Vísindasafnið í San Francisco

Frisco 240

Safnið er staðsett í Golden Gate Park, sem er risastór garður, nokkrir kílómetrar á kant. Garðurinn er á flatlendi og það tekur um hálftíma að komast þangað með strætó, frá miðbænum. Ég giska á að fjarlægðin sé samt ekki meiri en 10 km. Safnið er vinstra megin á myndinni.

Borgin er byggð á afskaplega bröttum hólum og hæðum og margir hafa eflaust litið hýru auga á svæðið sem garðurinn þekur. En þrátt fyrir að Kaninn sé eins og hann er, þá má hann eiga það að hann er ekki alvitlaus. Tounge

Frisco 244

Þessi mynd er tekin í átt frá safninu.

Frisco 248

Þegar inn var komið, blasti þessi beinagrind risaeðlu við okkur. Maður væri frekar varnarlaus gagnvart svona kvikindi, ef maður mætti því á röltinu. Errm

Frisco 256

Sum klaufdýrin í Afríku eru engin smásmíði. Þessi er t.d. miklu stærri og þyngri en íslenski hesturinn.

Frisco 251

"Við erum öll Afríkumenn". (Myndirnar stækka ef smellt er á þær tvisvar)

frisco

Vinstra megin er nútímamaðurinn en hinn er Neanderdalsmaður.

Frisco 300

Í safninu er stór glerkúla og inni í henni er alvöru regnskógur með tilheyrandi loftslagi... sem var auðvitað afskaplega heitt og rakt. Þar flögra um ýmsir smáfuglar og stór og litskrúðug fiðrildi. Undir kúlunni er risastórt fiskabúr sem sést í, utan við kúluna til vinstri. Við áttum eftir að fara í skoðunarferð "undir" fiskabúrið.

Frisco 266

Inni í "regnskóginum".

Frisco 267

Séð niður, úr regnskóginum.

Frisco 269

Þarna er baneitraður froskur; "jarðarberja-eiturörvafroskur", í lauslegri þýðingu. sem varla er stærri en þumalfingur. Indíánar í Suður- Ameríku smyrja eitrinu úr froskinum á örvaodda sína.

Frisco 260

Þarna glyttir í fólk undir tjörninni í regnskóginum.

Frisco 275

Og hér erum við svo komin "í neðra".

Frisco 282

Margir rangalar voru þarna niðri og misstórir gluggar út um allt.

Frisco 286

Þessi fiskur er um 10 cm að stærð. Stærstu fiskarnir voru um 2 metrar að lengd, en þeir voru ekki fagurlitaðir eins og þeir smærri.

Frisco 278

Marglittur... í draumkenndu svifi í undirdjúpunum.

Frisco 294

Að utan lítur efsti hluti regskógarkúlunnar svona út.

Við enduðum heimsókn okkar í vísindasafnið, með því að fara í bíó. Bíótjaldið var íhvolft loftið í um 300 manna sal. Sætin voru hrikalega þægileg eftir að hafa rölt um safnið í tæpa 3 tíma. Maður lá næstum láréttur í dúnmjúku sætinu og horfði upp í loft. Myndin var stórkostleg og fjallaði um upphaf lífsins í heiminum... upphaf vetrarbrautanna... frá "miklahvelli", til nútíma á jörðinni okkar. Þessum örsmáa heimi, í óravíddum alheimsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband