Máltækið segir: "Margur verður af aurum api" en peningar gera fólki svo miklu verri grikk en það. Sumt fólk er ekki "köttað út" fyrir að eiga mikla peninga eða umgangast þá mikið. Það hefur ekki karakter í það, ... þegar til lengri tíma er litið
Í gegnum viðtöl í fjölmiðlum við Jón Ásgeir og umfjallanir um hann, fær maður einhverja innsýn inn í persónuleika hans. Af einhverjum ókunnum ástæðum hef ég samúð með Jóni Ásgeiri en ekki með föður hans, "Papa Bónus". Sá gamli er útsmoginn refur sem kallar ekki allt ömmu sína. Sonurinn hefur lært samviskusamlega af föður sínum en er ólíkur honum á einu sviði. Syninum er ekki eðlislægt að vera forhertur. Forhersla hans er lærð, á meðan faðirinn er einfaldlega þessi manngerð.
Jón Ásgeir virkar á mig tilfinninganæmari en faðir sinn. Hann hefur í gegnum tíðina reynt að fela tilfinningahlið sína fyrir öðrum með töffaraskap en það er merki um óöryggi. Slíkt geð telst sennilega veikleikamerki í hörðum heimi viðskipta. En hegðan sonarins í félagi við föður sinn í viðskiptalífinu, er auðvitað kveikjan að nafngift Davíðs Oddssonar á drengnum, en það var eins og margir muna: "Götustrákur" og fékk Davíð bágt fyrir frá Samfylkingunni.
En hvað um það.... ég skynja mannlegan harmleik og sorg í þessu máli. Systkini berast á banaspjótum... og allt út af hverju? Jú, ... peningum.
Systkinin ósammála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 946107
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNNI"...
- Eldsvoðinn á Sævarhöfða: Brýnt að bæta aðstæður hjólhýsabúa
- Hálf saga um andóf gegn her
- Af hverju eiga Danir að ráða yfir Grænlandi??
- Jólatré í Belgíu
- Fleiri með eða á móti?
- Ef enginn vinnur neina heimavinnu ...
- Dugmikill þingmaður - ef "danglað" er í þá
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
Athugasemdir
Það kann að vera margt til í þessu sem þú segir nafni en ég hef á tilfinningunni að þetta sé bara partur af leikriti.
Eins og þú veist þá einfaldar þessi uppákoma ekki málið heldur þvert á móti. Nú hefur Jón tekið stjornina á þessu máli og stýrir því í nýjan farveg og á meðan tikka fyrningarfrestir.
Jón hefur mér vitanlega ekki sakað systur sína um lögbrot heldur mistök.
Landfari, 20.7.2010 kl. 11:11
þú ert ekki fyrsti maðurinn til að láta blekkjast af persónutöfrum sækópatans. Jón Ásgeir er arkitekt hrunsins og aðalgerandi. Flestir aðrir voru í skjóli hans. Eins og pabbi hans og systir. Hvenær ætlar fólk að taka Davíð Oddson útúr jöfnunni og reikna dæmið rétt? Steinunn Guðbjartsdóttir er að gera það
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.7.2010 kl. 13:13
Ég er ekki að láta blekkjast neitt, Jóhannes. Hefurðu aldrei horft á bíómynd og haldið með bófanum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.7.2010 kl. 19:52
.... en Jóhannes, ertu hörundssár fyrir hönd Samfylkingarinnar?
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.7.2010 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.