Margir eru hrifnir af sigurlaginu í söngkeppni frahaldsskólanna. Ég er ekki einn af þeim, en það er ekki að marka. Ég þoli ekki rapp
Það sem fólk dásamar mest er texti sigurlagsins. Hann er einlægur og hittir fólk í hjartastað. Miklar tilfinningar þar á ferð.
Hann er hins vegar eins og flestir rapptextar, skelfilega illa saminn. Það er fátt óþægilegra fyrir mín eyru en þegar eitthvað sem á að ríma, gerir það alls ekki og orðaflaumurinn er jafnvel hrynjandilaus.
Sigurlagið er á myndbandinu hér að neðan. Hvað finnst ykkur?
Borgarholtsskóli sigraði í söngkeppninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"
- -lagaumfang-
Athugasemdir
Wow. I like the rhythm of rap, but the lyrics of most rap songs are so silly, I can't even enjoy them. So this song is delightful I think. Of course he does not bust out a mad rhyme here, but it is nice to see the genre develop.
Lissy (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 11:41
Thank you Lissy. Rhythm with rhyme, thats what rap is.
I prefer music
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 11:48
Ég þoli ekki heldur rapp. Er varla viðræðuhæfur berist það í tal. Ég ætla að setja þumalinn niður án þess svo mikið sem hlusta á brot af laginu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.4.2010 kl. 11:53
Þig vantar eflaust eitthvað uppá rímfræði þá, því flestir eiga að hafa heyrt um hálfrím. Þér finnst það ekki ríma, aðeins því þú heyrir orðin og prósessar ekki að þau rími því þú hefur aldrei heyrt til þess. Þú heyrir eflaust rhytmann, sem væri ekki til staðar ef orðin rímuðu ekki.
Hálfrím er annars rím þarsem atkvæðin í orðinu ríma en ekki allt orðið. Hálfrím er miklu fyrirferðarmeira í ensku en íslensku, þó ég hafi nú fundið það hér eða þar.
Dæmi; Maður - Svalur. a-u
Rapparar nota það því með því geta þeir látið textann hljóma eðlilegra en annars, þarsem þeir hafa úr miklu fleiri rímorðum að velja eiga þeir auðveldara með að láta textann hljóma einsog sögu, og þurfa ekki að leita í "ljóðrænt mál", sem er fínt á blaði og ljóðaflutningi en verra í rappi.
Leifur Finnbogason, 11.4.2010 kl. 12:13
Annars vantar söngvarann í þessa útgáfu af laginu.
Leifur Finnbogason, 11.4.2010 kl. 12:14
Þetta "háfrím" sem þú talar um Leifur, er "ódýra útgáfan af listforminu. Börn gera þetta gjarna vegna takmarkaðs orðaforða.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 12:31
Þetta hálfrím sem ég tala um er viðurkennt, alþjóðlegt form ríms. Það hefur ekki farið mikið fyrir því í íslenskri ljóðsögu vegna þess hve mikið af alrímsorðum er í boði, en einhverjir hafa nýtt sér þetta og enginn afneitar því sem "ódýru". Alrím hefur aldrei virkað vel í íslensku rappi og því notast þeir frekar við hálfrím, að fyrirmynd enskumælandi rappara sem koma úr bakgrunni þarsem allir kannast við hálfrím.
Leifur Finnbogason, 11.4.2010 kl. 12:40
Varð bara að fá að commenta hjá þér. Ég er þrítug og horfði á keppnina í gær og ég fékk gæsahúð þegar ég heyrði lagið, finnst það alveg meiriháttar. Ég ólst upp við alkahólisma móður minnar og þetta lag lýsir alveg minni líðan þegar ég var að alast upp. Þetta er eins og talað úr mínu hjarta og örugglega margra annarra því alkahólismi er svo algengur í dag.
Helena Guðlaugsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 14:08
Ég get alveg tekið undir þetta hjá þér, Helena, enda segi ég í færslunni: "Hann [textinn] er einlægur og hittir fólk í hjartastað. Miklar tilfinningar þar á ferð."
-
Ég er bara að gagnrýna þetta bragform. Mér finnst ekki mikið til þess koma
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 14:16
En engu að síður er það eintómur barnaskapur að kalla bragformið barnalegt, bara því það er ekki þér að skapi.
Leifur Finnbogason, 11.4.2010 kl. 14:40
Já, það er kannski rétt hjá þér Leifur, en "um smekk verður ekki deilt"
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 14:57
Kynntu þér nú alvöru rappara áður en þú talar um að flestir rapptextar séu skelfilega illa samdir. Það er til gott rapp og það er til vont rapp. Vont rapp er það sem þú heyrir í íslensku útvarpi og flokkast undir "commerical rap". Til þess að finna gott rapp þarftu að nota aðra miðla t.d. youtube:
http://www.youtube.com/watch?v=95gP3m-uBHA&feature=fvst
http://www.youtube.com/watch?v=byyWQEYzS2A
http://www.youtube.com/watch?v=2l2O-JOXG_I
http://www.youtube.com/watch?v=KutXyPEEbQs
http://www.youtube.com/watch?v=FOqopkSQmx0
Áhugamaður um hip hop (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 21:15
Ok, ég trúi þér alveg, "áhugamaður", að til sé gott rapp að "þínu" mati. Þetta er bara ekki minn tebolli.
Eins og ég segi í fyrirsögn pistilsins, þá er þetta smekksatriði...
og um smekk verður ekki deilt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 21:56
Það er vissurlega smekksatriði hvaða tónlistastefnur henta hverjum og einum en um leið er samt hægt að átta sig á því að þessir rappar eru hæfileikaríkir, búa yfir góðu flæði og semja hnyttna texta.
Áhugamaður um hip hop (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.