Ég tel að það gæti hvaða atvinnuuppbygging og hvaða innspýting inn í hagkerfið sem er önnur, gert sama gagn ....", segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, þegar hún talar um álverið í Helguvík.
Auðvitað nefnir Svandís ekkert hvaða atvinnuuppbyggingu, eða hvaða innspýtingu hún er að tala um, enda hefur það alltaf verið aukaatriði í málflutningi álversandstæðinga.
Ég virði fullkomlega það sjónarmið að það sé gagnrýnivert að tiltölulega mikil orka veiti tiltölulega fáum atvinnu. En það er ekki eins og orkan sé bundin álfyrirtækjunum um aldur og ævi. Þangað til við finnum eitthvað annað arðbærara fyrir orkuna okkar, þá er fásinna að nýta hana ekki eftir bestu getu, á sem arðbærastan og sjálfbærastan hátt.
Fólk má heldur ekki gleyma byggðasjónarmiðum varðandi orkusölu. Viljum við ekki að ein þjóð búi í öllu landinu, við sambærileg kjör, réttindi og skyldur? Að sjálfsögðu svörum við þeirri spurningu játandi. Þetta er ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig þjóðfélagslegt hagkvæmnismál.
Ég held að óhætt sé að segja að álver Alcoa á Reyðarfirði, hafi verið sú "atvinnuuppbygging og sú innspýting inn í hagkerfið" sem til þurfti fyrir stóran hluta Mið-Austurlands. Flestar væntingar og spár hafa gengið eftir og yfirgnæfandi meirihluta íbúa á svæðinu er ánægðari með tilveruna í dag en þeir voru fyrir framkvæmdirnar hér eystra.
Styður frumvarpið en hefur ekki áhuga á álveri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 14.10.2010 (breytt kl. 12:13) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
Athugasemdir
Ekki á fólk á landsbyggðinni að vinna við Sjúkrahúsin þau eiga að vera í Reykjavík.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 14.10.2010 kl. 13:33
Árið 2007 var kosið í Hafnarfirði um stækkun Alcan. Í boði var að hálfu VG "eitthvað annað" í stað álvers. Í dag væru um eða yfir 2000 manns að vinna við framkvæmdir. Stækkunarmálið var fellt og við fengum þetta "eitthvað annað". Það er svo sem ágætt fyrirtæki, það er ekki á firmaskrá, engar tekjur, engin atvinna, en tómar íbúðir, auð iðnaðarhverfi, breiður af vinnuvélum sem standa verkefnislausar. Við Hafnfirðingar erum enn ekki búnir að átta okkur alveg á því hvað "eitthvað annað" er, en nú vitum að það gefur engar tekjur og enga atvinnu. Undarleg er stefna VG í atvinnumálum og hún mun varla breytast úr þessu.
VG lofaði á þessum tíma að þeir mundu beita sér fyrir atvinnuuppbyggingu í staðinn í Hafnarfirði sem væri eitthvað annað. Enn er ekkert komið og kemur ekki. Hvað sögðu VG menn: álver væru EKKI EINS HAGKVÆM EINS OG ÚTRÁSIN, ÚTRÁSIN OG BANKARNIR, sem myndu bjarga Íslenskum efnahag. Hvar stendur útrásin nú?
Mun Svandís taka síðasta brauðmola úr hendi sveltandi barns á Suðurnesjum til að þjóna tilgangi sínum. Hvað ætli Svandís hafi fórnað miklu af sínum frítíma til að rækta upp örfoka land og hvað ætli hún hafi gróðursett mörg tré?"
Rauða Ljónið, 14.10.2010 kl. 13:36
Það er raunalegt að fylgjast með því á gamals aldri að eftir alla milljarðana sem búið er að sólunda í svonefnda menntun! þá sér stór hluti þjóðarinnar ekki önnur úrræði til sjálfsbjargar en pilsfaldakapitalisma eða ríkissósialisma.
Fáum áratugum áður en ég fæddist hefðu svona garmar verið teknir, settir upp á húðarklára og fluttir heim á sinn fæðingarhrepp.
Árni Gunnarsson, 14.10.2010 kl. 13:43
Þetta eru engin rök, Árni. Það er ekki nóg að vera með málskrúð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2010 kl. 15:06
Þegar þeir voru í stjórnarandstöðu töluðu þeir um ömurleika álvera og það þyrfti eitthvað annað, án þess að skilgreina það sérstaklega. Svo komust þeir í stjórn og sögðu að það væri forgangsverkefni að koma atvinnulífinu af stað. Ég beið ofvæni eftir þessu einhverju öðru. Ég beið og beið en ekkert gerðist. Nú er svo komið að ég held að mér hafi misheyrst og að það hafi ekki verið eitthvað annað sem þeir töluðu um, heldur hafi það verið ekkert annað.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 20:19
Góður, Rafn
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 10:53
Sérkennilegt að Sjálfgræðgisflokks-kaptitalisti eins og ál-Gunnar vilji forherta ríkisforsjá og ríkisrisalausnir. Það er bara ekkert að marka manninn fremur en fyrri daginn...ég ætla að fara að sofa og það verða engin risaálver né virkjanir í mínum draumum...góða nótt
HStef (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 23:05
Engar lausnir.... fremur en fyrri daginn
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 23:32
Hvað varð um hugmyndirnar að fjallagrasatínslu, lopapeysuprjónaskap, veski gerð úr hlýra- og steinbítsroði í stað Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma?
Vaxa ekki fjallagrös á Reykjaneshrygg og er ekki hlýra- og steinbítsroð og næg ull á þeim stað? Hringdu í Svandís Svavarsdóittur og láttu hana vita, iðnaðarráðherrann og þá alla og þá er búið að redda þessu. Það kemur í stað Helguvíkurdæmisins.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 17.10.2010 kl. 18:08
Allt fínar hugmyndir... að mínu mati.
Megi hugmyndir verða sem flestar.... án þess að þær verði fjárhagslegur baggi á samfélaginu.
Leyfum einkaframktakinu að útfæra hugmyndirnar... á sínum forsendum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2010 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.