Satt og logið, sitt á hvað

Ef þessi frétt er algjörlega úr lausu lofti gripinn, þá er augljóst hver tilgangurinn er... og ég kann ekki við svona vinnubrögð.

Ef hins vegar kemur á daginn að Steingrímur hafi átt í einhverju leynimakki í þessu máli, þá er hann þar með búinn að framkvæma pólitískt "harakiri"... með stæl.


mbl.is Segir fréttina tilhæfulausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur

Tilgangurinn væri væntanlega að skapa tortryggni milli stjórnar og stjórnarandstöðu og fá stjórnarandstöðuna til þess að hætta samstarfinu.

En hver vegna ættu Bretar og Hollendingar að krefjast þess fyrst að Ísland komi með þverpólitíska samninganefnd og semja síðan framhjá henni við ríkisstjórn sem kæmi aldrei samning í gegnum forsetann nema með því að minnihlutinn styddi samninginn.

Ingólfur, 21.2.2010 kl. 00:01

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég þykist vita um stjórnmálaskoðanir þínar Gunnar ( svona lauslega )

Þannig að ég virði að meiru þig fyrir að fordæma svona vinnubrögð.

hilmar jónsson, 21.2.2010 kl. 00:13

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Vinnubrögð Icesave-stjórnarinnar eru vel þekkt og þau einkennast af svikum og prettum. Leyniplaggið úr Bandaríska sendiráðinu afhjúpaði rækilega hvað stjórnin er að gera.

Árásir stjórnarliða á alla sem koma þjóðinni til hjálpar eru gerðar tortryggilegar. Þetta framferði ríkisstjórnarinnar sjá útlendingar greinilega. Þeir tala allir um að Icesave-stjórnin standi fyrir: "coordinated media disinformation campaign".

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.2.2010 kl. 09:23

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst nú lágmark að kalla utanríkisnefnd saman eins og Davíð og Halldór gerðu ævinlega áður en þeir töluðu við útlent fólk í síma.

Árni Gunnarsson, 21.2.2010 kl. 10:07

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður Árni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.2.2010 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband