Fjögur bestu liðin

Fjögur bestu liðin á EM að þessu sinni eru Króatar, Frakkar, Íslendingar og síðast en ekki síst, Pólverjar.

Ég sá leik Frakka og Þjóðverja í dag og við erum klárlega með betra lið en þýskararnir. Frakkarnir eru ívið slakari en þeir hafa verið undanfarin ár og eru alls ekki ósigrandi.

Við megum tapa fyrir Króötum án þess að glata möguleikunum á sæti í undanúrslitum, en ég hef trú á að við vinnum þá og einnig Rússa og Norðmenn. Ég tel okkur eiga betra lið en síðast töldu liðin.

En við vinnum ekki þessi lið nema hafa geðveikina að leiðarljósi.


mbl.is Létt yfir leikmönnum landsliðsins á æfingunni í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir

Ekki fatt ég hvernig þú segir að við megum tapa fyrir Króötum. Þ´vi ef við töpum fyrir þeim þá getum við bara náð 7 stigum en Danir og Króatar 8 stigum, þannig að...

CRO      4
2 ISL      3
3 NOR      2
4 DEN      2
5 AUT      1
6 RUS      0

Kveðja

Arnar (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 21:30

2 identicon

Rétt hjá Arnari að við verðum að vinna Króaíu til að vera öruggir í undanúrslit. Og það verður afar erfitt og svo má ekki gleyma Norðmönnum sem eru gríðarlega sterkir og telja sig heppna að lenda í milliriðli með okkur.

andres (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 22:29

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að sjálfsögðu gef ég mér það að við vinnum Rússa og Norðmenn, því þá er í lagi að tapa fyrir Króötum, svo framarlega að Danir tapi stigi. En auðvitað er best að sleppa "Krísuvíkurleiðinni" í undanúrslitin

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.1.2010 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband