Svíar og Danir eru strax byrjaðir í "póker" og vilja nú setja pressu á Frakka í leiknum gegn Íslendingum. Norðmenn reyndu þetta á móti okkur, en það mislukkaðist illilega. Ef Danir eða Svíar væru í þeirri aðstöðu að geta "valið" sér mótherja í undanúrslitum, þá myndu þeir taka því fegins hendi. Sömuleiðis væru Íslendingar ósáttir ef það lenti á okkur að spila við Frakka í undanúrslitum, vegna "fixaðra" úrslita. Þessi leikjaniðurröðun er því óheppileg í alla staði, en vonandi verður henni þó ekki breytt úr þessu.
Spánverjarnir hafa verið frekar þunglamalegir framan af mótinu, en virðast vera að hrökkva í gang, samanber jafnteflið gegn Frökkum og öruggur sigur á Norðmönnum. Ég hef þó fulla trú á okkar mönnum, en það verður þó að viðurkennast að leikurinn á móti Þjóðverjum olli gríðarlegum vonbrigðum. Þó svo dómararnir hafi verið lélegir og hallað hafi aðeins á okkur í þeim efnum, þá voru Þjóðverjarnir einfaldlega betri í leiknum og sigruðu verðskuldað.
Sóknarleikur íslenska liðsins var hægur og fyrirsjáanlegur. Mikil orka fór í að skora hvert mark, á meðan Þjóðverjarnir virtust hafa mun minna fyrir hlutunum.
Ég er bjartsýnn fyrir Spánverjaleikinn, en sigur í þeim leik er alls engin trygging fyrir sæti í undanúrslitum. Það fer eftir stemningunni í frönsku herbúðunum, en Danir og Svíar munu gera allt til þess að pirra Frakkana fyrir leikinn. Spurning hvort vælið í þeim hafi þveröfug áhrif á Frakkana?
Við skulum vona það. Áfram ísland!.
Þessa flottu mynd tók ég af visir.is HÉR
Óttast að Frakkar tapi viljandi fyrir Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Tíska : KENZO fagnar Lunar New Year
- Hvað Kallast Friður og Sátt?
- Af dægurmetauppskeru (að mestu endurtekið efni)
- Æj hvað þetta er orðið þreytt er ekki komin tími til að loka á þessa vitleysu?
- Fjölmiðill fæðist!
- Bæn dagsins...
- Trömp er lentur - næst kaupir hann Ísland
- Helreið Bjarna Benediktssonar með Sjálfstæðisflokkinn loks lokið
- Mun heilbrigðisráðherra skipa Landlækni sem felur hennar spor.
- Barátta milli barnanauðgara og hægri-öfgamanna stendur yfir um allan heim
Athugasemdir
Kröfurnar og væntingarnar eru miklar. Er ekki glæsilegt að örþjóð sé í topp 10 í hópíþrótt? Það finnst mér. Spái jafntefli í dag. 26-26.
Björn Birgisson, 24.1.2011 kl. 13:48
Sammála, Björn, við getum ekki kvartað. Það þarf allt að ganga upp hjá liðum sem fara alla leið.
Engu liði hefur tekist að verja heimsmeistaratitil sinn, síðan Rúmenum tókst það árin 1970 og 1974, en þá var heimsmeistarakeppnin haldin á fjögurra ára fresti.
Sennilega verða það þó Frakkar sem gera það árið 2011. Það eru helst Danir sem ógna þeim úr þessu. Úrslitaleikur þessara þjóða gæti farið eins og úrslitaleikurinn árið 1990 í Tékkóslóvakíu. Þá unnu Svíar Sovétríkin, sem voru að spila undir merki fána síns í síðasta sinn.
-
Lið Sovétríkjanna á þessum tíma, var ógnarsterkt og nánast ósigrandi, líkt og Frakkar hafa verið undanfarin misseri.
Svíar viðurkenndu eftir úrslitaleikinn 1990, að ef þeir spiluðu við lið Sovétríkjanna, 10 leiki, þá ynnu þeir í mesta lagi þrjá. Sigurinn gaf Svíum gífurlegt sjálfstraust í framhaldinu á handboltavellinum, sem entist þeim í rúman áratug. Þá voru þeir, hið illvinnandi vígi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.1.2011 kl. 02:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.