað slíkt, minnir allavega óljóst að það hafi verið eitthvað haverí milli kvennanna og þeirra bræðra, vonandi man einhver betur en ég um þetta mál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 16:29
Hvað með álit Capacent Gallup sem taldi Pál hæfastan í starfið.. ?? Er það kanski algerlega marklaust líka.. ?
Hvernig er trúverðugleiki metin?? og af hverjum ?? sennilega af vinnuveitanda viðkomandi, ekki dómstóli götunar sem nota bene vinnur án sannana og rökfærslu, og stjórnast einungis af tilfinningum og rógi.
Eiður Ragnarsson, 27.10.2011 kl. 10:54
Góður punktur, Eiður
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2011 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.