Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Þessi frétt kemur mér ekki á óvart, enda hvernig í ósköpunum mætti það vera að lífrænt sé hollara? Plöntur breyta ólífrænum efnasamböndum í lífræn og áburður, hvort sem hann er lífrænn eða ólífrænn, hjálpa plöntunum einfaldlega til hraðari vaxtar. Mjög hraður vöxtur getur hins vegar haft áhrif á útlit og bragðgæði vörunnar til hins verra en það er önnur saga og ekki algilt.
Eiturefni hafa engin áhrif á gæði vörunnar ef rétt er með farið. Eiturefni sem notuð hafa verið í garðyrkju undanfarin ár, brotna niður og verða skaðlaus að ákveðnum tíma liðnum. T.d. Permasect, sem er öflugt skordýraeitur, má úða á ávexti og grænmeti en uppskerufrestur er 14 dagar frá úðun. Að sjálfsögðu eru til hættuleg efni en þau eru á undanhaldi, m.a. vegna reglna um notkun þeirra.
Ofnotkun áburðar er sumstaðar vandamál og herða mætti reglur varðandi það. Svokölluð skiptiræktun er notuð víða, sérstaklega erlendis þar sem möguleikar á fjölbreyttri ræktun eru meiri en hér á landi. Með skiptiræktun má breyta eða minnka tiltekna áburðargjöf.
Genabreytt matvæli segja sumir að séu hættuleg mönnum, en það er auðvitað fjarri raunveruleikanum. Hættan við genafiktið liggur einungis í því ef "ónáttúrulegar" plöntur hafa áhrif á náttúrulegt umhverfi til hins verra og því er full ástæða til að fara varlega í slíkt. Fjölbreytni lífsins á jörðinni er vegna genafikts almættisins en náttúran hefur sterka tilhneigingu til að leyta jafnvægis. Í vísinda-hryllingsmyndum um slíkt genafikt mannskepnunnar er dregin upp mynd þar sem tilgangurinn helgar meðalið.
![]() |
Segja lífrænt ekki hollara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 30.7.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nafnið Keiko er japanska og þýðir "sá heppni", en það hlýtur að teljast örgustu öfugmæli. Vitleysan í kringum þetta dýr var auðvitað með ólíkindum en í þessari mbl. frétt segir "Vísindamenn, sem tóku þátt í því verkefni að frelsa háhyrninginn Keikó, segja nú að ekki hafi verið rétt að frelsa hann þar sem aldrei hafi verið raunhæfur möguleiki á því að hann gæti lært að lifa úti náttúrunni". Skilja mætti þessa yfirlýsingu svo að það hafi tekið þessa vísindamenn rúmlega 5 ár að komast að þessari niðurstöðu.
Margir á Íslandi héldu að hægt yrði að græða á því að fá blessað dýrið í sína heimabyggð. Á sínum tíma stóð valið á milli Eskifjarðar og Vestmannaeyja. Þegar dýrið endaði svo í eyjum, kom í ljós að aldrei stóð til að hægt yrði að gera þetta að féþúfu, því Keiko var nánast í einangrun eftir að hann kom til landsins. Sumir töluðu um að þetta hefði verið kostnaður og ekkert annað fyrir eyjamenn, þó eitthvað af honum hafi verið greiddur úr alþjóðlegum samtökum.
Margir vöruðu við því að þessi aðgerð, að frelsa hvalinn væri dæmd til að mistakast. Bent var á svipaðar tilraunir með önnur dýr því til staðfestingar. "Reality sucks" eins og segir í neðri myndinni.
"Killer whale" er enska heitið á háhyrningi
![]() |
Rangt að frelsa Keikó" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 28.4.2009 (breytt kl. 11:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það hlýtur að vera óbærilegt fyrir grey mennina að vera þarna saman í ósætti. Það er ekki eins og að þeir fari bara eitthvað annað
![]() |
Ósætti í geimnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 31.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á vísindavef Háskóla Íslands er eftirfarandi um fjölda eldfjalla í heiminum:
Fjöldi eldfjalla sem gýs á hverjum tíma: | Kannski um 20 |
Fjöldi eldfjalla sem gýs á hverju ári: | 50-70 |
Fjöldi eldfjalla sem gýs á hverjum áratug: | Um 160 |
Fjöldi eldfjalla sem gosið hafa á sögulegum tíma (historical eruptions): | Um 550 |
Fjöldi eldfjalla sem gosið hafa á nútíma (holocene, síðustu 10.000 ár): | Um 1300 |
Það er talið að 75% eldfjalla séu neðansjávar en taflan hér að ofan sýnir eldfjöll á landi. Ef hlutfallið er það sama neðansjávar, þá má búast við því að á hverjum degi séu u.þ.b. 80 eldfjöll að gjósa.
![]() |
Gos hafið í Asama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 2.2.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef ég er mjög þreyttur og vansvefta þegar ég sofna, þá á ég það til að láta illa í svefni. Eins ef ég sofna drukkinn, sem kemur reyndar orðið sárasjaldan fyrir. En þetta hefur verið fylgifiskur minn frá örófi alda .
Ég er örugglega ekki í þessum rúmlega 25% hópi, sem greinist með Parkinsonveiki. Til þess er ég of sérstakur..... það kemur aldrei neitt fyrir mig ......... auk þess sem ég er margfalt komin yfir þessi 5 ára mörk.
P.s. Það má nú vera meiri skítamórallinn og húmorsleysið í þessum æðri máttarvöldum, ef þau ætla að fara að hegna mér fyrir þessi orð mín.
![]() |
Merki um Parkinsonsveiki? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 25.12.2008 (breytt kl. 23:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þeir sem komið hafa til Indlands lýsa því sem mikilli og erfiðri lífsreynslu að sjá hina gífurlegu fátækt sem þar blasir víða við. En á Indlandi finnst einnig ríkasta fólk veraldarinnar og andstæðurnar í þjóðfélaginu eru því miklar.
The most striking and,
at the same time the most disappointing,
observation is that the number of
poor people increased by 39.8 million
in absolute numbers during the 15 years
(1991-2005)
coinciding with the reform period.
The increase is 9.6 per cent in relative terms,
when we raise the level of income from
US $ 1 per day to US $1.25 per day.
In reality,
42.2 per cent or 4 out of 10 Indians,
were poor in 2005
at an income of about Rs 50 per day.
This is the most damaging observation
on the quality of Indian governance.
Og svo leika stjórnmálamenn sér með stórar rakettur!
__._,_.___ up s
![]() |
Indverskur kanni á tunglinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 15.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekki sagt í fréttinni að snjórinn bráðni áður en hann fellur til Mars (jarðar ) Hann gufar upp.
Hei, ef ykkur vantar þýðanda þarna á Mbl.is, þá er ég til í tuskið. Ég er í símaskránni.
![]() |
Snjókoma á Mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 30.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það var hlegið mikið að Al Gore þegar hann sýndi myndir af druknandi ísbjörnum en það þótti sýnt að þær myndir voru ekki sannleikanum samkvæmar. Einhverjum dytti í hug að ísbirnirnir færðu sig um set þegar ísa leysti, eins og þeir hafa gert áður í töluverðan tíma, en greinilega ekki þessu áhyggjufulla fólki sem CNN vitnar í.
Kassie Siegel, starfsmaður hjá Miðstöð líffræðilegs fjölbreytileika (Center for Biological Diversity) er sú sem vitnað er í. "Miðstöð líffræðilegs fjölbreytileika"! Hvað ætli séu mörg svona apparöt sem stofnuð hafa verið á undanförnum árum og eiga allt sitt undir að mála ástandið eins dökkum litum og mögulegt er? Eiga allt sitt Í djúpum vösum opinberra sjóða.
"Ísinn á Norðurskautinu hjálpar til við að stilla og tempra loftslagið víða í heiminum," Segir Siegel þessi. Ég man ekki eftir að sýnt hafi verið fram á þetta með neinum rannsóknum og tölum, ekki það að ég rengi það að pólarnir hafi áhrif á veðurfar á jörðinni.
Einnig segir í fréttinni: "Vísindamenn hafa fylgst með ísnum sl. fimmtíu ár með aðstoð gervihnatta. Sjávarlíffræðingar og veðurfræðingar telja að þær breytingar sem orðið hafa á ísbreiðunum á síðustu áratugum ógnvænlegar".
Ég hef nú lengi staðið í þeirri trú að ekki hafi verið fylgst náið með ísnum með gerfitunglum nema í 29 ár en ekki 50. En 50 er náttúrulega flottari tala, ekki spurning.

![]() |
Hvítabirnir ráðast gegn hver öðrum sökum hungurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 24.9.2008 (breytt kl. 13:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég er alveg farinn að trúa því að rafmagnsbílar verði í meirihluta nýrra bíla á götum Reykjavíkur árið 2012. En tunglið verða þeir ekki farnir að malbika í hólf og gólf.
![]() |
Skipaflotinn knúinn útblæstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 19.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég veðja hundrað pundum á Higgs!
Þessir miklu andans menn, deila eins og strákarnir í hverfinu. (Boy´s in the hood)
Stephen Hawking í lausu lofti
![]() |
Eðlisfræðiprófessorar í hár saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 11.9.2008 (breytt kl. 23:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 14
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 946880
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Morgunblaðsskeifan á Hvanneyri
- Mikilvægi árangursmælinga í skólum
- Misheppnuð leigubílalög
- Arfleifð Snorra & vinur minn Össur
- Herratíska : RALPH LAUREN fyrir kvikmyndahátíðina í CANNES
- Sjálfseyðing vesturlanda í boði vestrænna yfirvalda stendur sem hæst
- Reform áfram á sigurgöngu? Og af hverju eru milljarðamæringar að flýja Bretland?
- Myndin sem ekki er skoðuð í ákvörðun skipulags
- Stjórnkerfið í gíslingu skattgreiðendur niðurlægðir
- Verkfæri Satans