Illgirni og hefndarþorsti skín úr hverjum andlitsdrætti á Atla Gíslasyni. Það er auðvelt að sjá þetta þegar skoðuð eru ummæli hans um þetta mál og reyndar mörg fleiri. Meira að segja röddin er vísbending um hvernig mann Atli hefur að geyma.
Það er betra að fara varlega í nálægð við svona manngerð.
Heiðruðu Atla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.9.2010 (breytt kl. 12:56) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
Athugasemdir
Mikil lifandis ósköp eru þetta léleg rök til að dæma manngerðina - mynd og fáein ummæli sem þó eru ekki tilgreind! Léleg rök til varnar ISG sem á að ákæra sem alla aðra ráðherra hrunstjórnarinnar. Þeir vissu vel en þögðu þó!
Ragnar Eiríksson, 27.9.2010 kl. 13:15
Hvers vegna ekki að fara fyrir dómstóla? Viljum við lifa endalaust við sögusagnir og ævintýri um hvað gerðist. Sögusögnin nú í dag er því miður ekki svo jákvæðar, og það jafnvel meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins.
Ég mena hvað var í gangi? M.a. vil ég fá að lokum að vita hvort bresk stjórnvöld voru að ljúga að okkur eða voru ráðamenn okkar að ljúga að Bretum um fjárhagslega stöðu bankanna. Eða var þetta allt saman bara einn allsherjar miskskilningur sem við getum síðan bara hlegið að góðlátlega síðar meir?
Jonsi (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 13:16
Það er eðlilegt að það hlakkaði í manninum - hann var búinn að fá fram - næstum því - allt sem sjs vildi - sjs sagði reyndar að skýrslan væri frábær - vel unnin og vel rökstudd - EN bætti svo við - núna ætla ég að fara heim að lesa skýrsluna - gilti trúnaðurinn bara fyrir suma eða eru þetta vinnubrögðin?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.9.2010 kl. 13:35
Ef efnisleg rök eru fyrir því að dæma þetta fólk til refsingar, þá er ég fylgjandi því.
En ég vil ekki dómstóla sem dæma eftir pólitískum flokkslínum. Það minnir óþægilega mikið á sýndarréttarhöldin á dögum Stalíns, sáluga.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2010 kl. 15:58
.... og ég er þeirrar skoðunnar að efnisleg rök fyrir málsókn séu ekki fyrir hendi. Þess vegna er það sóun á tíma, peningum og virðingu Alþingis að fara með málið fyrir Landsdóm.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2010 kl. 16:00
Eftir á að hyggja er orðið "heift" sennilega réttara en illgirni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2010 kl. 16:15
Þetta eru eðlileg viðbrögð Ragnar minn Eiríksson. Fáir voru þeir af hægri vængnum sem ekki tóku til máls um málskotsrétt forsetans í tengslum við fjölmiðlalögin og afsönnuðu hann með ótrúlega sannfærandi lagarökum.
Nokkrum árum síðar ærðist vinstri vængurinn vegna hliðstæðs máls þegar forseti synjaði Icesave samningi Norrænu velferðarstjórnarinnar.
Nú á það að vera spuni pólitískrar heiftar að fara fram á að tignarfólk í æðstu stöðum stjórnsýslu eigi ekki að hafa friðhelgi fyrir ónæði pólitískrar ábyrgðar á verkum sínum og vítaverðrar vanrækslu þegar efnahagslegar hamfarir voru í nánd og sýnilegar!
Nú snúast varnir náhirðar hrunstjórnarinnar um að eftir 2006 hafi verið sýnilegt að of seint hafi verið að bjarga bönkunum.
Þess vegna hafi það verið mikið snilldarbragð að gefa eigendum og starfsmönnum bankanna gott ráðrúm til að ræna bankana innan frá og þar með steypa tugþúsundum fjölskyldna í gjaldþrot.
Hef ég kannski misskilið eitthvað?
Árni Gunnarsson, 27.9.2010 kl. 16:45
Það verður sennilega með á þessu hruni eins og svo mörgu úr ranni stjórnmálamannanna, þeir segja sína hlið í notalegum æviminningum þegar þar að kemur. Hugsanlega einhliða frásögubækur "Hrunið á bak við tjöldin" eða "Allt upp á borðið".
Allavega er útséð með að það verða engin Sjópróf á gullskipinu eins og leitt líkum er að í ágætri grein í fréttablaðinu í dag.
Magnús Sigurðsson, 27.9.2010 kl. 17:50
Er ekki fyrnt samkvæmt lögum, allt sem gerðist fyrir 2007? Ég held það.
Dálítið merkilegt að önnur fyrningarlög skuli gilda um stjórnmálamenn en venjulega borgara.
-
Það verður að vera einhver glóra í málshöfðuninni m.t.t. lagabókstafsins. Það var búið að benda á áður að lög um Landsdóm væru meingölluð. Ekkert var gert.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2010 kl. 18:15
Gunnar,
Sýndarréttarhöld eru áhyggjuefni, en er til eitt klárt dæmi um slík réttarhöld hér í líðveldinu Ísland? Er ekki hægt að treysta dómum landsins? Eða getur verið að þeim varð ekki treystandi bara svona upp úr bræði og heift eftir hruni. Kannski væri öruggast að fá óháða útlenda saksónara og dómara til að dæma samkvæmt okkar lögum?
Það er kannski eitthvað í þessu?
Jonsi (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 20:20
Dagskrá RÚV föstudaginn 22. maí, 1964 segir: 22.30 "Útvarpssagan "Málsvari myrkrahöfðingjans" eftir Morris West IX. Hjörtur Pálsson blaðamaður les!
Mér fannst þessi saga ótrúlega skemmtileg á sínum tíma en ég átti ekki von á að finna svona málsvara hér, kominn á gamals aldur!!!! Það voru vissulega mikil boðaföll í kringum málskotsrétt forsetans í sambandi við fjölmiðlalögin en mun minni varðandi Icesave en þá lögðust Steingrímur og Jóhanna hvað lægst þegar þau greiddu ekki atkvæði!
Að verja "tignarfólkið" á þeim forsendum sem hér er gert er í besta falli lágkúrulegt og í alla staði aumkunarvert. Þetta fólk á það fullkomlega skilið að þurfa að standa fyrir máli sínu og það þarf að krefjast þess strax að réttarhöldunum verði sjónvarpað svo allir sem vilja megi líta þetta fólk augum enn og aftur - þó ekki væri nema til að rifja upp blaðamannafundi Geirs og Björgvins í dentid!!!! Hvað aðalsökudólgunum viðkemur - reyndar eru nú sumir enn á þingi eins og Einar K. Guðfinnss. og Þorgerður Katrín - þeim Davíð og Halldóri viðkemur þá verður þeirra þáttur vegsamaður í sögubókum - og það jafnvel um þessi jól og víst er að ekki mæti ég að jarðarförinni þeirra (enda sennilega dauður á undan þeim!).
Kveðja Árni minn og hringdu í Ingimar á morgun!!!!!!!
ragnare (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.