Færsluflokkur: Umhverfismál

Dreg þetta stórlega í efa

notrightÞegar sniðug rafmagnstæki koma  fyrst á markað, þá hef ég ekki mikla trú á því að fólk spekúleri í "grænt/ekki-grænt". Ef fólk sér praktísk not fyrir hlutinn, þá kaupir það hann. Þegar flatskjár-æðið brast á, hver var þá að spá í þessa hluti? Svo fara svona pælingar líka eftir efnahagsástandinu. Í kreppu þá kaupir fólk einfaldlega það sem er hagstæðast fyrir budduna. Venjulega er umhverfisvænt dýrara, einnig í matvælum. Umhverfisvænir þvottalegir, t.d. olíuhreinsar, virka lítið sem ekkert, en kosta samt jafnmikið eða jafnvel meira.
mbl.is Framtíðin er græn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr matseðill - "Road Kill Grill"

Það getur verið lífshættulegt fyrir fólk að keyra á hreindýr og eignatjón er alltaf verulegt þegar slíkt gerist. Það hefur færst töluvert í vöxt hér eystra að keyrt sé á hreindýr, sérstaklega eftir að vegurinn "um fjöllinn" var færður og með tilkomu Kárahnjúkavegar.

Ég skil vel hugmyndina að flytja hreindýr á Reykjanesskagann, en ég held að það sé óráð af ofangreindri ástæðu og fleirum reyndar. Hreindýr þrífast best í meginlandsloftslagi og Norð-Austur og Austurland kemst næst því hér, á landinu bláa að bjóða upp á slíkt loftslag. Kostnaður við eftirlit, girðingar og skemmdir á trjágróðri verður vandamál. Veiðiþjófnaður verður örugglega líka töluverður.

RoadKill


mbl.is Vara við hugmyndum um hreindýr á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hnattrænni hlýnun frestað

funny-dogs-uÞað virðist vera óvenju kalt um allt norðuhvel jarðar þessa dagana. Það halda því margir fram (líka vísindamenn) að hitastigið á jörðinni stjórnist fyrst og fremst af virkni sólarinnar og virkni hennar sé háð reglubundnum sveiflum. Það er staðreynd að virknin var óvenju mikil þegar hlýjast var um aldamótin, +/- 5 ár. Nú er virknin hins vegar lítil.
mbl.is Yfir milljón rafmagnslaus í BNA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband