Raforkusamningar til stóriðju

Landsvirkjun hefur oft legið undir gagnrýni fyrir að semja um of lágt raforkuverð til stóriðju. Sú umræða á auðvitað alltaf rétt á sér, en oft er hún á misskilningi byggð, sérstaklega þegar umhverfisverndarsinnar eiga í hlut.

 Gagnrýnendurnir virðast mjög oft sleppa dreifingarkostnaði raforkunnar, hvort sem það er viljandi gert eða ekki, þegar þeir bera saman orkuverð til kaupenda

Margir telja, og það e.t.v. réttilega, að raforka til garðyrkju (ylræktar), eigi að njóta sömu kjara hjá orkuframleiðandanum og stóriðjan. Tilfellið er að garðyrkjan nýtur svipaðra kjara og stóriðjan,  hvað orkuverðið varðar, en það er hins vegar afhendingarkostnaðurinn sem skekkir myndina verulega.

 Fjárhagsleg áhætta Landsvirkjunar vegna fjárfestinga í virkjunum er vaxtaáhætta, gjaldmiðlaáhætta, lausafjáráhætta og álverðsáhætta. 

Álverðsáhætta Landsvirkjunar er skilgreind sem sú áhætta að álverð þróist á óhagstæðan hátt fyrir félagið sem leiði til fjárhagslegs taps, en meirihluti stóriðjusamninga félagsins eru tengdir álverði.

 Svo virtist sem hlakkaði í stóriðjuandstæðingum og umhverfisverndarsinnum, þegar heimsmarkaðsverð á áli hrundi í kjölfar fjármálakreppunnar um svipað leiti og íslenska bankahrunið varð. Nú hefur álverð hækkað jafnt og þétt undanfarin tvö ár, eins og sést á myndinni hér að neðan og það eru auðvitað gleðifréttir.

álverð

Langtímaspá um þróun álverðs í heiminum, gera ráð fyrir hækkunum (að meðaltali) næstu 20 ár. Sú spá hefur legið fyrir í mörg ár og er gerð af helstu sérfræðingum heims á þessu sviði. Spárnar eru hafðar til grundvallar í fjárfestingaáætlunum álfyrirtækjana.

Umhverfisverndarsinnar sem börðust hatramlega gegn Kárahnjúkavirkjun, gerðu hins vegar sínar eigin spár, með aðkeypta "sérfræðinga" á sínum snærum. Þeirra spár gerðu ráð fyrir lækkun álverðs og fyrir því færðu þeir oft á tíðum afar sérkennileg rök, m.a. að álnotkun færi minnkandi í heiminum. Þessum spám sínum komu þeir á framfæri, til þess að fá almenning í landinu á sveif með sér í baráttunni gegn virkjunarframkvæmdinni og þeim tókst bara nokkuð vel upp.

Til þess að minnka áhættu Landvirkjunar á raforkusölu til stóriðju, er farið að horfa í auknum mæli til heimsmarkaðsverðs á rafmagni, í stað heimsmarkaðsverðs á áli. Það er eflaust skynsamleg stefna, en tíminn einn mun leiða í ljós, hvort er hagkvæmara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Með sama áframhaldi mun Landsvirkjun væntanlega eiga allar sínar virkjanir skuldlausar eftir um áratug. Þá munu þær svo sannarlega mala gull fyrir þjóðarbúið.    Það verður aldeilis búbót !

Sjá hér.

Ágúst H Bjarnason, 15.3.2011 kl. 13:31

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta Ágúst.

-

Þar sem ég veit að þú ert ljósmyndaáhugamaður... hvernig líst þér á ÞESSA vél sem ég er að spá í að kaupa?

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.3.2011 kl. 14:41

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll.

Ég þekki Canon 550D vel þar sem tveir í fjölskyldunni eiga svona vél.  Þetta er mjög góð myndavél, tekur góðar myndir og HD vídeó.

Nú er að koma á markaðinn Canon 600D sem er nánast sama myndavélin, en með hreyfanlegum skjá að aftan.  Sjá samanburð hér og hér.  Sjálfur á ég 400D sem kannski er kominn tími til að uppfæra :-)   Hef m.a verið að spá í þessa 600D.

Svo á ég svona Lumix FZ100 superzoom sem er auðvitað ekki jafngóð stóru DSLR, en er miklu léttari. Tekur góð HD vídeó og er með 25-600mm linsu. Hentar mjög vel til að þvælast með vegna þess hve létt hún er.  Tekur góðar myndir þegar birta er sæmileg, en síðri þegar birta er takmörkuð.

Ágúst H Bjarnason, 15.3.2011 kl. 15:56

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk kærlega fyrir þetta. Ætla að taka 550 vélina með 18-135 mm linsu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.3.2011 kl. 16:44

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Canon 550D með 18-135mm IS linsunni er mjög gott val. Myndavélin á eftir að reynast þér vel í mörg ár!

Ágúst H Bjarnason, 16.3.2011 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband