Nýr matseðill - "Road Kill Grill"

Það getur verið lífshættulegt fyrir fólk að keyra á hreindýr og eignatjón er alltaf verulegt þegar slíkt gerist. Það hefur færst töluvert í vöxt hér eystra að keyrt sé á hreindýr, sérstaklega eftir að vegurinn "um fjöllinn" var færður og með tilkomu Kárahnjúkavegar.

Ég skil vel hugmyndina að flytja hreindýr á Reykjanesskagann, en ég held að það sé óráð af ofangreindri ástæðu og fleirum reyndar. Hreindýr þrífast best í meginlandsloftslagi og Norð-Austur og Austurland kemst næst því hér, á landinu bláa að bjóða upp á slíkt loftslag. Kostnaður við eftirlit, girðingar og skemmdir á trjágróðri verður vandamál. Veiðiþjófnaður verður örugglega líka töluverður.

RoadKill


mbl.is Vara við hugmyndum um hreindýr á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það má vel búast við því að einhver óþægindi myndu fylgja því að vera með hreindýr á Reykjanesskaga, en þau gætu vel þrifist þar. Mun betur færi á því að koma upp stofni í uppdveitum Borgafjarðar eða á mið norðurlandi, þar færi velum dýrinn og fleiri kæmust að við veiðar, bekkurinn í því er mjög þéttsetinn eins og staðan er í dag, sjá nánar hér:

http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/756170/

Eiður Ragnarsson, 28.12.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þennan fróðleik Eiður. Hvet alla til að kíkja á linkinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 23:50

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kosturinn við Austurland fyrir hreindýr, er líka sá að stofninn er í náttúrulegri gíslingu þar og því lítið um að þau þvælist út fyrir svæðið, sem er víst gott vegna saufjárveikivarna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband