Lilja Mósesdóttir er vinstri manneskja... eins og ég var eitt sinn. Í dag er ég hægri maður, sem vel að merkja þýðir ekki að mér sé sama um minn minnsta bróður, eða að ég vilji ekki lögbundið öryggisnet fyrir alla borgara, óháð stétt og stöðu.
Það eru svo margir sem halda að hægrimennska snúist um kalt peningamat. Það er fjarri lagi. Hægrimennska snýst um réttlæti, rétt eins og allar aðrar stjórnmálastefnur, en setur auk þess á oddinn að allir hafi jafna möguleika til að virkja hugmyndaflug sitt til atvinnusköpunar og að sá sem sáir, uppsker sjálfur.
Eflaust eru til nokkrir hægrimenn sem vilja nánast óheft frelsi, en þeir eru í miklum minnihluta og fá í raun engu ráðið um stjórn mála. Þeir eru hins vegar ágætt aðhald í stjórnmálaumræðunni, rétt eins og t.d. sumir sósíalistar sem vilja þjóðnýta og ríkisvæða stærstu og arðbærustu fyrirtækin.... og jafnvel þau smærri líka.
Það er gott að öll sjónarmið fái að koma fram.
Lilja Mósesdóttir er einmitt á þeirri skoðun, en nú uppgötvar hún að slíkt er ekki í boði hjá VG. Það er eðlilegt að Lilja sé slegin yfir uppgötvun sinni og að hún þurfi tíma til að átta sig á stöðu mála.
Loksins kemur fram á sjónarsviðið stjórnmálamaður með félagslegar áherslur, sem hægt er að rökræða við og komast að niðurstöðu, þar sem sjónarmið beggja fá notið sín. Ummæli Lilju varðandi tillögur stjórnarandstöðunnar um efnahagsvandan og skuldamál heimilanna, sýnir það.
Lilja Mósesdóttir er ótvírætt foringjaefni félagshyggjufólks í dag. Ég hlakka til að sjá hana taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum í framtíðinni. Ég er viss um að eitthvað gott kemur út úr því.
Líkjast kommúnistaflokkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
Athugasemdir
Sæll Gunnar.
Hef svo sem ekkert um þetta að segja nema hvenær á að vaxa upp úr skónum og hætta þessu vinstri hægri bulli endalaust. Hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar eru deyjandi afl og eru í andaslitrunum þó sumir þegar dauðir, eftir að hafa einmitt týnt sér í þessu vinstri hægri bulli og kastað frá sér allri skynsemi, heilbrigðri hugsun, ábyrgð o.fl. en einbeitt sér einungis að ná völdum fyrir sitt bölvaða vinstri hægri bull. Við vitum hvað gerst hefur þegar "Þetta" nær svo völdum þarf ekki að nefna það.
Er ekki komin tími til að almenningur, þú og hinir hættið að taka þátt í svona vitleysu að reyna að halda lífi í úreltu fyrirbæri. Væri ekki nær að horfa til framtíðar og koma með hugmyndir að vitrænu stjórnskipunarlagi á þessa 300 þús manna þjóð, ætti ekki að vera mikið mál hefði maður haldið. En ef hver hausin á fætur öðrum er týndur í einhverju sem er ekki að gera sig þá er ekki von á góðu. Fyrir mér er það algjört tilgangsleysi að ræða um þetta vinstri hægri bull og horfa til framtíðar um leið, það bara á ekki saman. Þetta getur verið ágætis sagnfræðistuff en á ekkert með framtíð að gera þ.e. ef þetta á að breytast eitthvað sem ég held að flestir vilji. Reynslan hefur sýnt okkur að þetta fyrirkomulag er ekki að ýta undir betri líðan hjá þjóðarsálinni í víðu samhengi. Stopp nú.
Arnar (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 10:31
Góðan dag Gunnar. Lilja er mögnuð og Agnar þú hefur mikið til þíns máls það sem þú segir er vilji meirihluta þjóðarinnar!
Sigurður Haraldsson, 23.11.2010 kl. 08:34
Einhvern veginn verður samt að skilgreina áherslurnar í pólitík og hægri/vinstri er ágætt leið til þess. Hverjum og einum er frjálst að nota aðrar skilgreiningar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2010 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.