Færsluflokkur: Skoðanakannanir
Ég er búinn að vera með skoðanakönnun um kaup Kínverjans Nupo á Grímsstöðum ansi lengi. Það kom mér á óvart hversu margir voru/eru tortryggnir í hans garð. Niðurstaðan úr minni skoðanakönnun er nokk í samræmi við aðrar.
Spurt er
Skoðanakannanir | 6.4.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mér finnst alveg með ólíkindum að sjá hversu margir hægrimenn eru á móti kaupum Huang Nupo á Grímsstöðum á Fjöllum. Við hvað er menn eiginlega hræddir?
Þjóðin á að fá að taka ákvörðun um málið. Ég sætti mig ekki við að geðþóttaákvörðun Ögmundar ráði hér för.
Skoðanakönnun er hér til hægri á bloggsíðunni. Endilega takið þátt.
Beiðni Huangs synjað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | 25.11.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég hef ekki skipt um skoðanakönnun hér á blogginu frá Icesave-kosningunum. En hér kemur s.s. niðurstaðan úr henni og því er hægt að setja hana í "Case closed" möppuna til varðveislu um aldur og ævi.
Spurt er:
Ætlar þú að samþykkja Icesave III ?
Hlutfallið var mun jafnara í upphafi kosninganna en "Nei" mönnum óx ásmegin.
Skoðanakannanir | 30.5.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðasta skoðanakönnun hjá mér var:
Spurt var: Hvað er til ráða varðandi stjórnlagaþing?
Ekki mikil þáttaka í þessari könnun en nú er komin önnur hér til vinstri og spurt er: "Ætlar þú að samþykkja Icesave III?" Endilega takið þátt. Ekki er hægt að rekja IP-tölur eða neitt slíkt varðandi svona kannanir á blogginu, svo fólk þarf ekki að vera "hrætt" við þáttöku.
Óviðunandi ábyrgðarleysi forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | 23.2.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í síðustu skoðanakönnun hér á bloggsíðunni, spurði ég:
Í hvaða sæti lendir Ísland á HM í Svíþjóð?
Niðurstaðan varð þessi:
Í nýrri skoðanakönnun spyr ég um hvað sé til ráða vegna stjórnlagaþings.
Alexander stóð sig best Íslendinganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | 31.1.2011 (breytt kl. 12:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í skoðanakönnun sem ég hef haft á blogginu að undanförnu, er spurt:
Á að draga Steingrím J. Sigfússon fyrir landsdóm, sem höfuð ábyrgðarmanns "Svavars-samningsins"?
Niðurstaðan er afgerandi, ólíkt þeirri könnun sem ég gerði um hug fólks, varðandi Geir Haarde. Yfir 75% vilja Steingrím á sakamannabekk en 44% óskuðu hins sama fyrir Geir.
Ég bendi á nýja könnun hér til hliðar.
Enn tekist á hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | 11.1.2011 (breytt kl. 12:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég hef haft um nokkurn tíma þessa skoðanakönnun á blogginu. Niðurstaðan kemur mér frekar á óvart því ég bjóst ekki við að svona margir vildu draga Geir fyrir landsdóm.
En svona er niðurstaðan hér og því forvitnilegt í framhaldinu að skoða hug fólks til þeirrar hugmyndar að draga Steingrím J. Sigfússon, fyrir landsdóm sem höfuðábyrgðarmaður "Svavars-samningsins". Ég var að spá í hvort Svavar sjálfur, Indriði H.Þorláksson og Jóhanna forsætisráðherra, ættu ekki að vera nefndir líka í spurningunni, en í þessari könnun læt ég Steingrím J. einann á sakamannabekkinn.
En hér kemur s.s. niðurstaða síðustu könnunar. Endilega takið þátt í þeirri nýu.
Spurt var: Er rétt að draga Geir Haarde fyrir landsdóm?
Icesave á endastöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | 12.12.2010 (breytt 15.12.2010 kl. 00:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég setti í gang skoðanakönnun á miðju leiktímabili í Pepsí deildinni, og spurði hverjir yrðu meistarar. Þetta var niðurstaðan: (Ég bendi á nýja skoðanakonnun hér til hliðar)
Spurt er
Meistararnir nákvæmastir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | 29.9.2010 (breytt kl. 08:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Niðurstaða skoðanakönnunarinnar sem ég hef haft á blogginu undanfarnar vikur, varð ljós fljótlega.
Spánverjar hlutu flest atkvæði, eða tæp 19%. Þeir eru líklegri á morgun, en einhvern veginn er ég að vonast eftir hollenskum "Total" fótbolta, sem yfirspilar dúkkufótbolta Spánverjanna. Hér er röðin eftir atkvæðafjölda. Þrjú af þessum liðum fóru í undanúrslit.
- Spánn
- Argentína
- England
- Brasilía
- Þýskaland
- Holland
Bendi á nýja skoðanakönnun hér til hliðar. (Ég er ekki að biðja ykkur að kjósa uppáhalds liðið ykkar, heldur hverja þið teljið raunverulega líklegasta til að hampa titlinum í haust)
Brons til Þýskalands í fjórða sinn eftir 3:2 sigur á Úrúgvæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | 11.7.2010 (breytt kl. 01:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Skoðanakönnunin sem ég er með hér til hliðar; "Hverjir verða heimsmeistarar í knattspyrnu í sumar?", sýnir í dag Spánverja leiða í könnuninni sem líklegasta liðið til að hampa bikarnum. Skammt undan eru þó Argentína, Brasilía og England.
Sjálfur hakaði ég við Englendinga, kannski frekar af óskhyggju en raunsæi. Ég held með þeim, .... yfirleitt, utan ég hélt með Hollendingum árið 1974 og Brössunum árið 1982. Paolo Rossi, framherji Ítala sá um að rjúfa heimsmeistaradraum Brasilíumanna, en keppnin var haldin á Spáni ´82.
Mörg lið koma til greina sem handhafi heimsbikarsins í keppninni sem haldin verður í Suður Afríku í sumar. Ég hefði sennilega átt að hafa Portúgal sem valmöguleika í könnuninni.... en þá kemur líka spurning um Króata, Serba, Rússa....
Ég held að Serbía verði sputniklið mótsins með varnarjaxlinn Vidic í fararbroddi. Nöfn eins og Ivanovic, Stankovic, Krasic, Jovanovic og Pantelic, eru þess virði að leggja á minnið, lesendur góðir. Sérstaklega Krasic. Hann er ljóshærður kantmaður og ekki ósvipaður á velli og Pavel Nedved, hinn tékkneski.
Sömuleiðis er Jovanovic athyglisverður framherji, leikmaður sem Liverpool hefur verið að bera í víjurnar við ásamt fleiri stórliðum. Þessi 28 ára gamli leikmaður er samningslaus í sumar við hið belgíska lið Ásgeirs Sigurvinssonar, Standard Liege.
Gott mót hjá honum, ásamt restinni í serbneska liðinu, myndu tryggja þeim flestum risasamninga við stærstu klúbba Evrópu.
Skoðanakannanir | 4.4.2010 (breytt 5.4.2010 kl. 07:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946001
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Svona lítur áhöfnin út á nýju " RÍKIS-SKÚTUNNI"; hvort sem að fólk sé með eða á móti þessarri ríkisststjórn:
- Ef gamla samfylkingin er
- Fyrstu tuttugu dagar desember 2024
- Æsifrétt dagsins
- -nanoafnanoafnano-
- Bæn dagsins...Sömu örlög henda alla menn..
- Fyrirbyggjandi aðgerðir
- Sniðganga, ríkissksókari sniðgengur starfsmann sinn.
- Jólasveinarnir
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ