Lélegt, átti að fara 4-0

Íslenska skáklandsliðið er óvenju stigalágt að þessu sinni en lið Lúxemborgar er þó mun stigalægra. Meðalstig þeirra gegn okkur var tæp 2.200 stig en okkar manna var 2.450 stig.

Björn Þorfinnsson tefldi á 3. borði (2402) og tapaði sinni skák. Andstæðingur hans var aðeins með 2.119 stig og því tæpum 300 stigum lægri. Það á ekki að fegra þessi úrslit. Það er sjálfsögð krafa að vinna svona lið með fullt hús. Eitt jafntefli hefði verið slys, en ásættanlegt.

Hjörvar Steinn Grétarsson (2452) vann magnað afrek í fyrstu umferðinni, þegar hann vann hinn reynda ofurskákmann, Alexei Shirof (2705) , sjá HÉR


mbl.is Sigur á Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband