San Francisco er byggð á 36 hæðum (hills). Brekkurnar eru margar hverja ótrúlega brattar og eins gott að þarna er aldrei hálka. Þessar brekkur hafa verið vinsælar "leikmyndir" í bandarískum hasarmyndum þar sem bílaeltingaleikir koma við sögu.
Ég spurði leiðsögumann sem við höfðum einn daginn, hvort einhverjar sérstakar brekkur væru vinsælli en aðrar í bíómyndunum og svarið var að þær væru nokkrar á tiltölulega litlu svæði. Þessi hér að ofan er örugglega ein af þeim.
"Cable cars"(Togvírsvagnar?) er sérstakt fyrirbrigði í San Francisco og í brekkunni miðri, má sjá einn slíkan. Vagnarnir hafa verið í samfelldri notkun síðan 1873.
"The best known existing cable car system is the San Francisco cable car systemin the city of San Francisco, California. San Francisco's cable cars constitute the oldest and largest such system in permanent operation, and it is the only one to still operate in the traditional manner with manually operated cars running in street traffic."(Wikipedia)
(Myndirnar eru skemmtilegri til skoðunar, ef smellt er tvisvar sinnum á þær)
Við "Market street" er nyrðri endi brautarinnar fyrir togvírsvagninn. Brautin liggur svo suður yfir ásinn á efstu myndinni, til hins fræga bryggju og veitingahúsahverfis; "Fishermans Wharf". Blogga um það hverfi síðar.
Þegar vagninn er kominn á brautarenda, er honum snúið með handafli á hringlaga palli. Ferðamenn bíða í löngum röðum eftir því að komast í ferð með þessum "dráttarklár".
Bremsubúnaðurinn er þessi gormur með bremsuklossa. Honum er stjórnað með stóru handfangi af vagnstjóranum.
Farþegarnir streyma um borð. Vagnstjórinn, þessi með derhúfuna, heldur um hinar löngu stjórnstangir.
"Togvírinn", gengur stanslaust þó vagnarnir séu stopp. Vírinn er á stærð (þykkt) við trollvír á togara. Sérstakt hljóð heyrist frá vírnum, einhverskonar "úúúú", sem verður áberandi í kvöldkyrrðinni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 945808
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.