Alvarlegar rangfærslur hjá Páli E. Winkel

Andstaða forstjóra Fangelsismálastofnunar við að nýta vinnubúðirnar á Reyðarfirði til vistunar fanga, bendir til þess að einhverskonar pólitík ráði för, eða að að maðurinn sé algjörlega ófær um að taka faglega og málefnalega afstöðu til hugmyndarinnar.

Vinnubúðirnar eru ekki gámabyggð, því þar hafa aldrei verið notaðir gámar undir íbúðir. Vinnubúðirnar voru byggðar með það í huga að þar ætti fólk heima í 2-3 ár. Fullkomin aðstaða er þar til líkamsræktar og afþreyingar. Hreinlætisaðstaða og annað sem fólk með fullt frelsi þarf að hafa (samkvæmt mannréttindum) er þar til staðar.

Páll E. Winkel segir að "fangar verði ekki vistaðir sem búpeningur", og samkvæmt því er það mannréttindabrot að vista fanga í vinnubúðunum. Er föngum gert hærra undir höfði í mannréttindamálum, en vinnandi fólki? 

Og hvað er "óhagkvæmt" við að nýta þessa aðstöðu í brýnni neyð í fangelsismálum? Forstjórinn segir að "fangar fái sumir börn sín reglulega í heimsókn og það yrði tímafrekt og dýrt fyrir barnaverndaryfirvöld að flytja börn út á land til að hitta foreldra sína undir eftirliti."

En hvað þá með fanga af landsbyggðinni? Er ekki dýrt að flytja þeirra börn suður í heimsóknir?

Annars gekk þessi "fangabúðahugmynd" á Reyðarfirði út á það, að þar yrðu vistaðir skammtíma fangar, þ.e. fólk sem hefði verið dæmt til 1-3 mánaða fangavistar og alls ekki fólk með alvarlegan glæpaferil að baki. Ef hægt væri að leysa þeirra mál með vistun í vel búnum vinnubúðum, þá færi stórt skarð úr "biðlistanum".

Ég er ekki viss um að fólk sem þarf að dvelja um tiltölulega skamma hríð á Reyðarfirði, yrði baggi á barnaverndaryfirvöldum, vegna flutninga barna sinna til þeirra. Raunar efast ég stórlega um það.


mbl.is Verksmiðjur, gámar og ísbrjótar duga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll E. Winkel segir að "fangar verði ekki vistaðir sem búpeningur", og samkvæmt því er það mannréttindabrot að vista fanga í vinnubúðunum. Er föngum gert hærra undir höfði í mannréttindamálum, en vinnandi fólki? 

Já. Þeir eru á ábyrgð ríkisins. Ekki vinnandi fólk.

Ég er annars sammála Páli um að umræða um annað en almennilegt fangelsi er ekkert annað en lélegur brandari og tímaeyðsla. Skil hann vel að nenna ekki að standa í þessari umræðu á meðan það er ekkert að gerast í kollinum á fólkinu hinum megin við borðið.

Kristinn (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 10:10

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Geldstaðan í embættismannakerfi okkar verður ekki lagfærð svo glatt félagi.

Spurning um að þetta fólk byrji að þróa hjá sér huxun, síðan má breyta henni í huksun og reyna svo að hugsa.

Árni Gunnarsson, 25.3.2011 kl. 11:20

3 identicon

Öll þessi umræða vitnar um gömlu góðu íslensku reddinguna. Þetta vitnar ekki um vitræna stefnumörkun með einhverjum skynsamlegum tilgangi - heldur hlaupa til og redda.

Síðuskrifari er tiltölulega hlynntur því að viðhalda þessari úreltu reddingarhugsun. Tínir til ýmis rök sem duga til að skora nokkur stig. Málið er bara að öll heildræn hugsun er fjarri honum. Ég skil Pál mætavel. Hann andmælir fúski og reddingum. Við þetta er að bæta að við Íslendingar höfum oftast (alltof oft) valið ódýrustu lausnirnar, sem eru þeim eiginleikum gæddar að geta hafist strax en endast ákaflega illa. Þarna er ég að meina úrræði og ráðstafanir í félagslega geiranum, menntageiranum, - og fangelsismálum. Einnig er þetta dálítið viðloðandi vega- og gatnagerð, en ég læt það liggja milli hluta að sinni.

Jóhann N. (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 12:49

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér sýnist að fangelsismálastjórinn hafi leitað logandi ljósi að rökum til að tryggja að hann þyrfti ekki að fara uppfyrir Ártúnsbrekkuna. Undarlegur vinkill hjá Winkel.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2011 kl. 13:11

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jóhann N, hvað er að því að "redda málum", á meðan verið er að vinna að heildrænni og faglegri lausn? Nýtt fangelsi verður ekki tilbúið nærri strax og á meðan eru yfir 300 fangar á biðlista eftir afplánun.

Auðvitað á að nýta þessa aðstöðu þangað til Hr. Winkel hefur byggt nýtt fangelsi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2011 kl. 14:31

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Má ekki opna Síðumúlafanfelsið aftur?  Það var bara til bráðabirgða og loddi í nokkuð mörg ár.  Kosturinn er (eins og Axel Jóhann bendir á) að Síðumúlinn er vestan Elliðaáa og neðan Ártúnsbrekku.

Kveðja, Björn bóndi  

Sigurbjörn Friðriksson, 31.3.2011 kl. 17:49

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er ekki búið að rífa Síðumúlann?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.4.2011 kl. 13:13

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Rífa Síðumúlann?  So what!? Það má altjént tjalda yfir þennan búpening... 

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 1.4.2011 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband