Trúverðugleiki fræðslumynda

Fræðslu og heimildamyndir hafi verið í uppáhaldi hjá mér frá því ég var krakki. En þegar vit og þroski hefur færst yfir mig með árunum, hef ég komist að því að allar fræðslu og heimildamyndir hafa sinn söluvinkil og má segja að framleiðendur myndanna láti ekki sannleikan yfirskyggja dramatíska og góða sögu.

Discovery_Channel_logoOft er heimildagildi sumra kvikmynda ekki annað en það að vera ágæt heimild um tiltekna skoðun kvikmyndagerðarmannsins. Dæmi um það eru ýkju og bull myndir þeirra Al Gores og Andra Snæs Magnasonar.

Óvönduð vinnubrögð "Discovery Channel" (og fleiri aðilum úr þessum geira) í dýra og náttúrulífsmyndum sínum, hafa valdið mér miklum vonbrigðum. Mér finnst ég hafa verið svikinn af nákomnum ættingja eða vini.


mbl.is Gaf björnunum kökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Attenborough kallinn er nú alltaf frekar ábyggilegur. Hef annars ekki séð Draumalandið...enn ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 12:06

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, ekki einu sinni hann er ábyggilegur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.4.2010 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband