Lofa skal það sem vel er gert

Það þarf örugglega ekki að brýna fyrir Guðmundi og lærisveinum hans, að EKKERT hefur unnist ennþá..... en héðan af, verða "bara" undanúrslit, vonbrigði. Joyful Nú er það úrslitaleikurinn og ekkert annað. Cool

Það sem mér fannst aðdáunarverðast við þennan leik við Japani, var fyrst og fremst þrennt:

  • Vinna "greiningarteymis" landsliðsins, á leik andstæðingsins.
  • Framkvæmd liðsins á verkefni sínu í leiknum, í framhaldi af greiningunni.
  • Og að lokum það, að Guðmundir eða leikmenn hans, minntust ekkert á hina hörmulegu dómgæslu í leiknum. Þess vegna ætla ég ekki að gera það heldur.

Liðið spilaði frábærlega sem heild. Vörnin var einstaklega hreyfanleg og góð og sóknin árangursrík. Allir á leikskýrslu, 16 að tölu utan markvarðanna skoruðu, nema að ég held Róbert Gunnarsson, en hann var hvíldur nánast allan leikinn. Það var mjög klókt af Guðmundi að hvíla Róbert, því mikið mun á honum mæða í milliriðlinum. Hann er klárlega fyrsti kostur á línunni, með frábært grip, góða nýtingu og öflugar blokkeringar. Sömuleiðis var léttir að krafta Ólafs Stefánssonar þurfti ekki við. Þetta er allt að spilast okkur í vil. Wizard

Guðjón Valur fór fremstur í flokki afar einbeittra, fljótra og baráttuglaðra leikmanna íslenska liðsins. Þórir Ólafsson, stóð honum ekki langt að baki, ásamt markvörðunum báðum. Sérlega ánægjulegt að sjá Hreiðar "Heavy",koma sterkan inn.

Arnór Atlason þarf ekkert að örvænta, þótt honum hafi ekki tekist að hitta "á fjölina sína" í mótinu til þessa. Við eigum hann bara inni, við vitum hvað hann getur. Vörn af því tagi sem Japanir spiluðu, hentar engan veginn leikmanni eins og Aroni Pálmasyni. Það er líka allt í lagi....  við eigum aðra leikmenn sem geta leyst stöðuna, s.s. Guðjón Val og Snorra Stein.

Og þótt Arnóri hafi ekki tekist að skora nema eitt mark í nokkrum skottilraunum í leiknum, þá gekk spilið ágætlega í gegnum hann, sem vinstri skyttu. Nýliðarnir stóðu sig vel, en voru óheppnir með skot sín í nokkrum dauðafærum. Það jákvæða við frammistöðu þeirra, var að þeir sköpuðu sér góð færi. Örlítið meiri reynsla og þá kemur sjálfsöryggið til að klára dæmið.

Það eru bjartir tímar hjá íslenska landsliðinu í handbolta. Wizard

Ég verð að hrósa umsjónarmanni HM á Stöð 2, Þorsteini Joð, fyrir afar áhugaverða umfjöllun um leiki heimsmeistaramótsins. Hann hefur valið skemmtilega og fróða einstaklinga, til að fjalla um þjóðaríþrótt mörlandans. Lofa skal það sem vel er gert. Myndefni sem þessir aðilar hafa valið, til þess að útskýra leik íslenska liðsins, er með því besta sem ég hef séð í sjónvarpi... og hef ég þó fylgst með þessu í 40 ár.


mbl.is Stórsigur á Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband