Færsluflokkur: Íþróttir
Eg hef verid ad fylgjast med tveimur sidustu skakum Hannesar i beinni utsendingu a: http://www.czechopen.net/en/live-games/ en tharna eru skakir a 15 efstu bordunum syndar.
Stadan i skak Hannesar thegar indverski stormeistarinn Magesh Chandran (2556) gafst upp. Hannes er heilum hrok yfir og ekki tharf ad spyrja ad leikslokum.
Thetta var 6. umferdin en skak Hannesar i 5. umferd vid russneska althjodameistarann Ivan Rozum, var mun dramatiskari. Hannes hefur telft af mikilli nakvaemni og skakin ur 5. umferdinni er agaett daemi um thad.
Ef fylgt er slodinni her ad ofan ma velja hvada skak sem er a listanum fyrir nedan skakbordid, og renna i gegnum skakirnar leik fyrir leik.
Hannes Hlífar efstur í Tékklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 27.7.2011 (breytt kl. 20:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að safna saman gömlum handboltastjörnum mun ekki skila AG þeim árangri sem vænst er til.
Þetta lið verður vissulega í titilbaráttu í Danmörku, en mun enga möguleika eiga í Evrópukeppninni. Þar eru mörg lið betri en svona samansafn gamalla stjörnuleikmanna.
En e.t.v. er þetta viðskiptalega sniðugt. Mikil aðsókn á heimaleiki og nægjanlegur styrkleiki til þess að komast eitthvað áfram í Evrópukeppninni.
Íslensku leikmennirnir munu þéna feitt á þessu lokaútspili á handboltaferlinum og það er hið besta mál. Vonandi halda þeir sér í nægjanlegu formi til þess að verða landsliðinu að gagni.
Andersson ráðinn til AG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 22.6.2011 (breytt kl. 21:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við vorum betri aðilinn lengstum gegn Hvít-Rússum en óheppnir í lokin. Við vorum mun lakari aðilinn á móti Svisslendingum og þeir eru einfaldlega með betra lið.
Það vissulega oft stutt milli hláturs og gráturs í þessari íþrótt sem öðrum, en það er engin skúrkur neinstaðar og mun ekki verða. Þetta er frábær reynsla fyrir strákana og frábær árangur nú þegar sem þeir hafa náð.
Ég bíð með tilhlökkun eftir leiknum í kvöld. Áfram Ísland!
Þunn lína skilur að hetjurnar og skúrkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 18.6.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úkraínumenn eru örugglega snöggir og tekknískir og vilja spila eitthvert dúkkuspil. Það má ekki leyfa þeim það heldur pressa þá um leið og við töpum boltanum.
Sjálfir erum við með fljóta og hæfileikaríka fótboltamenn í flestum stöðum á vellinum, ekki síst á köntunum framávið og getum auðveldlega refsað mótherjanum með vel útfærðu skyndisóknum. Líkurnar á að slíkt heppnist eru verulega meiri ef okkar mönnum tekst að "stela" boltanum eftir góða pressu og keyra svo á þá.
Áfram Ísland!
Alfreð: Fyrsti leikurinn gríðarlega mikilvægur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 9.6.2011 (breytt kl. 19:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gullaldarlið okkar í handbolta undanfarinna ára með Ólaf Stefánsson sem kjölfestu, mun að öllum líkindum hverfa frá og með Ólympíuleikunum í London árið 2012.
Handbolti, líkt og aðrar boltaíþróttir, byggist á liðsanda en flest bestu boltaíþróttaliðin eru leidd áfram af leiðtoga. Oftast er það "besti" einstaklingurinn, þó ekki sé það algilt.
Í tilfelli Ólafs er hann leiðtogi ... og bestur.
Leiðtogahlutverk hans er óumdeilt þrátt fyrir að samherjar hans í landsliðinu séu flestir leiðtogar, hver í sínu liði. Slík virðing er borin fyrir "King Olaf"
Það er auðvitað augljóst að ferill Ólafs er kominn að fótum fram eftir ótrúlega langan og farsælan feril, en hann gæti átt eitt "gott mót" eftir með landsliðinu í viðbót. Þó Ólafur skori að jafnaði ekki eins mörg mörk og hann gerði áður, hvorki með landsliði né félagsliði, þá spilar hann magnað hlutverk í sóknarleik síns liðs, frá upphafi til enda. Uppbygging hraðaupphlaupa er orðin að listgrein hjá Guðmundi þjálfara og Ólafi.
Ef skoðaður er núverandi landsliðshópur Guðmundar, má flokka hann í þrjá flokka:
- Ungir:
Sveinbjörn Pétursson, Akureyri
Arnór Þór Gunnarsson, TV Bittenfeld
Aron Pálmarsson, Kiel
Oddur Gretarsson, Akureyri
Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK
Ólafur Guðmundsson, FH
Þetta eru samtals 6 leikmenn, eða 6/18 af landsliðshópi Guðmundar og það hlutfall held ég að sé bara nokkuð gott.
Það eru hinir tveir flokkarnir sem ég hef meiri áhyggjur af.
- Á góðum aldri:
Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten
Hreiðar Leví Guðmundsson, Emsdetten
Arnór Atlason, AG Köbenhavn
Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn
- Gamlir:
Alexander Petersson, Fücshe Berlin
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf
Guðjón Valur Sigursson, Rhein-Neckar Löwen
Ingimundur Ingimundarson, AaB
Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen
Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen
Sverre Jakobsson, Groswallstadt
Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf
Þarna er hlutfallið 4/18 og 8/18. Jafnvel mætti setja Snorra Stein í gamlingjaflokkinn og þá er hlutfallið orðið 3/18 og 9/18. Og seinni hálfleikur er hafinn hjá Arnóri fyrir dálitlu síðan.
Þá erum við að tala um 1, segi og skrifa; "einn" útileikmann á "góðum" aldri, því hinir tveir eru markmenn. Við þurfum að vera snöggir að brúa þetta bil ef ekki á illa að fara. Innan skamms gæti talan verið "núll" í flokknum "Á góðum aldri" af útileikmönnunum þegar Arnór skríður á aldur.
Ég hef áhyggjur af þessu.... ég verð að segja það.
Ps. Að vísu má segja að Aron Pálmarsson geti fylgt hóp leikmanna af hvaða kaliberi sem er. Hann er þegar í alþjóðlegum klassa, en þarf eitthvert örlítið "push" til aðkomast á toppinn. Kannski það séu bara 1-2 ár, það eina sem hann þarf?
Arnór Þór og Ólafur Bjarki í landsliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 31.5.2011 (breytt 1.6.2011 kl. 18:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég vona að sú staðreynd að tveir afbragðsgóðir fótboltamenn, þeir Kristinn Steindórsson og Guðlaugur Victor Pálsson komast ekki í 21 árs liðið, beri vott um mikla breidd í íslenska hópnum, en ekki dómgreindarskort Eyjólfs Sverrissonar.
Ég er "næstum" því 100% viss um að Eyjólfi Sverrissyni skorti dómgreindarskort á þessu sviði, þrátt fyrir að árangur hanns með A-liðinu hefði verið næstum háðuglegur á sínum tíma. Þá átti að henda honum út í þjálfun, beint í "djúpu laugina", líkt og gerðist þegar hann varð alþjóðleg fótboltastjarna, án þess að hafa nokkurn tíma áður leikið nema í þriðju efstu deild í heimalandi sínu, náskeri í ballarhafi.
Eyjólfur er náttúrulega eitilharður nagli og lætur ekki mótvind brjóta sig niður. Hann er fæddur leiðtogi og þurfti örlitla "sundþjálfun", sem hann virðist hafa fengið með A-liðinu.
Hann hefur náð yndislegum árangri með þetta 21 árs lið og á skilið fullkomið traust, allt til loka þessa verkefnis.
Áfram Ísland!
Eyjólfur valdi 23 leikmenn fyrir EM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 31.5.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég fagna endurkomu Eiðs Smára í landsliðið og vonandi verður nærvera hans til góðs fyrir liðið. Eiður virðist í fanta formi þessa dagana og hann er örugglega búinn að fá að heyra "Torress-brandarann" nokkrum sinnum að undanförnu, um að hann þurfi aðstoð við að finna netið.... hjá Vodafone.
Mér finnst hins vegar að það þurfi eitthvað að skoða vörnina betur.
Indriði Sigurðsson, Kristján Örn Sigurðsson og Hemmi karlinn Hreiðars.
Getum við ekki betur en þetta?
Eiður í landsliðinu gegn Dönum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 24.5.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þessi íþrótt, ásamt flestum öðrum, byggist á líkamlegum styrk, snerpu, hraða og úthaldi, ásamt tæknilega útfærðum atriðum.
Þeir strákar sem eru komnir í landsliðið í handbolta 16-17 ára gamlir, hafa flestir hverjir tekið út dágóðan líkamlegan þroska.... svona miðað við meðaltalið í landinu.
Ég held að þetta sé ekki svo slæmt hjá stelpunum. Og hver segir að þær geti ekki unnið þá?!
Konurnar töpuðu fyrir piltunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 24.5.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Handboltinn er mikil snertiíþrótt, ólíkt sumum öðrum boltaíþróttagreinum, s.s. körfubolta. Á línunni verða oft harðir pústrar og þar er togað og klipið óspart ef hægt er að komast upp með það.
U17 ára landslið pilta fær það skemmtilega verkefni að glíma við íslenska A-landslið kvenna í handbolta. Ég hef grun um að piltarnir verði eitthvað feimnari að klípa og þreifa andstæðing sinn en hinar lífsreyndu dömur í A-liðinu.
Þær munu örugglega skemmta sér vel.
Tyrkirnir eru gostepptir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 23.5.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn sjötugi Pele lét þessi orð falla í tilefni endurkomu New York Cosmos í MLS deildina í Bandaríkjunum.
Þetta kemur fram í netmiðli goal.com
Karlagrobbið byrjar oft um sjötugt
En auðvitað var kallinn asskoti góður.
Frábært mark hjá Messi (myndband) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 27.4.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 946084
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Leiðir til að sökkva samfélagi, eða forðast það
- Uppgjör við 2024 og pælingar varðandi 2025
- Hvaðan á kvótinn að koma?
- Sjö fallnar sýnir
- Hlutverk vindorkuvera á Íslandi
- HÚN GETUR EKKI VERIÐ ELSTA MANNESKJA HEIMS EF HÚN ER LÁTIN.....
- Áramóta annáll fyrir 2024
- Smávegis af desember
- Gamlir skandalar lifa enn
- Hættu að spyrja um spillinguna
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Tók sitt eigið líf fyrir sprenginguna
- Neituðu að birta mynd af auðjöfrum krjúpa fyrir Trump
- 18 ára drengur fangelsaður í Dúbaí fyrir samræði
- Kanslari Austurríkis stígur til hliðar
- Jimmy Carter kvaddur
- Átta milljarða vopnasala til Ísraels
- Alþjóðaflug til Damaskus hefst aftur í næstu viku
- Ungmenni handtekin fyrir að undirbúa hryðjuverk
- Íslandsvinurinn með tengingu við bresku konungsfjölskylduna
- Elsta manneskja heims látin