Algjört rugl

Það er alveg sama hvernig á það er litið, bann við áfengisauglýsingum er algjört rugl. Bann við áfengi var líka reynt með hörmulegum afleiðingum.

Það mætti nota brot af hagnaði ríkisins af auglýsingaveltunni til forvarnarstarfs í áfengis og vímuvarnarmálum. Það mætti jafnvel setja á sérstakt auglýsingagjald, þar sem fjárhæð sem væri hlutfall af auglýsingakostnaði framleiðanda eða söluaðila, rynni til meðferðarstofnunar að eigin vali.

Allir vinna!


mbl.is Lög um áfengisauglýsingar hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Sigurðsson

Ég er 100% sammála.  Þetta er alger della og það er í raun sorglegt að íslenska ríkið sé að herða bönn sem ekkert hafa upp á sig. Ég vil gjarnan fá áfengi auglýst, og skortur á áfengisauglýsingum hélt mér ekkert frá því að prófa mig áfram með áfengi fyrir 16-17 árum.

Hér er gáta

Hvað drepur marga, kostar mikið, og maður þarf að vera ákveðið gamall/gömul til að nota. 

Vísbending; Sumir misnota þetta alltaf og láta sér aldrei segjast?

Svar: Bíll.

En ég sá geðveikt flotta Wolksvagen auglýsingu í gær.  Ekkert að því?

Haukur Sigurðsson, 31.8.2010 kl. 16:42

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hehe... nákvæmlega, Haukur

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2010 kl. 16:47

3 identicon

Er ekki hægt að flytja útgáfu tímarita úr landi?Svo má selja eins mikið af áfengisauglýsingum og mögulegt er og þessir foræðishyggjubrjálæðingar gætu ekkert sagt enn myndu væntanlega grát tekjutapið fyrir ríkissjóð.Þetta er fábjánar upp til hópa sem vilja banna allt og alla

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 16:48

4 Smámynd: Promotor Fidei

Það sem menn virðast hafa gleymt að ræða á fundi ríkisstjornar er /hvers vegna/ ekki má auglýsa áfengi eins go aðra neysluvöru.

Það er ekki hlutverk ríkisins að vera mamma landsmanna.

Promotor Fidei, 31.8.2010 kl. 17:22

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ætli forsjárhyggjufólkið telji sig ekki hafa fullrætt það.

Niðurstaða þeirra var sú að öflugasta tækið til neyslustýringar, eru stjórnmálamenn, eins og það sjálft, sem ákveða hvað fullorðnu og frjálsu fólki, sé hæfilegt og hvað ekki.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2010 kl. 17:32

6 identicon

það er ekkert meira pirrandi i sjónvarpinu en neyslu-auglisingar og táknmálsfréttir :)

ragnar (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 20:02

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er nú það sem heldur "frjálsu" ljósvakamiðlunum uppi

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2010 kl. 20:19

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála því, það er fáránlegt að ekki megi auglýsa vöru sem má selja og neyta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2010 kl. 02:22

9 identicon

Það er rugl að auglýsa áfengi, þar sem það er bannað með lögum!  Það er líka mótsögn við forvarnarstarfið að auglýsa áfengi.  Heilbrigðiskerfið eyðir miljónum í kostnað vegna áfengis- og fíkniefnasjúklinga.  Væri ekki frekar sparnaður í því að auglýsa ekki áfengi og efla forvarnarstarfið og koma þá í veg fyrir þennan kostnað.  Fyrir utan að það er mótsögn í því að auglýsa áfengi og vinna svo í forvarnarstafi gegn áfengisneyslu!!

Gulli (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 12:56

10 identicon

Nei nu er eg svo aldeilis standandi hlessa! Er thetta ekki bara gert til thess ad nidast a islenskri framleidslu?? Thar sem flestir Islendingar hafa nu adgang ad hundrudum erlendra sjonvarpsstodva og thusundum vefsidna thar sem afengisauglysingar blasa vid okkur daginn ut og inn! Og mikid fjarmagn sem frjalsir fjolmidlar a Islandi verda af i auglysingatekjur!

Vaeri ekki naer ad leyfa afengisauglysingar eftir kl. 8-9 a kvoldin og skella auka skatti a thaer! Thaer skatttekjur maetti svo nyta i margvisleg forvarnarverkefni, eda jafnvel stofna leitarsjod sem gaeti fjarmagnad leitina ad hinni margumtoludu skjaldborg heimilanna sem er ad verda godsogn a islandi likt og jolasveinninn, paskakaninan og tannalfurinn. En vid verdum ad passa okkur ad vera thaeg og god, annars kemur hun ekki til okkar!

Er ekki i lagi med thetta lid??

Hreinn (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband