Hjólað í vinnuna

Ef ég ætti reiðhjól, þá myndi ég frekar hjóla í vinnuna en skjögrast um á Trapant. Þessir bílar hafa aldrei heillað mig en sumir virðast taka miklu ástfóstri við þessar dollur. Það er eins og að mig minni að til sé félagsskapur Trabant-eigenda... er það ekki?

  http://hjoladivinnuna.is/Heim  á vegum ÍSÍ, fer fram 6. - 26. maí í ár. Starfsfólk Grunnskólans á Reyðarfirði tekur þátt af miklum krafti og hafa stofnað tvö lið og svo er fyrirhugaður sérstakur hjóladagur með nemendum skólans í lok maí, þar sem lögreglan mun yfirfara hjól og björgunarsveitin Ársól mun verða með fræðslu um notkun reiðhjólahjálma. Krökkum 15 ára og yngri er skylt samkvæmt lögum að nota þann sjálfsagða öryggisbúnað en ekki þeim eldri, sem er óskiljanlegt. Hegðun og atferli fullorðna fólksins í umferðinni er krökkunum fyrirmynd og að sjálfsögðu eiga ALLIR að nota hjálm, eins og t.d. öryggisbelti í bíl.

Lögreglan á Íslandi mætti e.t.v. tak kollega sína í Danmörku sér til fyrirmyndar? Smile

Þessi er nokkuð smellin

hjolað

 


mbl.is Trabantinn lifði dauðann af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég náði í hjólið mitt í viðgerð í dag, nú verður þetta sko tekið með trompi!!

Rannveig (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:49

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.5.2009 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband