Færsluflokkur: Fjármál
Mér hefur lengi fundist að fjármagnstekjuskattur sem lagður er á verðbætur á innlánsreikningum varla geta staðist lög, a.m.k. ekki sanngirnissjónarmið. Margir vinstrimenn eru mér ósammála í þessu og segja fullum fetum að verðbætur séu tekjur og ekkert annað. Ég skil ekki það sjónarmið.
Samkvæmt orðanna hljóðan er fjármagnstekjuskattur skattur á tekjur, en um engar raunverulegar tekjur er að ræða í tilfelli verðbóta. Raunvirði innláns hækkar ekki með verðbótum.
Tillagan um að fjármagnstekjuskattur skuli álagður miðað við raunávöxtun í stað nafnávöxtunar tekur greinilega undir mitt sjónarmið.
Skattkerfið tekið í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | 6.9.2016 (breytt kl. 13:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég sé þessa seðla aldrei í umferð og hlutfall verðmæta þeirra af prentuðum seðlum segir lítið. Ef fólk þarf að burðast með mikið reiðufé á milli staða, eru þeir ágætir en sem gjaldmiðill í almennri smávöruverslun og þjónustu, eru þeir gjörsamlega óþarfir.
Mér segir svo hugur að þessi "auglýsing" frá Seðlabankanum, sé réttlæting á ótímabærri ákvörðun um prentun þessara seðla.
Vinsælir tíuþúsundkallar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | 30.1.2015 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég er með skammtímalán hjá Íslandsbanka og vextirnir af því hækkuðu í dag úr 9,17% í 9,25%. Þetta er auðvitað í takti við stýrivaxtahækkun Seðlabankans.
Venjan hefur verið sú að þegar svona vaxtahækkanir verða, þá hækki innlánsvextir einnig. Þessu er öfugt farið hjá Íslandsbanka.
Fyrir u.þ.b. 2 árum ákvað ég að setja vildarpunkta sem ég fæ fyrir kreditkortaveltu inn á verðtryggðan sparireikning. Reikningurinn er bundinn í 3 ár. Vextirnir snemma á síðasta ári voru 2,25%. Svo kom stýrivaxtahækkun en þá lækkuðu vextirnir í 2,05%. Snemma á þessu ári kom önnur stýrivaxtahækkun og þá lækkuðu vextirnir á þessum bundna reikningi í 1,8%. Í dag kom enn ein stýrivaxtahækkunin og viti menn, vextirnir á reikningi sem ég get ekki einu sinni hætt með og tekið út peningana, lækka niður í 1,7%. Ég er varnarlaus gegn þessu ofbeldi.
Við heyrum um ofurhagnað bankanna korteri eftir hrun.
Annað sem mér finnst fáránlega ósanngjarnt, en það er fjármagnstekjuskattur af verðbótum innlánsreikninga. Mér finnst sanngjarnt að borga skatta af tekjum, vaxtatekjum sem öðrum, en verðbætur eru ekki tekjur. Þær eru bætur á fjármagn vegna tjóns af verðbólgu.
20% skattur af vöxtum finnst mér of mikið en 20% skattur af verðbótum er glæpur. Sennilega flokkast þetta undir "Hvítflibbaglæp".
Stýrivextir hækka um 0,5 prósentur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | 16.5.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í Kastljósviðtali Helga Seljan, lagði Ögmundur áherslu á að hendur hans hefðu verið bundnar af lögum um fjárfestingar lífeyrissjóða og að þau lög byggðust á braski. Hann sagðist hafa gert athugasemdir við lagasetninguna og gaf þar með í skyn að hann hefði greitt atkvæði sitt gegn lagafumvarpinu, sem hann gerði ekki.
Lífeyrissjóðunum var gert að leita hámarksávöxtunar "og það var einn maður sem andmælti þessu og hann situr hér", sagði Ögmundur. Fréttastofa RUV sýndi fram á að Ögmundur greiddi atkvæði sitt MEÐ frumvarpinu.
Í viðtalinu kom í ljós að hann sat aldrei fjárfestingarnefndarfundi sem formaður í stjórn lífeyrissjóðsins, heldur skipaði hann´og stjórn lífeyrissjóðsins sérstakan fjárfestingarhóp. Sá hópur kom með fullmótaðar tillögur um fjárfestingar sem Ögmundur skrifaði alltaf gagnrýnislaust undir.
Svo þegar Hlelgi spyr hann hvort honum finnist hann þurfa að biðja sjóðsfélaga afsökunar á fjárfestingum sjóðsins, þá svarar Ögmundur: "Nei".
Viðtalið má sjá hér að neðan.
Ögmundur gagnrýnir Sjónvarpið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | 10.2.2012 (breytt kl. 16:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Áður en bankakreppan skall á heimsbyggðina, hafði hið meinta "bólugóðæri" eða "sýndargóðæri" ... eða hvað svo sem menn vilja kalla það, óneitanlega skilað okkur miklum ávinningi, bæði ríkissjóði og almenningi.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hafði borgað niður skuldir ríkisins með fádæma hraða í "góðærinu". Sá árangur er vanmetinn.
Þorri almennings fór hins vegar illa út úr hruninu vegna þess að hann jók skuldir sínar. Það gerði hann í þeirri góðri trú að kaupmátturinn yrði ekki fyrir skakkaföllum og að gengið og verðbólgan héldist tiltölulega stöðug. Annað kom á daginn.
Þeir sem töpuðu á skuldabréfabraski, höfðu sumir hverjir grætt á tá og fingri í einhver misseri og ár, áður en allt hrundi. Segja svo með grátstafina í kverkunum að þeir hafi tapað öllum miljónunum sínum.... (sem þeir græddu í góðærinu). Í sumum tilfellum var "raunverulegt" tap hjá bröskurunum margfalt minna en þeir grétu yfir.
Margir settu ævisparnaðinn í lotteríið og néru saman höndum í barnslegum spenningi í von um ofsagróða.
Ég vorkenni mest þeim sem einfaldlega létu ljúga að sér að gengislánin væru snilldarbragð og sömuleiðis þeim sem tóku bara venjuleg verðtryggð lán til þess að stækka við sig húsnæði, en misstu svo vinnuna í hruninu um leið og lánin ruku upp úr öllu valdi.
Ísland hefur ekki farið verst út úr kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | 22.10.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Flest erum við sammála um að ríkið þurfi skatttekjur. En skattahugmyndir vinstrimanna hafa alltaf gengið út á "því meira, því betra", og þá breytir engu þó "meira sé minna", bara ef hægt er að skattpína helvítis kapitalistana.
Það er nefnilega þannig að afleiðinga skattastefnu ríkisstjórnarinnar eru minni skatttekjur ríkissjóðs. Fyrir því liggja nokkrar ástæður.
- Flókið skattkerfi er dýrara í rekstri
- Flókið skattkerfi hvetur til skattsvika
- Háir skattar hvetja til skattsvika
- Háir skattar minnka veltu í þjóðfélaginu = minni skatttekjur
- Háir skattar á t.d. áfengi, eykur smygl og heimabrugg
- Minna svigrúm fyrir fyrirtækja að hækka laun
- Minni ráðstöfunartekjur fólks = minni skatttekjur
Ég hvet fólk til þess að kynna sér "Laffer-kúrfuna". Gúgglið það upp.
Fyrirtækjum mismunað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | 12.1.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Afleiðing ofsköttunar eru skattsvik. Vinur minn Albert Einstein átti í erfiðleikum með að skilja skattkerfin, þrátt fyrir yfirgripsmikla þekkingu á allskyns reikniformúlum. Annar vinur minn, Dr. Arthur Laffer, skildi þetta svolítið betur og kom fram með hina svokölluðu "Laffer - kúrfu"
Í örstuttu máli þá er dæmið sett upp svona:
Hvað fær ríkið miklar tekjur ef skatturinn er 0%? Og svarið er auðvitað; ekkert.
Hvað fær ríkið miklar tekjur ef skatturinn er 100%? Sama svar; ekkert.
Þannig að það er ljóst að til þess að hámarka tekjur ríkisins af skattheimtu, þarf að finna rétta prósentustigið, einhversstaðar á milli 0 og 100%. Samkvæmt Laffer-kúrfunni er 50% allt of mikið en fæstir vinstrimanna kjósa að trúa því. Á Youtube má finna kynningarmyndbönd um Laffer-kúrfuna og ég læt eitt fylgja hér með.
Margir Danir vinna svart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | 7.7.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 946213
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Herratíska : BOSS í sumarið 2025
- Inga Sæland – spilling frá a til ö
- Ísland þarf leiðtoga eins og Donald Trump
- Danska ríkissjónvarpið líkt og það íslenska dregur taum trans-hreyfinga
- Í landi Trump eru kynin aðeins tvö, hinsegin úthýst
- Efast um SA og samningamarkmið
- Mjakast þótt hægt fari
- Framhald á því sem ekki er?
- Stunguskófluslektið komið á kreik
- Bæn dagsins...