Engu liði hefur tekist að verja titil sinn, síðan 1974

Það var gott hjá Guðmundi að stugga við leikmanni Spánverja, sem hrinti honum fruntalega aftanfrá. Hvað annað gat hann gert? Spánverjinn var kominn inn á lögbundið svæði þjálfara og varamanna og átti ekkert með að ryðjast þar inn, með þeim afleiðingum að Guðmundur steyptist fram fyrir sig og á varamannabekkinn. Hin eðlilegu viðbrögð Guðmundar, kostuðu íslenska liðið, mann útaf í tvær mínútur. GetLost "Salómonsdómur" hefði e.t.v. verið maður úr hvoru liði útaf, en meira að segja það, hefði verið frekar ósanngjarnt.

Nú verða Íslendingar, líkt og allar aðrar þjóðir á þessu heimsmeistaramóti, (nema sigurvergarinn) að heyja baráttu um þáttökurétt á Ólympíuleikunum í London, árið 2012. Það er verðugt verkefni og afburðarárangur í hópíþrótt. Látum vera að nefna höfðatöluna.

Hvert einasta stórmót í íþróttum, veldur mörgum framúrskarandi íþróttamanninum, sárum vonbrigðum. Í þessu móti, voru það leikmenn Þýskalands, Króatíu, Íslands, Serbíu, Póllands og Noregs , sem gerðu sér einna mestar vonir um að komast í undanúrslit keppninnar.

 En á meðan leikmenn þessara þjóða syrgja örlög sín, fagna frændur vorir, hinir norrænu víkingar í Skandinavíu, ásamt Frökkum og Spánverjum.

Króatar komu mér á óvart með slöppum leik. Svo virðist sem Balic sé útbrunninn og lítið sé eftir af þeim snillingi, annað en frekja og stjörnustælar. Hversu lengi er hægt að lifa á fornri frægð? Errm

balic

Ivano Balic á rassinum 

Einkennandi fyrir þennan fyrrum besta handboltamann heims, á HM 2011.

Frakkar eru líklegir til að verja titil sinn, en engri þjóð hefur tekist það síðan Rúmenar vörðu titil sinn árið 1974. Þá var heimsmeistarakeppnin haldin á fjögurra ára fresti, og því voru þeir heimsmeistarar samfleytt í 8 ár, frá 1970-1978

Svíar eru ekki verðugir í undanúrslit að mínu mati. Bæði Þjóðverjar og Spánverjar, eru mun sterkari lið og jafnvel Íslendingar einnig.


mbl.is Guðmundi hljóp kapp í kinn (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband