"Sérfræðingar"virðast á hverju strái, þegar dikta á upp ný atvinnutækifæri. Þeir verða sérlega áberandi í umræðunni þegar stóriðjuframkvæmdir eru í uppsiglingu. Þá eru svo óskaplega mörg "önnur tækifæri" sem blasa við að þeirra mati. Miklu betri, áhættuminni og arðsamari.
Fjárfestar hafa reyndar ekki stokkið af stað með peningabúntin sín, þegar svona umræða fer af stað... merkilegt nokk.
Náttúruverndarsamtök Íslands, létu "sérfræðinga" á ýmsum sviðum gera fyrir sig skýrslu árið 2001. Skýrslan var innlegg samtakanna í baráttu sinni gegn fyrirhuguðum framkvæmdum við virkjun og álver á Austurlandi. Í fáum orðum sagt, þá hefur tíminn leitt í ljós að ekki stendur steinn yfir steini í skýrslunni. Allar spár (hrakspár) hafa reynst orðin tóm.
Ég ætla að nefna tvennt úr skýrslunni, þó af nógu sé að taka.
- Eftirspurn eftir áli mun minnka og álverð lækka.
Álverð lækkaði vissulega þegar heimskreppan skall á, á haustmánuðum 2008. Sú þróun varði í næstum ár og sjá mátti "Þórðargleði" í skrifum nokkurra bloggara sem sögðu:
"Sko! Ég sagði það"
Hér að neðan má sjá heimsmarkaðsverð á áli sl. 5 ár. Dýfan var brött, en síðan hefur verðið hækkað jafnt og þétt.
Afkoma Alcoa, móðurfélags álversins á Reyðarfirði hefur batnað mikið undanfarið og segja forsvarsmenn fyrirtækisins "að hækkandi álverð sé helsta ástæðan fyrir batnandi afkomu og vaxandi eftirspurn sé eftir áli. Segist félagið reikna með að eftirspurn aukist um 11% á þessu ári eftir 13% aukningu á síðasta ári." (Sjá HÉR )
Margir álversandstæðingar, t.a.m. Ómar Ragnarsson, hafa fullyrt í nokkur ár að ál sé á undanhaldi og að koltrefjar muni taka við, t.d. í flugvélaiðnaði. Einhver bið mun vera á þeirri þróun, því offramboð er á koltrefjum en aukin eftirspurn eftir áli.
Hitt atriðið úr skýrslu NÍ árið 2001:
- Ferðamönnum til Íslands mun fækka vegna skaðaðrar ímyndar. (Vitnað í "sérfræðinga" í ferðamannaiðnaði) Fækkunin mun nema 50% á Austurlandi og 20% á landinu öllu.
Ég þarf varla að vísa lesendum mínum á heimildir um ferðamannatölur, þegar ég segi að þetta sé rakalaust bull. Er það?
Koltrefjaverksmiðjur áfram í undirbúningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 13.4.2011 (breytt kl. 13:01) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- Evrópa í stríð við Bandaríkin, fara Bandaríkin í BRICS-sambandið? Evrópsk jafnarhyggja dauð?
- Víkur kuldinn?
- Óreiðuskoðanaröskun dagsins - 20250108
- ö
- Bæn dagsins...
- Fordæða fjölmenningarinnar
- Hatursfyllsti maður Bretlands, Tommy Robinson
- Ljáðu okkur eyra, segja hin úkraínsku Diana Panchenko og Andriy Derkach
- Er heimurinn hættur að batna?
Athugasemdir
Fyrir hönd allra Þórða mótmæli ég neikvæðri notkun á "Þórðargleði". Við gleðjumst líka yfir góðum fréttum, til dæmis Nei í Icesave.
Þórður (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 10:54
Það er einnig í lagi að koltrefjaáhangendur upplýsi okkur sauðsvartan almenning um hvernig má á auðveldan hátt endurvinna koltrefjarnar.
Benedikt V. Warén, 13.4.2011 kl. 12:48
Þórður
-
Benedikt, koltrefjar eru örugglega góðar til síns brúks og óskandi er að einhver hér á landi geti haft lifibrauð af því að framleiða þær.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.4.2011 kl. 13:00
Það má við þetta bæta að þó að koltrefjanotkun hafi rutt sér til rúms í t.d. bílum og flugvélum, þá hafa þær einn stókostlegan galla, en hann er sá að niðurbrot í koltrfjum vegna sólarljóss er töluvert og því verður að passa að t.d. flugvélar sem hafa koltrfjar í byrðing þurfa málun reglulega því að sólin má ekki skína á berar koltrefjar svo nokkru nemi..
Það er ekki umhverfisvænt að þurfa að mála risastórar flugvélar reglulega, en állið þarf ekki að mála frekar en menn vilja, og við sjáum það á okkar innanladsvélum að það er nú ekki verið að bletta reglulega yfir allar rispur..
En létta og sterkar eru þær, það er óumdeild en þær eru frekar viðbót í flóru léttra byggingarefna frekar en eitthvað sem útrýmir notkun áls og annara léttra efna....
Eiður Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 11:03
Takk fyrir þetta, Eiður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2011 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.