Þegar ég var 16 ára heimsótti ég systur mína í Seattle í Bandaríkjunum. Eitt sinn urðum við systkinin viðskila í stórmarkaði í borginni og ég hafði ekki hugmynd um hvar ég var nákvæmlega og ákvað að athuga með leigubíl heim. Ég var með 20 dollara í vasanum og spurði leigubílstjórann hvað farið myndi kosta til 1818 Biggelow í Queen Anne hverfi. Bílstjórinn sagði að 20 dollararnir dygðu.
Á leiðinni spurði bílstjórinn, sem var tæplega þrítugur að aldri, hvaðan ég væri. Ég sagði honum það og þá hváði hann við: "Where the hell is that!?"
Ég sagði honum að Ísland væri eyja í Norður Atlantshafi, í hafinu á mill Noregs og Grænlands. Leigubílstjórinn var engu nær og ég reyndi ekki að útskýra þetta frekar fyrir honum.
Töluvert áður en við vorum komnir á áfangastað, sýndi gjaldmælirinn 20 dollara. Ég varð órólegur og hann varð var við það, stoppaði mælirinn og sagði: "Don´t worry about it". Hann var mjög vinalegur eins allir Kanar sem ég komst í kynni við í þessari 6 vikna heimsókn minni til þessa merkilega lands og merkilegu þjóðar.
Einn helsti galli Bandaríkjamanna að mínu mati, er hversu sjálflægir þeir eru og sjálfumglaðir. Þeir eru fullvissir um eigið ágæti, að þeir séu bestir og þ.a.l. eru aðrir verri. En þeir hafa ríka réttlætiskennd, þó hún komi okkur sem alin eru upp í skandinavískum hugsunarhætti, stundum spánskt fyrir sjónir.
Ég kann ágætlega við Ameríkana.
Eldfjöll og myrkur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fjölmiðlar | 3.6.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 945750
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Efnahagslegar afleiðingar valdatöku Trumps (líka fyrir Ísland)
- Ögn af kaldhæðni!
- Kosningasvikin 2020 í skjóli Covid ...
- Mannauður Miðflokksins í Múlaþingi
- Kraftaverk á Kleppsvegi en samt ...
- Er Donald Trump misskilinn umbótamaður?
- Skilvirknisráðuneyti
- Frelisskerðingar og lokunaraðgerðir covid-þríeyksins
- Hvaðan kemur þessi kyn- kynlífs- og trans"fræðsla" barnanna okkar?
- Tvöfalt eftirlit EES
Athugasemdir
Ég er sammála þessari greiningu þinni á könunum Gunnar. Mér er líka hlýtt til þeirra þótt mér hugnist sjaldnast sú utanríkispólitík sem rekin er í Hvíta kofanum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.6.2010 kl. 01:01
Þetta á auðvitað ekki að vera alhæfing hjá mér. Ég þekki líka Kana sem eru auðmjúkir og sýna öðrum virðingu og áhuga.
En maður verður óneitanlega var við hrokan í hinni svokölluðu "þjóðarsál" í landi tækifæranna
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.6.2010 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.