Væntanlega er það afar hagkvæmt að rækta tómata í risagróðurhúsi, svo framarlega sem markaðir taka við afurðunum. En smærri gróðurhúsabændur geta ekki keppt við svona risa og hvað verður þá um þá?
Þeir rækta bara auðvitað "eitthvað annað"
Tómatar geta skapað 60 til 100 störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna kemur NÝJASTA TÆKNITEIKNINGIN af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024:
- Úr munni hestsins
Athugasemdir
Er þetta ekki hugsað til útflutnings eingöngu?
Björn Birgisson, 2.3.2011 kl. 13:48
Björn, væri það ekki svolítið skondið, ef af þessu verður, að meina Íslendingum aðgang að þessari ódýru matvöru?
Axel Jóhann Axelsson, 2.3.2011 kl. 14:00
Ég held jú að það sé horft til erlendra markaða, en eins og Axel bendir á, verður íslenskum neytendum bannað að kaupa vöruna?
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 14:10
Það yrði auðvitað frábært að fá ódýra tómata
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 14:11
Axel og Gunnar, það kallar á svar við þessari spurningu: Viljum við rústa annarri tómatarækt í landinu með stóriðju sem þessari?
Björn Birgisson, 2.3.2011 kl. 14:13
Það er spurning
-
En svo er það líka spurning um rétt neytenda.
En svo eru líka einhverji bændur sem rækta eingöngu lífrænt. Sú vara er að vísu dýrari og oft bragðbetri vegna þess að afurðin vex ekki eins hratt. Hollustan er hins vegar sú sama, þó lífrænu bændurnir haldi öðru fram.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 14:58
Innfluttir tómatar í Krónunni kosta 346 kr. kg. en í USA kosta tómatar 130 kr.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 15:00
Björn, það er alveg spurning hvort svona "stóriðja" í tómatarækt sé réttlætanleg ef það verður til þess að ryðja öllum öðrum tómataræktendum út af markaðinum.
Hins vegar verður þróunin ekki stöðvuð í þessu efni, frekar en öðrum og verði þetta arðbært á annað borð og stuðli að lækkuðu verði til neytenda, þá er þetta hið besta mál.
Axel Jóhann Axelsson, 2.3.2011 kl. 19:21
Drengir, er þetta ekki að verða spurningin um hvort minni hagsmunir skuli víkja fyrir hinum meiri? Ég veit ekkert um tómataræktun, eða neyslu Íslendinga á tómötum. Sé hins vegar hægt að spara neytendum milljónir á ári, með þessari tómatastóriðju, þá ber okkur að gera það, en koma á sama tíma fram við minni ræktendur af sanngirni. Styrkja þá út úr greininni. Það er ekki sanngjarnt að éta tómatana þeirra með bestu lyst og láta þá síðan éta það sem úti frýs.
Annað.
Verði af þessu, eru öll eggin lögð í sömu körfuna. Floppi svo fyrirtækið illilega, hvað þá?
Lausnin er þessi. Greiðum götu tómatastóriðjunnar, en heimilum henni ekki að selja á innanlandsmarkaði í þrjú ár frá fyrstu uppskeru. Það gefur öllum þokkalegan umþóttunartíma til að meta sín mál.
Björn Birgisson, 2.3.2011 kl. 19:35
Í prentuðu fréttinni í Mogganum stendur:
"Með því að að reisa húsið á lóð orkuvers þyrfti væntanlega ekki að greiða flutningskostnað til Landsnets. Þá eru lóðaleiga og raforkuverð lægri hér en í nágrannalöndum".
Flutningskostnaður raforku til venjulegra gróðurhúsabænda gæti verið um helmingur af raforkukostnaðinum. Því yrði erfitt fyrir þá að keppa við svona fyrirtæki sem ekki þarf að greiða fyrir flutningskostnaðinn.
Ágúst H Bjarnason, 3.3.2011 kl. 13:32
Þetta er þá viðbót við stærðarhagræðinguna. Takk fyrir þetta, Ágúst.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2011 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.