Blekkingarleikur Bjarkar

"Áskorun nær 50.000 Íslendinga um endurheimt orkuauðlindanna".

Eru virkilega til svona margt fólk á Íslandi sem lætur auðkýfinginn Björk Guðmundsdóttur teyma sig á asnaeyrunum? Stjórnarskráin segir nú þegar að orkuauðlindirnar skuli vera í eigu þjóðarinnar!

Hins vegar eru efasemdir fólks um lengd orkunýtingarsamnings eins og gerður var við Magma Energy, fullkomlega eðlilegar. Hvort ákvæði um einstök atriði í samningum ríkisins eigi erindi í stjórnarskrá, hef ég miklar efasemdir um. Eðlilegra er að sett séu lög um slíka samninga af Alþingi og ef þurfa þykir, þjóðaratkvæðagreiðslu, ef áhöld eru um vilja almennings um slíka samninga.


mbl.is Keðjusöngur við stjórnarráðshúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bannað að (reyna að) blekkja.  Það er ekkert í stjórnarskránni um orku, auðlindir eða þjóðareign. Muna Einstein "....Þekking er takmörkuð"

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 15:49

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Biðst forláts, þetta átti að vera "lög" en ekki stjórnarskrá og með "þjóð" á ég við Íslendinga.

Enginn íslenskur stjórnmálamaður, hvað þá flokkur, hefur gert að tillögu sinni að framselja orkuauðlindir til útlendinga. Eignarréttur og nýtingarréttur er ekki sami hlutirinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2011 kl. 16:57

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Reyndar má færa fyrir því rök að Samfylkingin sé að afsala þjóðinni auðlindum sínum, með þessu ESB-brölti sínu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2011 kl. 17:01

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í fyrstu athugasemd minni á að standa ... að framselja eignarrétt á orkuauðlindum til útlendinga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2011 kl. 17:03

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnar, Ekkert aðildarríki ESB hefur nokkurntíman þurft að afhenda ESB auðlynd sína. Enda gengur ESB ekki útá það. Ríkin ráða sjálf hvað þau gera við auðlyndir sínar, svo lengi sem það er í samræmi við umhverfisstefnu ESB (sem íslendingar eru að hluta til aðildar að í dag).

Þeir einu sem eru að afsala þjóðinni auðlindum sínum eru sjálfstæðismenn sem hafa undanfarin ár reynt að selja sem mest af þeim til útlendinga. Jafnvel í andstöðu við lög.

Jón Frímann Jónsson, 16.1.2011 kl. 18:29

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétturinn til nýtingar í allt að 130 ár jafngildir í laun afsali á heimmiklu landi þar sem landslagi er umturnað á mörgum stöðum á óafturkræfan hátt.

Beiðni Bandaríkjamanna um þrjár herstöðvar til 99 ára árið 1945 var nær einróma hafnað vegna þess að í raun fælu þær í sér afsal á landi. 

Samt var í boði mikill hermangsgróði á þeim tíma sem mikill samdráttur var að skella yfir með vöruskorti og skömmtun. 

Einkennilegt er að mikil samstaða skuli vera um að útlendingar eigi ekki meirihluta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og kvótanum, sem þeim fylgir, en að síðan skuli það vera uppi að í góðu lagi sé að útlendingar megi eignast algerlega sambærileg fyrirtæki i orkugeiranum. 

Ómar Ragnarsson, 16.1.2011 kl. 18:43

7 identicon

Ímyndunarafl er þér mikilvægara en þekking. Þekking þín er takmörkuð en ímyndunaraflið spannar alheiminn þinn. hef ekki hlegið meira alla helgina..

Guðlaugur ólafsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 18:43

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Frímann, þú segir:

"Ríkin ráða sjálf hvað þau gera við auðlyndir sínar, svo lengi sem það er í samræmi við umhverfisstefnu ESB"

Já, svo lengi sem það er í samræmi umhverfisstefnu við reglur ESB.

Reglur ESB kveða m.a. á um að við getum ekki gert sjálfstæða samninga við ríki utan ESB, án aðkomu möppudýra í Brussel. Nei takk, segi ég.

´-

Ómar, ég tek undir með þér að samninur um nýtingarrétt til 130 ára er nánast ígildi afsal eignarréttar. Það þarf að setja lög hvað þetta varðar.

-

Guðlaugur, ég veit ekki nákvæmlega hvað kætir þig svo að það hafi bjargað helginni hjá þér, en ég er glaður yfir því að ég hafi glatt a.m.k. eina sál með þessari færslu. Ég verð þó að viðurkenna að mér þykir ekki mikið til athugasemdar þinnar koma að öðru leyti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2011 kl. 20:04

9 identicon

Eru virkilega til svona margt fólk á Íslandi sem lætur auðkýfinginn Björk Guðmundsdóttur teyma sig á asnaeyrunum?

Þessi upphafsorð þín segja mikið um þig. 

Það vill nú þannig til, að Björk Guðmundsdóttir efnaðist fyrir sína persónulegu listsköpun, hún var ekki "fjármálaGúrú" sem seldi eftirlaunaþegum norðurljósin og lóðir á Tunglinu.

Skammastu þín, ef þú kannt það.

Smári (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 20:32

10 identicon

það skemmir brandarann að þurfa útskýra hann. Ímyndunarafl virðist vera þér mikilvægara en þekking. er björk þekkt fyrir að vera "auðkýfingur" eða virtur listamaður sem hefur ótrúlega margt til síns máls.þegar listamaður dregur 50.000 íslendinga á asnaeirunum? ég tek þetta til mín. ég er þeirrar skoðunnar að þetta sé ekki í lagi og var það löngu áður en þekkt manneskja vakti   athyggli á því. það er löngu tímabært að þekktur íslendingur tekur upp hanskann fyrir íslands hönd. láttu ekki ímyndunaraflið hlaupa með þig í gönur. mér þykir þekkinginn mikilvægari. bestu kveðjur

Guðlaugur ólafsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 20:43

11 identicon

meira segja jóhanna sigurðardóttir skelfur nú á beinunum að reyna draga til baka stuðning sinn við þetta athæfi . hún veit það þó að undirskriftarlistinn er bara þverskurður af þjóðfélaginu. það var gert grín að 20þ tölunni fyrir viku.. meintir þú kannski bara að keðjusöngurinn væri asnalegur? ;) 

Guðlaugur ólafsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 20:57

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Guðlaugur, ..."Ímyndunarafl er mikilvægara en þekking..." er tilvitnun í Albert Einstein. Mér finnst þetta skemmtileg pæling og tel að hún sé lykillinn að þekkingunni.

Þú nærð greinilega ekki þessari pælingu, heldur kýst að nota hana til að gera grín að mér.

-

Björk er vissulega listamaður, ég geri ekki lítið úr því. Hún er hins vegar pólitískt viðrini sem veit ekki aura sinna tal og er ekki í neinu sambandi við það hvernig þjóð hennar lifir. Það geta ekki allir verið listamenn og lifað þotulífi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2011 kl. 22:29

13 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Undirskrifalistar eru á góðri leið með að verða frekar þreytt fyrirbæri. Kannski mætti brjóta blað í heimssögunni og Ísland yrði fyrsta land í heimi til að lúta stjórn undirskrifalista...skemmtilegt bara.

Hvað Björk varðar er þetta egóflipp hjá henni og hún er ekkert annað að gera en það sem lá fyrir að kæmi sem tillaga frá Stjórnlagaþingi og er þegar fast í stjórnarskrá landsins...að mestu..aðeins þarf að hnykkja á nýtingarrétti. Mér finnst jafn mikilvægt að auðlindir sjávar verði líka tryggðir þjóðinni og ókeypis nýtingarréttur tekin af auðmönnum í útgerðarstétt.. en á það má víst ekki minnast. Tek undir með þeim sem vilja halda því til haga að Björk er milljarðamæringur sem vill ekki búa hér á landi og greiða skatta og skyldur til þessarar þjóðar sem hún svo mærðarfull þykist bera umhyggju fyrir þegar það hentar henni.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.1.2011 kl. 22:41

14 identicon

Þráhyggja Gunnars Th. Gunnarssonar mætti gjarnan blessað bloggið þitt heita. Áður en ég opnaði linkinn í heitum umræðum með þessum titli:"Blekkingarleikur Bjarkar" þá hugsaði ég með mér að þarna gæti enginn annar verið á ferð en Gunnar Th. Gunnarsson.

Þú ert orðinn þekktur fyrir það eitt að hvarvetna þar sem að bloggað er um náttúruvernd eða eh fréttir henni tengdri eru til umræðu þar ert þú ávalt fremstur í flokki við að skíta út þá sem tala fyrir náttúrvernd eða vilja í það minnsta leyfa náttúrunni að njóta vafans.

Og nú er ég sjómaður og tel mig vera í ágætis tengslum við það hvernig þjóð mín lifir en tel mig þó ekki vera neinu betri en Björk Guðmundsdóttir.
Að fordæma fólk fyrir það að vera listamenn eða eiga pening ber tæpast vott um imyndunarafl og hvað þá þekkingu.

Slakaðu nú aðeins á og íhugaðu með sjálfum þér hvort að þeir sem eru nú á öndverðum meiði við þínar skoðanir hafi eitthvað til síns máls. Það sýndi þó framá að þú hefðir ímyndunarafl.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 22:51

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er ekki á móti náttúruvernd og fordæmi ekki listamenn, hef hvergi sagt það.

Ég hef kynnt mér málflutning náttúruverndarsamtaka og hef haft margt við hann að athuga. Slakaðu bara sjálfur á, Eggert og virtu mínar skoðanir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2011 kl. 23:01

16 identicon

Það er ekki bara orkuauðlindin sem almenningur vill að sé þjóðareign, Því að stærsti hluti þjóðarinnar virðist einnig vilja að orkufyrirtækin sjálf og framleiðslan sé í meirihlutaeign opinbera aðila, ríkis og sveitarfélaga.

Garðar Garðarsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 23:49

17 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ég er á móti komu Magma Energy til Íslands vegna þess að það fékk 3,5 milljón USD afslátt sem stóð ekki innlendum aðilum(Íslendingum og útlendingum með íslenskt lögheimili) til boða.

Ég vil eðlilegt viðskiptaumhverfi.

Lúðvík Júlíusson, 17.1.2011 kl. 08:25

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Garðar, ég er ekki viss um að almenningur hafi fengið upplýsta umræðu um muninn á leiguréttindum og eignarréttindum á þessum hlutum.

En ef það er klárlega meirihlutavilji almennings, að erlendir aðilar komi ekki nálægt orkuiðnaðinum í heild sinni, þá er það bara þannig. Mæli samt með að fleiri raddir en Bjarkar Guðmundsdóttur fái að koma að umræðunni.

-

Lúðvík, það er sjálfsögð krafa að allir sitji við sama borð. Það á ekki að þurfa að ræða það einu sinni. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2011 kl. 09:25

19 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

.. og vegna þess að það er ekki rætt þá fær Magma þessar 3,5 milljónir USD....

Lúðvík Júlíusson, 17.1.2011 kl. 09:31

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Allt opið og uppi á borðum", heyrði ég einhversstaðar sagt. Gott ef einhverjir komust ekki á þing í síðustu kosningum, með þessu slagorði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2011 kl. 09:48

21 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég lét auðkýfinginn Björk ekki draga mig á asnaeyrunum en það var meira sjálfsagt mál að skrifa undir áskorun um endurheimt orkuauðlindanna.

Sú leið sem hefur verið farin við stóriðju er af þeim toga að eignarhald á orkuauðlindunum er hafið yfir allan vafa.  Verðið sem fæst fyrir orkuna er svo aftur umdeilanlegt. 

En ef blekkingarleikir eins og nýtingaréttur til 65+65=130 ára er ekki afsal á orkuauðlindum þá veit ég ekki hvað afsal er. 

Fyrirtæki sem fer með svoleiðis nýtingarétt gæti þess vegna gert orkusölusamning við öflugan orkukaupanda, þar sem orkan væri seld á slikk en orkusöluaðilinn tæki sitt endurgjald í gegnum hagnað orkunotandans.  Alveg eins og fyrirkomulagið er núna varðandi Landsvirkjun og stóriðjuna.

Hvernig á að vera hægt að koma í veg fyrir það að erlent einkafyrirtæki geri samninga við ótal leppfyrirtæki í eigin skrifborðskúffu til að koma hagnaðinum af orkusölunni akkúrat þangað sem það vill.  Og hvernig ætla íslendingar sem eigendur auðlindarinnar þá að eignast hlutdeild í þeim hagnaði?

Magnús Sigurðsson, 17.1.2011 kl. 11:03

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef sagt það áður, að þessi 130 ár er allt of langur tími.

Annars snýst þetta, og á að snúast um það, hvað almenningur/ríkissjóður fær fyrir sinn snúð. Ekki hverjir selja hverjum hvað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2011 kl. 11:24

23 identicon

Það má alveg reyna að viðra þínar skoðanir. En eins og framsetningin er á þeim er þá er það bara svolítið erfitt.
Í þessari færslu þinni svo við höldum okkur við hana þá talar þú um blekkingarleik Bjarkar. Hvaða leikur er það??
Þó svo að stjórnarskráin eða lögin segi eitt og annað þá hafa ýmsir gert sér leik að því að mistúlka>rangtúlka eða hreinlega hundsa lögin þegar þeim hefur sýnst svo.

Þessutan talar þú um að 50000 þúsund aðilar hafi látið draga sig á asnaeyrunum og þá væntanlega ég þar á meðal. Þú ert einfaldlega að segja á mannamáli að við séum illa gefin eða heimsk. Er þetta snyrtileg og kurteisislega orðuð "skoðun" af þinni hálfu sem mér ber að virða.
Myndir þú virða mína skoðun ef ég segði eitthvað mjög niðrandi og ljótt um þig???
Síðan er málflutningur þinn í kommentunum vægast sagt vafasamur.
Talar um að Björk sé pólitískt viðrini sem ég er ekki að skilja því ég veit ekki hvað pólitiskt viðrini er. Ég er kannski ekki sáttur við Sjálfstæðismenn en get ekki kallað þá pólitísk viðrini. Ég er kannski ekki heldur sáttur við Samfylkingarmenn en get ekki heldur kallað þá pólitísk viðrini. Þessutan get ég ekki séð að það komi málinu nokkuð við að hún sé listamaður eða eigi einhverja peninga! Eða verður fólk réttlaust í þessum efnum ef það er listafólk?? Svona skoðanir Gunnar eru tæplega grundvallaðar á rökum og þekkingu heldur mun fremur á ímyndunarafli og fordómum og því erfitt að virða þær þó svo að maður reyndi.

Þessvegna ráðlegg ég þér að slaka aðeins á í þessum öfgakennda málflutningi og reyna að vera aðeins málefnalegri í þínum skrifum.
Ég hugsa að manni þætti jafnvel skemmtilegra að lesa skrif þín ef svo væri.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 11:47

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"endurheimt orkuauðlindanna" er a.m.k. vafasöm fullyrðing. Heldur þú að allir viti hvað átt er við þarna?

Björg talar eins og VG og flestir "umhverfisverndarsinnar", að það eigi ekki að virkja, heldur gera "eitthvað annað".

-

Björk er ekki pólitíkus, en hún getur samt verið pólitískt viðrini að mínu mati. Hún skiftir sér af pólitík á opinberum vettvangi og henni er það fullkomlega frjálst. Ég hef mína skoðun á því. Þessar 50 þúsund sálir eru annaðhvort ósammála mér í því eða ekki. Á það að skifta einhverju máli fyrir mig?

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2011 kl. 12:01

25 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gunnar við eru semsagt sammála um að 130 árin eru blekkingarleikur.  En hvernig telur þú að hægt sé að trygga að almenningur/ríkissjóður fái eitthvað fyrir sinn snúð?

Ekki hefur SF og VG tekist svo vel upp í þessu Magma máli, eða hvað?

Magnús Sigurðsson, 17.1.2011 kl. 13:58

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki blekkingarleikur, heldur virðist mat manna vera misjafnt. Ég held að meirihluti fólks telja þetta vera of langur tími, þ.á.m. ég. Ég hef hins vegar ekki kynnt mér Magma málið nákvæmlega. Ég bíð með sleggjudómana þar til þetta kemst á hreint. Miðað við þær fréttir (eða slúður?) sem maður hefur heyrt, þá er skítalykt af málinu.

-

Ég hef enga uppskrift um hvernig hægt er að "tryggja" að auðlindir skili ásættanlegum arði fyrir þjóðarbúið. Þetta er bara samningsatrið hverju sinni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2011 kl. 16:05

27 identicon

Veistu Gunnar.

Það væri gaman ef þú gætir að einhverju leiti rökstutt þessar fullyrðingar, staðhæfingar og annað sem að frá þér kemur.

T.a.m. væri gaman að þú gætir rökstutt hvað felst í því að vera "pólitiskt viðrini" svo maður hafi nú þá skilgreiningu á hreinu. Þú hlýtur að fara létt með það fyrst þú hefur þessa "skoðun" að rökstyðja hana.

Ef lesskilningur þinn er í góðu lagi þá ætti það ekki að vefjast fyrir þér að ég var ekkert að spyrja um það hvort að það skipti þig einhverju máli hvort þessar 50000 sálir væru sammála þér eða ekki þannig að ég er engan vegin að skilja þetta svar þitt.

Þetta var sett fram í því sambandi að þú fórst framá það að ég myndi virða þínar skoðanir sem ég reyni jú hvað eftir bestu getu. Hins vegar finnst mér það svolítið mótsagnarkennt þegar þú talar um það að aðrir eigi að virða þig að þú lætur ekki svo lítið að orða hlutina kurteisislega heldur slærð því nánast blákalt fram  að þessir 50000 einstaklingar séu fífl og fábjánar.
Ég get ekki sagt að það sýni sem svo að þú virðir skoðanir þessa fólks og með hvaða rétti átt þú tilkall til þess að aðrir virði þig ef þú kemur fram með svona dónaskap og hroka gagnvart skoðunum annarra.
Gaman væri að fá ígrundað og vel orðað svar sem að snéri að þessari spurningu en ekki eh útúrsnúninga.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 16:10

28 identicon

Ég er sammála orðalaginu blekkingaleikur, á heimasíðunni eru Íslendingar beðnir að undirrita áskorun um að koma í veg fyrir solu á HS Orku. Það mætti halda að allir sem hafa undirritað áskorunina séu hálfvitar. Salan hefur farið fram og er frágengin. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir eitthvað sem hefur verið framkvæmt. Hvort svo er grundvöllur fyrir ríkið að kaupa eða taka HS Orku til sín aftur með þeim kostnað sem það hefði fyrir ríkið. 

kjartan (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 16:13

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eggert, ég nenni ekki að standa í orðaskaki við þig. Þú leggur mér orð í munn.

-

Kjartan, ég sá áðan að Jóhanna Sig. er að skoða eignarnámsleiðina, m.a.

Það er talað um að bankahrunið hafi skaðað orðspor Íslands erlendis. Kommúnistastjórnin á Íslandi mun skaða orðspor Íslands mun meira, ef eignarnámsleiðin verður farin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2011 kl. 17:34

30 identicon

Hvaða orð lagði ég þér í munn Gunnar!!!! ?

Eða er það þinn háttur að hlaupa undan með einhverjum orðhengilshátti þegar þú verður rökþrota!
Ef þú getur ekki staðið fyrir þínu máli og rökstutt það sem þú ert að segja á málefnalegan hátt þá væri kannksi ráð fyrir þig að vera einfaldlega með lokað á athugasemdir.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 19:50

31 identicon

Gunnar Th ,takk fyrir góðar færslur sem eg er svo sammála  En þessi ágæti Eggert ,honum viriðst ekki liða slett vel  ?,serstaklega að vita ekki hvað er pólitiskt VIÐRINI !! ,sem reyndar mer synist að geti verið að hann se sjálfur að einhverjum hluta ,þvi málefnalega getur hann ekki rætt málin !! 

En bæti svo við  auðvitað er fólk ekki með öllum sönsum i þessum undirskriftum Bjarkar og reyndar fl  , ÞETTA ALLT ER ÞEGAR SAMÞYKKT ,en aldreilis ólöglegur gjörningur á allann hátt  samt ,hvernig sem á það væri litið  ,og á eftir að koma öllu i kaldakol  Er ekki VG eða nátturuvendarsinni   ,þarf ekki til að sjá hvað gerst hefur .  En það sem skaðar orðspor Islands mest er að enginn , ENGINN af þeim sem hafa verið nefndir "ÚTRÁSRVIKINGAR " og eru valsandi her og þar og allstaðar og lifa og leika ser  og ekkert virðast bóla á að til standi að breyta Það er það sem útlendingar horfa með alvarlegri augum á en ALLA AÐRA HLUTIR með þvi er Island stimplað sem stjórnlaust og siðlaust land ,sem rett er og útskufað i samfelagi þjóða sem halda sig enn við lög og rett !! Enda myndi ALDREI GERAST SVONA HLUTIR i löndunum, her i kringum okkur .það vita allir !! SVO allt hitt sem buið er að ræða her á undan er bara af sama siðleysinu  , selja landið , setja þjóð i ánauð   ..flott, fátt eftir sem til að rifast um  ,fiskiveiði og sjómenn kanski svolitið lengur áður en þeir verða svo SELDIR hæðstbjóðanda  og þeirra brennivinsnámur ! !! ...og svona  .... 

I

ransý (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 02:01

32 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flott innlegg, Ransý

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2011 kl. 03:50

33 identicon

Lærum af reynslu / orkustefnu Norðmanna varðandi endurnýjanlega orku - styttum leigutíma. http://www.e-pages.dk/wikborgrein/10/3

Einnig: The EU Renewable Energy Directive (EU Directive 2009/28/EC) sets a target of increasing the share of renewable energy used in the EU to 20 % by 2020 and 100% 2050. This means that the wealthiest countries will be taking the main responsibility for the ”EU climate cleanup”. The Norwegian government considers the Renewable Energy Directive as EEA-relevant and that Norway therefore must commit itself. However, so far the government has not wished to implement the directive in full.

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 08:50

34 identicon

Gunnar, hva, getur þú ekki svarað Eggerti ? Hva, eru heimaskítsmát ? Er þú ekkert nema öfgarnar ? Það sýnist mér.

Hstef (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband