Færsluflokkur: stóriðja og virkjanir
Helstu tromp andstæðinga álframleiðslu á Íslandi hafa verið aðallega þrjú;
- að ál sé óumhverfisvænt og framleiðsla þess mengi of mikið
- að miklu sé fargað af áli og sé því illa endurnýtt
- að álnotkun fari minnkandi í framtíðinni og álverð lækki
Allt er þetta alrangt. Varðandi fyrsta liðinn þá verður að skoða málið (álið) heildrænt. Þegar það er gert þá kemur í ljós að álframleiðsla mengar minna samanborið við t.d. stál.
Enginn málmur er endurunninn í ríkari mæli en ál og allar spár hafa gert ráð fyrir að álnotkun muni aukast næstu áratugina.
Þegar andstæðingar álvers og virkjanaframkvæmda á Austurlandi ólmuðust sem mest með gífuryrðum og bulli á árunum 2000-2007, voru ofangreindar fullyrðingar þeirra helstu tromp.
Ég sagði það þá og ég segi það enn: Það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi þessa fólks.
Bílaiðnaðurinn kaupir upp álið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 20.6.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eitt af helstu trompum andstæðinga virkjana á Austurlandi, (Eyjabökkum og við Kárahnjúka) var m.a. að gæsastofninn á Íslandi yrði fyrir skakkaföllum vegna framkvæmdanna.
Reyndar áttu hreinsdýrin að verða fyrir áfalli líka, ásamt spóum, lóum og selum, frá Fljótsdal til Héraðsflóa. Að ógleymdum blessuðum þorskinum á Austfjarðamiðum, vegna breytinga á vatnsrennsli. (Jú, þið lásuð rétt, náttúruverndarsamtök sögðu alþjóð frá þessu í fullri alvöru)
Lífríkið við Eyjabakka og Kárahnjúka hefur nú verið vaktað í 12 ár og Náttúrustofa Austurlands birti nýlega skýrslu vegna vöktunarinnar. Þeirrar skýrslu verður trauðla getið í áróðursritum náttúruverndarsamtaka, því niðurstaðan er þver öfug við heimsendaspár þeirra.
"Í ljós kom að heiðagæsavarpið hefur aukist um rúman helming frá árinu 2000 á vöktuðum hluta vatnasviðs Kárahnjúkavirkjunar. Gæsunum hefur á móti fækkað á Eyjabökkum. Ekki er ljóst hver ástæðan er en því er velt upp í skýrslunni að svæði hafi verið orðið of þétt setið fyrir nokkrum árum og hluti fuglanna þar flutt sig annað."
Eins og segir í Austurglugganum .
Hjörleifur með efasemdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 12.4.2012 (breytt kl. 22:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rammaáætlun er ekki hugsuð sem hlaðborð fyrir orkufyrirtækin. Hún er tillaga um nýtingu landssvæða á grundvelli faglegra upplýsinga og þekkingar, segir Svandís Svavarsdóttir á Visi.is
Rammaáætlun var unnin af fagaðilum sem mátu svo að virkjanir í neðri hluta Þjórsár væru eðlileg skref í nýtingu vatnsafls. Málið var tekið úr faglegu mati, enda hafði einn þingmanna VG, Guðfríður Lilja, hótað því að styðja ekki ríkisstjórnina ef farið yrði í þessar virkjanir. Ríkisstjórn sem hangir á bláþræði, má ekki við slíku.
Svandís segist ósammála Herði um að nægar rannsóknir hafi farið fram varðandi laxastofna í Þjórsá. Við teljum að rýna þurfi í þessi mál miklu betur og höfum fengið fjölmargar ábendingar þar um. Í anda Árósasamningsins viljum við láta umhverfið njóta vafans og skoða málið betur.
Rammaáætlunin... ekki hlaðborð fyrir orkufyrirtækin? Er orkugeirinn óvinur vinstrimanna?
Segja ómetanleg náttúruverðmæti tapast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 5.4.2012 (breytt kl. 10:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrst var það Urriðafoss. Hann átti að búa yfir ómetanlegri fegurð og draga að sér ógrynni ferðamanna.
Þegar sú fullyrðing fékk lítinn hljómgrunn meðal almennings, þá kom fullyrðing um ómetanlegt gróið land sem færi undir uppistöðulón.
Þegar almenningur tók ekki undir það, þá var það laxinn. Einstæður laxastofn (sem aldrei var talað um áður) yrði í bráðri hættu. Þessu var slegið fram og fullyrt með fulltingi Orra Vigfússonar. Rannsóknir Landsvirkjunar bentu til að vissulega yrði laxastofninn fyrir áhrifum, en fjarri því að hann væri í einhverri hættu, enda gerðar viðeigandi ráðstafanir.
Nú skulu öll áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsár, settar í bið. Náttúran á að njóta vafans.
Aðferðarfræðin er alltaf eins. Þegar ein fullyrðingin er hrakin þá kemur bara önnur... og svo önnur og önnur. Þannig var það í baráttu þessa fólks gegn Kárahnjúkavirkjun. Hver bomban af annarri.
Síðasta hálmstráið í þeirri baráttu var að fá erlenda konu sem titlaði sig verkfræðing til að segja þjóðinni að stíflan við Kárahnjúka væri dauðagildra sem gæti brostið.
Virkjanir í Þjórsá settar í biðflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 30.3.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það á auðvitað ekki að koma nokkrum manni á óvart að vinnan við rammaáætlunina yrði marklaust plagg.
Opið og faglegt ferli eru orðin tóm hjá hinni hreinu og tæru vinstristjórn. Hluti stjórnarliða hefur bitið í sig að virkja ekki neðri hluta Þjórsár og niðurstaða fagaðila varðandi það mál er hunsuð.
Guðfríður Lilja hefur sagt opinberlega að hún styðji ekki stjórnina ef þarna verður virkjað. Þá verður auðvitað ekki virkjað. Valdastólarnir eru mikilvægari en málefnin.
Mikið reiptog á bak við tjöldin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 10.3.2012 (breytt kl. 14:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lítil sem engin gagnrýni kemur frá fjölmiðlum landsins á störf og umsagnir forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, um hin ýmsu mál er varðar starfsemi fyrirtækisins. Hörður hefur ítrekað sýnt svo ekki verður um villst að hann gengur erinda Samfylkingarinnar í störfum sínum og afstöðu til mála, bæði varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir og framkvæmdir frá fyrri tíð, sjá t.d. hér og hér . Hann sagði t.d. í þann 7. febrúar 2011, um fjármögnun Búðarhálsvirkjunar:
" Lausn Icesave-deilunnar, sem nú hillir undir, gæti haft úrslitaáhrif." hér
Þetta var innlegg forstjóra LV í pólitískt áróðursstríð ríkisstjórnarflokkanna um að vissara væri fyrir þjóðina að samþykkja Icesave III, annars yrði Ísland að "Kúbu norðursins."
Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave var 9. apríl en 23. mars veitti Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) 70 milljónir evra lán, eða að jafnvirði um 11,3 milljarðar króna. Landsvirkjun undirritaði sambærilegt lán frá Norræna fjárfestingarbankanum þann 16. mars síðastliðinn að fjárhæð 70 milljónir Bandaríkjadollara. (hér)
Landsvirkjun tekur 10,5 milljarða lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 30.12.2011 (breytt kl. 17:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Steingrímur J. Sigfússon sagði í sjónvarpsviðtali, þreytulegur og útttaugaður að sjá, að þessi skattur yrði lagður á, því ekki væri ástæða til að gera Ísland að skattaparadís fyrir mengandi stórfyrirtæki.
Hvort meira er að marka Samfylkinguna eða VG verður að koma í ljós. Á meðan hljóta erlendir fjárfestar að vera tvístígandi, ef þeir hafa áform um að fjárfesta á Íslandi.
Gjaldið fallið um sjálft sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 25.11.2011 (breytt kl. 12:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar tala í kross. Orðspori Íslands fer enn hrakandi gagnvart erlendum fjárfestum.
Ég sem hélt að botninum hefði verið náð með bankahruninu.
Ætla ekki að tvískatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 24.11.2011 (breytt kl. 18:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úr því öfga náttúruverndarsjónarmið fá ekki almennan hljómgrunn í þjóðfélaginu, þá er farin önnur leið til að ná markmiðunum. Leiðin er sú að senda skýr skilaboð til umheimsins að ekki sé þorandi að fjárfesta í iðnaði á Íslandi. Reyndar ná skilaboðin yfir allar atvinnugreinar, ef því er að skipta.
Samningar við íslensk stjórnvöld um rekstraumhverfi fyrirtækja eru einskis virði. Helferðarstjórninni er ekkert heilagt, hún breytir rekstrarumhverfinu bara, ef henni líkar ekki atvinngreinin.
Loka ef skattur verður lagður á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 22.11.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Arðsemi virkjana hefur verið mikið í umræðunni, eftir að ríkisstjórnin ropaði áliti sínu upp úr koki málpípu sinnar, forstjóra Landsvirkjunar.
Orkuverð til stóriðju er alls ekki yfir gagnrýni hafið. Það hef ég alltaf sagt og að sjálfsögðu eigum við að gera kröfu um að verðið sé sem hæst. En þegar "fagmenn", eins og Hörður Arnarsson hlýtur að teljast, enda fyrrum kraftaverkamaður í rekstri gróðafyrirtækisins Marel, tjá sig um arðsemi virkjana, verður að gera þá kröfu til hans að hann horfi á málið frá öllum hliðum.
Þegar lagt er fjármagn í dýrar framkvæmdir og fjárfestingar, er yfirleitt ekki reiknað með topp arðsemi fyrstu árin. Dýrar fjárfestingar eru langtímaáætlanir og dæmið er reiknað frá upphafi til enda. Fjármagnskostnaður er gjarnan mestur fyrstu árin og það þarf að vinna sig í gegnum hann.
Þegar Landsvirkjun er borin saman við orkufyrirtæki, t.d. í Evrópu, sjá glöggir menn að hlutfall fjárfestinga og nýframkvæmda af veltu er mun hærra hjá LV en flestum ef ekki öllum sambærilegum fyrirtækjum. Það liggur einfaldlega í því að kostir í nýframkvæmdum hjá orkufyrirtækjum í Evrópu (og reyndar víðast hvar á Vesturlöndum) eru nánast engir.
Arður af virkjunum ríkisins verður ekki eingöngu mældur í krónum og aurum. Það er líf utan virkjananna sjálfra. Um þriðjungur þeirra 1.300 starfandi verkfræðinga í landinu, eiga lífsafkomu sína undir stóriðju og virkjunum. Verkfræðistofur landsins afla sér tekna erlendis upp á 1.500 miljónir árlega vegna verkþekkingar þeirra í raforku og virkjanageiranum. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem hægt er að nefna.
Einkafyrirtæki vill mikinn gróða og það helst strax, eða svo segir ávöxtunarkrafa hins frjálsa markaðar. Hugmyndafræði stjórnmálamanna á Íslandi hefur hins vegar legið lengi í því að nota orkuauðlindir landsins sem tæki til byggðastyrkingar. Ég vona að svo verði áfram, frekar en gróðavon á sem skemmstum tíma.
En nú bregður svo við, að hin hreina og tæra vinstristjórn, vill ofsagróða strax af virkjanasýsli Landsvirkjunar. Að nota orkuauðlindir landsins til þess að styrkja byggðir um allt land, er algjörlega óásættanlegt, að mati þeirra. "Gróði" skal það vera!
Öðruvísi mér áður brá.
Undirbúa þrjár smávirkjanir í Blöndu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 18.11.2011 (breytt kl. 18:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 946000
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ef gamla samfylkingin er
- Fyrstu tuttugu dagar desember 2024
- Æsifrétt dagsins
- -nanoafnanoafnano-
- Bæn dagsins...Sömu örlög henda alla menn..
- Fyrirbyggjandi aðgerðir
- Sniðganga, ríkissksókari sniðgengur starfsmann sinn.
- Jólasveinarnir
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- Ný ríkisstjórn mynduð