Ekki styð ég einræðisherrann Gaddafi, svo því sé haldið til haga. En hvað vitum við um uppreisnarmennina? Fyrir hvað standa þeir?
Ég er ekki viss um að hrein lýðræðisást stjórni þeim öllum.
Árásir byggðar á misskilningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 20.3.2011 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér Gunnar
Kristbjörn Árnason, 20.3.2011 kl. 15:06
Sammála 100%
Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2011 kl. 16:43
Og ég er að hugsa um að bætast í hópinn. Hvað vitum við eða skiljum ástand á þessum undarlegu slóðum og framandi.
Árni Gunnarsson, 20.3.2011 kl. 17:32
Vesturveldum er nákvæmlega sama hvað eða hver tekur við af Gaddafi, lýðræði eða einræði, það eina sem skiptir þau máli er að olían liggi réttu megin veggjar. Palestína væri fyrir löngu orðið frjáls og sjálfstæð, ættu þeir olíu fyrir þyrst vesturlöndin.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2011 kl. 17:42
Ég vil meina að hagsmunir Bandaríkjanna í þessu máli séu ekkert annað en olía. Þeir eru ekki vanir að standa með almenningi víða um heim, nema því fylgi gullið svarta. Allt annað er yfirskin að mínu mati.
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.3.2011 kl. 20:25
Ég get eiginlega ekki annað en tekið undir með ykkur, þrátt fyrir að vera aðdáandi Bandaríkjanna að mörgu leyti.
-
Einnig er dómskerfið hjá þeim hálf óhugnanlegt. Nokkrar bíómyndir hafa gefið almenningi innsýn í þá hlið mála.
-
Þar fer sigurvegari í mælskulist gjarna með sigur af hólmi í réttarhöldum. - Kviðdómendur stara í andakt sinni á stjörnuframkomu ungra lögfræðinga á framabraut, í leikrænum tilburðum þeirra, til þess að tryggja sigurinn.
-
Almenningur áttar sig ekki á brellunum.
Réttarmorð virðast hafa verið algeng, og hafa þá alfarið verið framkvæmd af lögfræðingum, fremri
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2011 kl. 04:13
.... fremri verjendunum..... átti þetta að vera.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2011 kl. 04:14
Verð að vera sammála þeim sem hér skrifa að ofan að vissu leyti. Olían spilar væntanlega stórt hlutverk í hversu fljótt var brugðist við. Að mínu mati geta þjóðir heims þó ekki leift sér að sitja aðgerðalausar hjá þegar einræðisherrar beita hervaldi gegn almennum borgurum.
Ég myndi allavega vilja að alþjóðasamfélagið gripi inn í ef Jóka Sig, sigaði leiguhermönnum á mótmælendur á Austurvelli.
Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 09:16
Satt og rétt!
Bergljót Gunnarsdóttir, 21.3.2011 kl. 19:42
Af hverju leyfa þjóðir heims sér að sitja aðgerðalausar áratugum saman í einu málinu en rjúka samstundis til í öðru hliðstæðu, Hjalti?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2011 kl. 01:12
Axel það er einmitt það sem ég var að reyna að benda á. Ég var að benda á að mér finnst að þjóðir heims geti ekki leyft sér að sitja aðgerðarlausar hjá á meðan að einræðisherrar framkvæma þjóðarmorð. Mér finnst að það eigi að eiga jafnt við í olíulöndum sem öðrum. Mín tilgáta um hvers vegna var svo fljótt brugðist við í Lýbíu er þó sú að "ógnin" af flóttamönnum í tugþúsundatali yfir Miðjarðarhafið hafið verið aðalkveikjan.
Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 15:09
Hvað gerir Líbýu svona merkilegri en margar aðrar þjóðir sem eiga í illdeilum - annað en olían???!!!
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 31.3.2011 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.