Færsluflokkur: Menning og listir

David Archuleta, sigurvegari American Idol

Nú fer senn að líða að því að sigurvegri American Idol verði kynntur. Ég er búinn að segja, frá því ég heyrði í þessum 17 ára pilti fyrst, að hann muni vinna þessa keppni. Er einhver tilbúinn að veðja við mig? Cool Tvö fyrri myndböndin eru framlög hans í kvöld

Mér skilst að þessi video detti út af youtube á miðnætti annað kvöld. Hér fyrir neðan er David að syngja Imagine fyrr í keppninni og ég setti það inn í bloggið hjá mér á sínum tíma, en svo datt það út. Ég held að þessi innsetning haldi... vonandi. Frábær söngvari og túlkandi.


Gríðarlegt, ótrúlegt, obbosslegt

Þau Regína Ósk og Friðrik Ómar vöktu mikla lukku í gærkvöldi.Fréttir af mótökum júró-fólksins okkar í keppnunum hafa alltaf verið á þessum nótum. Var það ekki annars örugglega líka þannig þegar Daníel Ágúst söng lagið hans Valgeirs Það sem enginn sér (heyrði) ?

Verður maður samt ekki að vera bjartsýnn fyrir hönd okkar fólks? Það er ekkert gaman að þessu öðruvísi.

chatroom

Smá fróðleikur fyrir júró-aðdáendur: http://www.bubblegun.com/


mbl.is Vel lukkuð veisla Eurobandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amma og kynlífið

Engin vill vita um kynlíf afa og ömmu. Bölvaðir fordómar náttúrulega í mér, enda löngu orðinn afi Blush

En fordómar mínir gera það að verkum að mig langar ekkert til að sjá kynlýfsgjörning Dr. Ruth Westheimer, sem komin er til landsins í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. En ég get stungið upp á nokkrum öðrum konum í staðin fyrir kynlífsfræðingin, ef hún skyldi forfallast Joyful


mbl.is Kynlífsgjörningar Dr. Ruth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Táknrænt?

Mynd 460217 Á þetta að vera yfirlýsing um yfirvofandi hækkun sjávarmáls vegna hnattrænu hlýnunarinnar? 7 metra hækkun Al Gores?

Al Gore gerir ekkert í því að leiðrétta þvæluna í fyrirlestri sínum. Ég tók eftir því þegar ég hlýddi á hann í Háskólabíói um daginn. Vitleysurnar hafa m.a. leitt til dómsúrskurðar í Bretlandi, sem bannar að Óskarsverðlaunamynd hans sé notuð sem kennsluefni í grunnskólum.

global-warming-swimwear

Al Gore yfirsást þetta sönnunargagn um hnattræna hlýnun. Hvar endar þetta?!!


mbl.is Húsi sökkt í Tjörnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I should be sleepin´ like a log

Þekktur breskur grínleikari, sem ég man ekki lengur hver var, las upp textann hér að neðan eins og hann væri dýrt kveðið ljóð. Afurðin var gefin út á hljómplötu fyrir sennilega 30 árum síðan og var spiluð töluvert í útvarpinu á sínum tíma. Upplesturinn var ótrúlega hlægilegur. Man einhver hvaða leikari þetta var?

Textar Bítlanna voru mjög góðir.... fyrir sinn hatt og sumir meira að segja rúmlega það. En þeir eru ekki endilega merkilegir þegar þeir standa einir. Það á við um flesta dægurlagatexta, þó að sjálfsögðu með ágætum undantekningum.

Bubbi Morthens heldur að textarnir hans séu meistarasmíð, enda sagði hann sjálfur einhverntíma í viðtali, að hann vandaði sig mikið við textasmíðina og hætti ekki fyrr en hann vissi að ekki væri hægt að gera betur. Hmmmm....ErrmShockingSick  

A hard day´s night

It's been a hard day's night, and I've been working like a dog
It's been a hard day's night, I should be sleeping like a log
But when I get home to you I'll find the things that you do
Will make me feel alright

You know I work all day to get you money to buy your things
And it's worth it just to hear you say you're going to give me everything
So why on earth should I moan, 'cause when I get you alone
You know I feel ok

When I'm home everything seems to be right
When I'm home feeling you holding me tight, tight

Owww!

So why on earth should I moan, 'cause when I get you alone
You know I feel ok

When I'm home everything seems to be right
When I'm home feeling you holding me tight, tight, yeah

It's been a hard day's night, and I been working like a dog
It's been a hard day's night, I should be sleeping like a log
But when I get home to you I'll find the things that you do
Will make me feel alright
You know I feel alright
You know I feel alright...

  
          

mbl.is Dýrmætur texti hjá John Lennon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband